Vísbending


Vísbending - 27.07.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 27.07.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 íslenska krónan:____________ Stefnan í gengismálum. Hvað er gengi? Gengi íslensku krónunnar var fellt um 14,6% 27. maí síðastlið- inn; verð á erlendum gjaldeyri hækkaði um 17,1 % að meðaltali. Verð á Bandaríkjadollara hafði þá hækkað frá 31. desember 1982 úr kr. 16,60 í kr. 27,20 í júníbyrjun, en verðið í síðari hluta júlímánaðar er um 27,70. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að stefnan í gengismálum sé að halda gengi krónunnar stöðugu út áriö, gæti gengi doll- arans orðið um kr. 30-31 undir lok ársins. Gengi íslensku krón- unnar er ekki verð á þjóðarfram- leiðslu íslendinga né heldur nokkurri einstakri framleiðslu- vöru. Gengið er verðmæti krón- unnar miðað við aðra gjaldmiðla, t.d. er ein króna jafnverðmæt og 3,6 cent (kr. 27,70 í einum doll- ara). Þannig hlýtur verðmæti krónunnar að rýrna þegar krón- unum fjölgar (peningamagn eykst) án þess að aukin verð- mæti standi að baki. Á íslandi er ekki frjáls markaðurfyrirgjaldeyr- isviðskipti og því ekki um frjálsa verðmyndun krónunnar að ræða. Til eru fáeinar kenningar eða reglur um þróun gengis gjaldmiðla þar sem gjaldeyris- markaður er frjáis. Þær helstu eru reglan um kaupmáttarjöfnuð, reglan um vaxtajöfnuð, og Fish- er-reglan svonefnda. Kaupmáttarjöfnuður. Samkvæmt reglunni um kaup- máttarjöfnuð (Purchasing Power Parity) er raunvirði allra gjald- miðla, sem fá að fljóta án íhlut- unar stjórnvalda, hið sama. Kosti einn dollari kr. 27,70 ætti sam- kvæmt reglunni að fást sama magn af vörum fyrir einn dollara í Bandaríkjunum og fyrir kr. 27,70 á íslandi. Hækki verðlag í Bandaríkjunum um 1% og um 2% á íslandi, verður verð á doll- ara í krónum að hækka um 1 % til að halda kaupmáttarjöfnuði. Reglan um kaupmáttarjöfnuð á helst við þegar litið er á breyting- ar gengis yfir nokkurra ára skeið, en kemur að litlu gagni við skýr- ingar á breytingum gengis þegar skemmra er litið. Sveiflur í raungengi. Á línuritinu er sýnd þróun raun- gengis krónunnar mánaðarlega frá janúarmánuði 1980 til miðs árs 1983 auk framreiknaðs raun- gengis til næstu áramóta. ( spánni er gert ráð fyrir að meðal- gengi krónunnar haldist óbreytt til áramóta og miðað er við þá spá um lánskjaravísitölu sem birtist í fyrsta tölublaði Vísbend- ingar. Upplýsingar um verð í nú- gildandi lánskjaravísitölu eru um 50 daga gamlar. í raungengis- reikningunum var lánskjaravísi- talá því flutt til um tvo mánuði, þ.e. júlígildi notuð í maí, ágúst- gildi notuð í júní, o.s.frv. Erlenda verðvísitalan, sem notuð er í raungengisreikningunum, er vísitala neysluvöruverðs í iðn- væddum ríkjum. Hér hefur stærðin, sem dregin er í línurit- inu, verið nefnd raungengi, en raungengi er jafngilt hlutfallinu milli þess gengis, sem fæst með því að halda kaupmáttarjöfnuði í sama horfi og var 1980, og skráðs meðalgengis á hverjum tíma. í línuritinu kemur fram að raun- gengi féll á síðari hluta ársins 1980, en hækkaði áfyrri hlutaárs 1981. í upphafi árs 1982 var gengi krónunnar fellt, en raun- gengi var þó lægra á síðari hluta ársins 1982 en á fyrri hluta þess árs. Lægst er þó raungengi á þessum fjögurra ára bili á fyrri hluta árs 1983, næstum 20% undir meðaltali ársins 1980. Ef skráð gengi breytist ekki út árið hækkar raungengi talsvert og er erfitt að sjá forsendur þeirrar hækkunar á þeim tíma við núver- andi aðstæður í efnahagsmál- um. Til að halda vísitölu raun- gengis í um 80 (1980=100) í árslok þyrfti meðalgengi að lækka um nálægt 9% og yrði dollarinn þá skráður á um kr. 31 í árslok. Vísitala raungengis íslensku krónunnar 1980-1983. 1980=100. Frá júií til desember 1983: Spá m.v. óbreytt meðalgengi. 1980 1981

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.