Vísbending


Vísbending - 27.07.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 27.07.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING £ 2 VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL ^ 77 2-1 27. JÚLÍ1983 Erlend gengismál: Helstu Evrópumyntir og yen. Sterlingspund. Nokkur spenna ríkti um breyting- ar sterlingspunds fyrir kosning- arnar á Bretlandi þann 9. júní síðastliðinn. Pundið snögghækk- aði eftir kosningasigur Mrs. Thatcher 1979. En þáfóru vextir hækkandi og olíuverð sömuleið- isog búistvarvið miklum afgangi í viðskiptum við útlönd. Nú fara vextir fremur lækkandi, olíuverð er stöðugt og afgangur í viðskipt- um við útlönd fer minnkandi. Búist er við að stjórnvöld muni fremur lækka vexti en eiga á hættu mikla hækkun pundsins á næstunni. Slík hækkun myndi hækka útflutning Breta í verði og draga þannig úr eftirspurn eftir breskum vörum í viðskiptalönd- unum og þannig drægi úr þeim efnahagsbata sem nú er í sjón- máli í bresku efnahagslífi. Vísi- tala meðalgengis pundsins er nú um 85 (1975=100) og taliðer ólíklegt að pundið fari yfir 90 á þann mælikvarða á næstu vik- um. Þannig er búist við að sterl- ingspundið verði í kringum $1,50 á næstunni. Á hinn bóginn er á það að líta að dollarinn er tal- inn mjög hátt skráður og fari hann að veikjast síðar á árinu, eins og sumir hafa spáð alllengi, gæti pundið oröið um $1,70 á árinu 1984. í Bretlandi er búist við um 2,0- 3,0% hagvexti í ár, verðbólgu í kringum 5% og um 500 milljón punda afgangi í viðskiptum við útlönd. Sé fjárstreymi milli landa vegna fjárfestingar reiknað með, kemur í Ijós að greiðslujöfnuður í Bretlandi er neikvæður það sem af er árinu, svo og í Þýska- landi, en jákvæður í Bandaríkjun- um og nokkurn veginn í jafnvægi í Japan. Á árinu 1984 er búist við líkum hagvexti í Bretlandi og í ár eða aðeins minni og ívið hærri verðbólgu. Aðrir mikilvægir gjaldmiðlar. Eins og bent var á í Vísbendingu 1,1 eru það einkum þýskt mark og yen, ásamt svissneska frank- anum, sem standa sterkast gagnvart dollara, fari hann að veikjast á næstunni. Samkvæmt haldi manna gæti gengi á marki orðið um 2,10 til 2,30 undir lok ársins m.v. 2,50 til 2,60 síðustu vikurnar. En þess verður jafn- framt að geta, að spár um lækk- andi gengi dollarans hafa hingað til ekki gengið eftir, og ef til vill er nær að orða það þannig að leið- rétting á gengi dollarans gæti orðið á þennan veg þegar og ef til hennar kemur. Gengi yensins gæti þá hækkað í um 210, en er nú um það bil 240 og svissneski frankinn gæti hækkað í um 1,90. f Frakklandi er búist viö um 1% samdrætti í framleiðslu í ár, og um 9% verðbólgu í lok ársins. Aðhaldsaðgerðir Mitterrand- stjórnarinnar eftir gengislækkun frankans 21. mars síðastliðinn voru ætlaðar til að draga úr við- skiptahalla Frakka og til að hafa hemil á verðbólgu. Staða frank- ans innan EMS (European Monetary System) ertalin frem- ur traust. Hvort þörf verður á frekari lagfæringu á gengi frank- ans innan EMS undir lok ársins er háð því hversu áhrifaríkar að- haldsaðgerðirnar frá því í vor reynast. OECD spáir bjartari tímum. í nýútkominni skýrslu OECD um horfur í efnahagsmálum er búist við 3% hagvexti í Bandaríkjun- um í ár og 4,5% á næsta ári. í Japan er búist við 3-3,5% hag- vexti, en í Evrópulöndunum 19, sem aðild eiga að OECD, er bú- ist við aðeins 1-2% hagvexti á ári út árið 1984. Nokkur óvissa ríkir um fjárfestingu sem er for- senda áframhaldandi fram- leiðsluaukningar. Raunvextir hafa verið afar háir síðustu miss- erin og vegna áframhaldandi halla á fjárlögum í Bandaríkjun- um er ekki líklegt að raunvextir lækki mikið á næstunni. Verð- bólga er nú á niðurleið í OECD- ríkjunum. í stóru löndunum 7, Bandaríkjunum, Japan, Bret- landi, Frakklandi, Þýskalandi, ftalíu og Kanada er búist við 5% verðbólgu að meðaltali í ár og 5,25% á næsta ári. ( öðrum OECD-ríkjum er spáð um 10,5% verðbólgu í ár og um 9% á næsta ári. Efni: Erlend gengismál 1 Gengi ísiensku krónunnar 2 Forward markaður 4 Töflur: Gengi íslensku krónunnar 3 Gengi erlendra gjaldmiðla 4 Forward gengi 4 Ritstj. og áb.m.: Sigurður B. Stefánsson Útgefandi: Kaupþing hf Húsi Verslunarinnar Kringlumýri 108Reykjavík Sími: 8 69 88 Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með Ijósmyndun, hljóðrit- un, eða á annan hátt, að hluta eða í heild, án leyfis útgefanda. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson Setning og prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.