Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 02.12.1993, Side 30

Veðráttan - 02.12.1993, Side 30
Ársyfirlit Veðráttan 1993 Barði Þorkelsson sótti ósonráðstefnu sem haldin var í Tromsö 28. júní til 2. júlí. Áráðstefnu Jarðífæðafélags íslands í apríl sýndu Steinunn S. Jakobsdóttir og Ragnar Stefánsson veggspjaldið “Niðurstöður úr SIL kerfinu” Gunnar B. Guðmundsson, Páll Halldórsson og Ragnar Stefánsson sýndu veggspjaldið “SkjálftavirkniíMýrdals- og Eyjafjallajökli” og Ragnar Stefánsson og GunnarB. Guðmundsson sýndu veggspjaldið “Byrjun Heklugossins 1991”. Ráðstefna um rannsóknir og þróun innan veðurfræðinnar var haldin í september. Umhverfisráðuneytið stóð fyrir ráðstefnunni og voru þátttakendur auk veðurfræðinga á Islandi þeir prófessor Juhani Rinne frá finnsku veðurstofunni, Magne Lystad frá norsku veðurstofunni og Jón Egill Kristjánsson frá Oslóarháskóla. Endurmenntunarstofnun Háskólaíslands héltnámskeið um umferðarveðurfræði í nóvember. Trausti Jónsson hafði umsjón með námskeiðinu. Fyrirlesarar voru frá ýmsum innlendum og erlendum stofnunum. Páll Bergþórsson og Magnús Jónsson fluttu þar erindi. Haraldur Ólafsson og Magnús Jónsson sóttu ráðstefnu sjónvarpsveðurfræðinga í Frakklandi í febrúar. Á vorfundi American Geophysical Union í Baltimore sýndi Kristján Ágústsson veggspjaldið “The Hekla (Iceland) 1991 eruption: Continuous strain data require a compound source model” Meðhöfundar voru Alan T. Linde og Ragnar Stefánsson. Steinunn S. Jakobsdóttir tók þátt í kynningu á NORESS jarðskjálftamælinetinu í Osló í júní. Hún flutti erindi sitt og Reynis Böðvarssonar á þingi norrænna jarðskjálftaffæðinga £ Bergen í júní og þar flutti einnig Ragnar Stefánsson erindið “The SIL project-achievements and future prospects”. Flosi Hrafn Sigurðsson og Hreinn Hjartarson tóku þátt í ráðstefnu AMAP, sem haldin var í Reykjavík 4,- 8. október 1993: On the Ecological Effects of Artic Airborne Contaminants. í framhaldi af henni tók Flosi þátt í fjórða vinnunefndafundi AMAP 11.-13. október. Unnur Ólafsdóttir sótti fund í Helsinki í desember hjá norrænu CALMET-nefndinni, þar sem fjallað var um veðurfræðikennslu með aðstoð tölvu. Þór Jakobsson flutti erindi um hafís, haf og veðurfarsáhrif á á ráðstefnu norrænna menntaskólakennara í Árósum í júlílok og sótti í ágústbyrjun samráðsfund um hafísþjónustu á Norðurlöndum í Kaupmannahöfn. ✓ Ymsar skýrslur og greinar Flosi Hrafn Sigurðsson er höfundur skýrslunnar “Diurnal variation in data availability from EGOS Buoys drifting in the North Atlantic”, sem kom út í Reykjavík í desember og einn þriggja höfunda skýrslunnar “The benefit og using multiple local user terminals for the retrieval of drifting buoy data in the North Atlantic”, sem kom út í Aþenu í september. Ragnar Stefánsson er aðalhöfundur og Steinunn S. Jakobsdóttir einn meðhöfunda greinarinnar “Earth- quake prediction research in the South Iceland seismic zone and the SIL project”, sem birtist í Bulletin of Seismological Society of America. Ragnar Stefánsson er höfundur skýrslunnar “SILproject. Report, March 1993”. Ragnar Stefánsson er aðalhöfundur skýrslunnar “Earthquake prediction research in southern Iceland” en þessi skýrsla fylgdi umsókn um verkefnisstyrk til Evrópusambandsins. Hreinn Hjartarson er höfundur skýrslunnar “Vindmælingar í Búlandshöfða”, sem kom út í maí. Flosi Hrafn Sigurðsson, Hreinn Hjartarson og Torfi Karl Antonsson tóku saman skýrslu um “Vindmælingar við landgang Flugstöðvar Leifs Eirfkssonar”. Skýrslan kom út í ágúst. Kristján Ágústsson og Ragnar Stefánsson eru meðal höfunda greinarinnar “Mechanism of the 1991 erup- tion of Hekla from continuous borehole strain monitoring”, sem birtist í Nature. Einar Sveinbjörnsson ritaði greinina Stóru þorskárgangarnir og veður á hrygningartímum sem birtist í októberhefti Ægis. Trausti Jónsson skrifaði greinina: Alþjóðaveðurdagurinn 1993 í Morgunblaðið í mars og ásamt Tómasi Jóhannessyni greinina: Veðurhorfur á næstu öld. Birtist hún í Lesbók Morgunblaðsins. Trausti Jónsson er höfundur bókarinnar: Veður á íslandi í 100 ár sem Isafold gaf út á árinu (126)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.