Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Page 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1974, Page 5
LANDSBÓKASAFNIÐ 1973 BÓKAKOSTUR OG Bókakostur Landsbókasafns var í árslok 1973 samkvæmt að- BÓKAGJAFIR fangaskrá 313.245 bindi prentaðra bóka og hafði vaxið á árinu um 7.151 bindi. Mikill fjöldi binda var sem fyrr gefinn safninu eða fenginn í skiptum. Halldór Laxness rithöfundur gaf Landsbókasafni Söguna af brauðinu dýra í útgáfu þeirri, er gerð var í St. Gallen í Sviss 1970-72, með myndum eftir danska málarann Asger Jorn. Frú Ingibjörg Tops0e-Jensen sendi Landsbókasafni að gjöf um hendur sr. Jóns Auðuns ýmis fróðleg og fágæt gögn varðandi dönsku stúdentaheimsóknina sumarið 1900, ennfremur dagskrá kvöldskemmtunar Stúdentafélagsins 16. febrúar 1899. Frú Alison Logan Gray í Edinborg gaf Landsbókasafni um hendur Sigursteins Magnússonar aðalræðismanns bók A Trip to Iceland, er faðir hennar, James Logan Mack, ritaði um ferð sína til íslands 1911 og prentuð var í aðeins 25 eintökum það sama ár. Jakob B. Bjarnason, Síðu í Refsborgarsveit í Austur-Húnavatnssýslu, er gaf Lands- bókasafni fyrir nokkrum árum mikið safn íslenzkra blaða (sbr. Arbók Landsbóka- safns 1970), jók enn við gjöf sína ýmsum blöðum. Dr. Sigurður Þórarinsson gaf ýmis sérprent, greinar, ritdóma o. fl. eftir sjálfan sig. Rússneska Unesco-nefndin beitti sér fyrir því á síðastliðnu ári, að sendar yrðu víða um lönd bókagjafir, sýnishorn bókagerðar í Sovétríkjunum, og var tilefnið sú ákvörð- un 16. þings Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu þjóðanna, að árið 1972 skyldi vera alþjóðlegt ár bókarinnar. Sendiherra Sovétríkjanna tilkynnti menntamálaráðherra 2. febrúar 1973 um bækur þær, er beintt hefði verið hingað til lands, en þær voru síðar í mánuðinum samkvæmt ákvörðun ráðherra afhentar Landsbókasafni til varðveizlu. í bókagjöf þessari voru alls 89 bindi bóka, fjölþætt að efni og mörg mjög fögur að allri gerð. Fulltrúar þeir frá rannsóknarbókasöfnum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð, er hér sátu í október umræðufund um prentskil o. fl. (sjá um fundinn síðar í þessu yfirliti), beimsóttu einn fundardaginn Landsbókasafn og færðu því mjög falleg- ar bókagjafir. Stóð samband danskra rannsóknarbókasafna (Sammenslutningen af Danmarks forskningsbiblioteker) að dönsku gjöfinni, Háskólabókasöfnin í Ábo, Hels-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.