Vísbending


Vísbending - 20.07.1983, Page 2

Vísbending - 20.07.1983, Page 2
VÍSBENDING 2 VERÐBÓL GAN: Fyrstu aögeröir ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum voru skjótar og ákveðnar. Sem fyrsti áfangi að því marki að lækka hraða verðbólgunnar eru þær lítt umdeilanlegar. En árangur- inn er undir því kominn hvernig efnahagsstefnunni sem enn er í mótun verður framfylgt - við daglegan rekstur þeningamála og fjármála, í fjárlagagerðinni í sumar og haust og í kjarasamn- ingum eftir áramótin. Enn sem komið er er allt traust sett á launastefnuna, en ein sér hefur launastefna jafnan brugðist í baráttunni við verðbólgu, hér- lendis og erlendis þar sem hún hefur verið reynd. Til að hafa hemil á verðbólgu þarf þjóðin í stuttu máli að eyða minnu en hún aflar. Neysla og fjárfesting þarf að vera minni en þjóðar- framleiðsian. Viðskiþtajöfnuður verður þá jákvæður og erlendar skuldir aukast ekki. Við þessar aðstæður lækkar verðbólgan. Launastefnan er því nauðsyn- leg en hvergi nærri nægjanleg til að lækna verðbólgu, enda eru launin engan veginn eina orsök verðbólgu. í launastefnu felst að launataxt- ar eru lögbundnir og oftast fylgja verðlagshöft eða verð- stöðvun á einu eða öðru formi. Markmiðið er að draga úr verð- bólgu; rjúfa víxlgang í hækkun- um verðlags og launataxta, koma í veg fyrir atvinnuleysi, lækka verðbólguvæntingu. Takist að sannfæra fólk um að verðbólga muni lækka gætu launakröfur í næstu samning- um orðið hógværari en ella, minni launahækkun veldur minni verðhækkun í kjölfarið, o.s.frv. En hættan er sú, að lög- binding launataxta ásamt verð- lagshöftum nægi ekki til að sannfæra fólk um að draga muni úr verðbólgu. Verðbólgan lækkar ekki varanlega nema með samdrætti þjóðarútgjalda þannig að þau verði minni en þjóðarframleiðsla. Það þarf að draga úr halla á rekstri ríkis- sjóðs, draga úr útlánum banka- kerfisins og opinberra iána- sjóða, og gæta þess að gjald- eyriskaup valdi ekki nýmyndun peninga umfram markmið. í stuttu máli verður ekki komist hjá því að fylgjast náið með ný- myndun peninga eða svoköll- uðu peningaútstreymi til að aukning peningamagns í umferð stríði ekki gegn mark- miðum um lækkun verðbólgu. Víða erlendis eru birtar tölur um breytingar peningamagns viku- lega svo að unnt sé að bera saman reynd og markmið. í 1. tbl. Vísbendingar er að finna spár um verðbólgu á íslandi út árið 1983. Aðstæður í efna- hagsmálum eru um margt óvenjulegar um þessar mundir vegna þess að breytingar sem fram eru að koma bæði í raun- stærðum og nafnstærðum eru svo miklar. Nægir að benda á 10-15% samdrátt í sjávarafla, lækkun á þjóðarútgjöldum um 10-12% og lækkun á árshraða verðbólgunnar í árslok úr 140% í 30% samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar. Vegna þess að launabreytingar eru lögbundnar til 31. janúar 1984 með 4% hækkun launataxta 1. október og stefna ríkisstjórnar- innar er að halda gengi óbreyttu út árið 1983, eru þær stærðir sem mestu ráða um framvindu framfærslu- og byggingarvísi- tölu þegar þekktar og þar með lánskjaravísitalan, þar sem hún er samsett úr hinum fyrri tveim- ur. Spár fyrir þessar vísitölur út árið 1983 eru í meðfylgjandi töflu.í seinni hluta ágústmánað- ar birtum við fyrstu spá um verðbólgu á árinu 1984, - von- andi í tæka tíð fyrir gerð fjár- hagsáætlana þess árs hjá flest- um fyrirtækjum. Eins og fram kemur í töflunni verður mikil lækkun á hraða verðbólgunnar á seinni hluta ársins. Um leið verður mikil röskun á tveimur mikilvægum raunstærðum, raungengi og kaupmætti. Raungengi gæti hækkað um 15-18% á síðari hluta ársins, en kaupmáttur kauptaxta lækkað verulega á sama tíma. Auk þess er nokkur hætta á að aukning peninga- magns á árinu verði umfram þau mörk sem samrýmst geta markmiðum stjórnvalda í verð- lagsmálum. Þessi atriði gætu orðið til þess að sá árangur sem stefnt er að í verðbólgumálum náist ekki. Hækkandi raungengi krónunn- ar merkir að raunvirði erlends gjaldeyris fer lækkandi, m.ö.o. innfluttar vörur og þjónusta verða ódýrari og ódýrari í sam- anburði við íslenskar vörur og þjónustu. Raungengi krónunn- ar mun hækka mjög í sumar og haust eftir gengisfellinguna í lok maímánaðar ef gengi er haldið föstu og stöðugu en framfærsluvísitalan hækkar um 2-4% á mánuði - mest framan af en minna á síðustu mánuð- um ársins. Samkeppnisstaða innlendra framleiðslugreina versnar, innflutningseftirspurn eykst og hætta skapast á enn auknum halla í viðskiptum við útlönd. Raunar munu flestir sammála um að erlendar skuld- ir megi ekki aukast eins og sakir standa. En halla í viðskiptum við útlönd verður að jafna með nýjum erlendum lánum. Þess vegna verður í senn að halda verði á erlendum gjaldeyri háu, vöxtum háum til að hvetjafrem- ur til sparnaðar en eyðslu og draga úr nýmyndun peninga með því að minnka hallarekstur ríkissjóðs, draga úr útlánum innanlands og jafnvel að hægja á gjaldeyriskaupum t.d. með því að losa um skilaskyldu út- flytjenda á gjaldeyri. f næsta tölublaði Vísbendingar verður fjallað um gengismál og rakin þróun raungengis krón- unnar síðustu árin og fram til áramóta. Síðar verður vikið að þeningastefnu og markmiðum við stjórn peningamála. Lánskjaravísitala og framfærsluvísitala 12 mánaða breytinga i i S3\ '“***» frc imfær sluvís tala^ y >*spá '^ni «*♦ 'y 'lánsh 'jaraví sitala 1982 ytí& 1983 .*•* 1 ~ jl^1 J F M A M J JÁSONDJFMAMJJÁSON D J

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.