Veðráttan

Volume

Veðráttan - 02.12.1993, Page 32

Veðráttan - 02.12.1993, Page 32
Ársyfirlit Veðráttan 1993 Fagleg úttekt á Veðurstofunni Undir árslok 1992 ákvað umhverfisráðherra að fram skyldi fara fagleg úttekt á Veðurstofu íslands. Var þessi ákvörðun tekin í framhaldi af fjöldauppsögnum veðurfræðinga, einkum á spádeild, en vaxandi óánægju hafði gætt meðal veðurfræðinga vegna faglegrar stöðu mála á stofnuninni. Þá voru og launamál tilefni til þessarar óánægju. Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafarverkfræðingur var fenginn til að gera þessa úttekt og tók hann til starfa í desember 1992. í lok janúar 1993 náðist samkomulag um að veðurfræðingar tækju aftur uppsagnir sínar. Þá ákvað um- hverfisráðherra í samráði við veðurstofustjóra að auglýsa strax stöðu veðurstofustjóra, en ljóst var að Páll Bergþórsson léti af störfum fyrir aldurs sakir fyrir eða í lok ársins. í lok febrúar ákvað ráðherra að Magnús Jónsson veðurfræðingur skyldi taka við starfi veðurstofustjóra þegar Páll léti af störfum. í mars voru myndaðir fjórir vinnuhópar starfsmanna Veðurstofunnar. Fjölluðu þeir næstu mánuði um tækni- og athuganamál, þjónustu, rannsóknir og tölvumál stofnunarinnar svo og hvernig bæta mætti endurmenntun innan stofnunarinnar. Skiluðu þeir skýrslu um stöðu hvers málaflokks og settu fram hug- myndir um úrbætur. í apríl fóru veðurfræðingarnir Magnús Jónsson og Guðmundur Hafseinsson í heimsókn til veðurstofa Norðurlandanna og Irlands og kynntu sér ástand mála á þessum stofnunum, skipulag þeirra og starfshætti og gerðu skýrslu þar um. Þá komu í heimsókn í boði ráðuneytisins þeir Curt Kempe veðurfræðingur á sænsku veðurstofunni og Frank-Lynge Larsen gagnagrunnssérfræðingur frá dönsku veðurstofunni. Fjölluðu þeir um breytingar og þróun á þessum stofnunum og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum um hvaða stefnu beri að taka á þessum sviðum innan Veðustofunnar. í ágúst tók svo til starfa hópur starfsmanna á stofnuninni undir stjórn Tryggva Sigurbjarnarsonar og átti hann að vinna úr þeim gögnum sem lágu fyrir og koma með tillögur um skipulag og breytta starfshætti. í hópnum voru auk Tryggva, veðurfræðingarnir Flosi H. Sigurðsson, Guðmundur Hafsteinsson, Þóranna Páls- dóttir og Magnús Jónsson, auk Páls Halldórssonar jarðeðlisfræðings. I desember skilaði hópurinn drögum að skýrslu og tillögum um endurskipulagningu og var hún rædd á fundum með starfsfólki. Eftir umræður var svo endanlegri skýrslu komið til Umhverfisráðuneytis í lok ársins. Efnisyfírlit Tíðarfarsyfirlit........................97 Úrkomukort..............................98 Hitakort................................99 Athuganir á úrkomustöðvum..............101 Sjávarhiti.............................101 Aðaltafla..............................102 Fjöldi sólskinsstunda..................104 Nesjavellir............................104 Óson í gufuhvolfínu....................105 Ýmsar dagsetningar vor og haust........106 Úrkomumælingar í safnmælum.............108 Snjódýpt..............................109 Mælingar á mesta vindhraða............113 Lágmarksmælingar við jörð.............115 Sólgeislunarmælingar..................116 Jarðvegshitamælingar..................117 Hiti og úrkoma (Hðm,Krps).............117 Veðurstöðvar..........................118 Sjálfvirkar veðurstöðvar..............120 Athugunartímar og hæð loftvoga........121 Ársskýrsla............................122 (128)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.