Vísbending


Vísbending - 27.07.1983, Blaðsíða 4

Vísbending - 27.07.1983, Blaðsíða 4
VÍSBENDING 4 Forward markaður. I 1. tbl. Vísbendingar var stuttlega greint frá fjármálasögu Laker-flugfél- agsins og bent á hvernig fyrirtækið hefði getað notað forward markað til að draga úr þeirri gengisáhættu sem felst í því að gjöld og tekjur eru ekki í sömu mynt. Hér verður forward markaði og hlutverki hans lýst í fáum orðum en síðar verðurfjallað ítarlega um slík viðskipti, en kaup og sala á gjaldeyri fram í tímann er ein af helstu aðferðum til að draga úr áhættu i gjaldeyrisviðskiptum. Það skal tekið fram í upphafi að enska orðið forward er notað hér vegna þess að ritstj. er ekki kunnugt um ís- lenska þýðingu orðsins í þessari merkingu. Forward gengi er það gengi sem hægt er að kaupa eða selja gjaldmiðil á á vissum tíma í ókominni tíð, t.d. eftir þrjá mánuði eða sex mánuði. Helstu myntir er hægt að kaupa eða selja 18-24 mánuði fram í tímann, þótt óalgengt sé að miða við lengri tímaen 12 mánuði. Forwardgengi er reiknað eftir gildandi gengi eða dag- gengi (spot rate), og mismunurinn á forward og daggengi speglar aðal- lega þann vaxtamun sem er á milli myntanna. Nokkurn veginn má því nota formúluna (vaxtamismunur milli mynta)x(gild- andi gengi)x(dagar)/(100x360), sem gefur stærð sem bætt er við dag- gengi til að fá forward gengi. f for- ward gengi koma því ekki fram líkurn- ar á því að gengi viðkomandi mynta hækki eða lækki á samningstíman- um og forward gengi breytist oftast hægar en daggengi (spot rate) þar sem vaxtabreytingar eru yfirleitt hægar. Kaup og sala á myntum fram (tímann er að líkindum algengsta leiðin til að draga úr gengisáhættu fyrirtækja í er- lendum viðskiptum, en mun þó beitt í mjög litlum mæli af hálfu íslenskra fyrirtækja enn sem komið er og eru takmarkanir á heimildum til gjaldeyr- isviðskipta vafalaust helsta ástæðan. Sem dæmi um notagildi má taka fyrir- tæki í Bretlandi sem á að fá greiddar 5 milljónir franskra frankaeftir3 mán- uöi. í stað þess að bíða í 3 mánuði og selja þá franka fyrir pund á því gengi sem þá gildir er hægt að selja frank- ana fram í tímann og festa þannig gengið. Ef forward gengi er 10 frank- ar pr. pund hefði forward samningur tryggtfyrirtækinu 500.000 pund átil- teknum degi í þeim banka sem ann- aðist viðskiptin; á sama hátt hefði fyrirtækið greitt 5 milljónir fr.franka á umsömdum stað á sama degi. Ef gengi frankans hefði hækkað i 8 fr.fr. pr. pund á samningstímanum hefði verið betra fyrir fyrirtækið að selja ekki frankana fram í tímann. Hefði frankinn hins vegar lækkað í 12 fr.fr. pr. pund þá hagnast fyrirtækið um 20% á samningnum. Aðalatriðið er, að með því að kaupa pund fram í tím- ann fyrrti fyrirtækið sig allri gengisá- hættu í umræddum viðskiptum. Nán- ar verður fjallað um kaup og sölu gjaldeyris fram í tímann síðar, en sem dæmi til skýringar er hér sýnd tafla yfir forward gengi nokkurra mynta frá 7. júní 1983. Forward gengi nokkurra gjaldmiðla. Dæmi frá 7. júní 1983. daggengi 3mán. i%áári 6mán. í%áári $/DEM ................. 2.5616 2.5344 -4.292 2.5079 -4.282 pund/$ ................ 1.5760 1.5738 -0.559 1.5728 -0.406 $/SFR ................. 2.1175 2.0923 -4.817 2.0673 -4.856 $/FFR ' ' -flHH 7.7035 7.7980 +4.847 7.9610 +6.469 $/Yen ................. 239.90 238.00 -3.193 236.00 -3.305 $/SKR ................. 7.6195 7.6460 +1.386 7.6655 +1.200 Gengi nokkurra helstu gjaldmiðla dollara dags.: 18.5. 25.5. 1.6. 8.6. 15.6. 22.6. 29.6. 6.7.'' 15.7. 18.7. 25.7. Sterlingspund..... 0.64 0.64 0.62 0.64 0.66 0.66 0.65 0.65 0.66 0.66 0.66 Sænskkróna .......... 7.50 7.51 7.54 7.63 7.67 7.66 7.64 7.66 7.71 7.70 7.71 V-Þýsktmark ......... 2.46 2.49 2.53 2.57 2.57 2.55 2.55 2.57 2.60 2.59 2.60 Svissn. franki ...... 2.04 2.08 2.10 2.13 2.14 2.11 2.10 2.13 2.13 2.12 2.12 Franskur franki... 7.39 7.47 7.58 7.71 7.71 7.68 7.67 7.71 7.82 7.78 7.82 Japansktyen .......... 233 236 239 240 243 239 239 240 242 241 241

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.