Vísbending


Vísbending - 10.08.1983, Blaðsíða 4

Vísbending - 10.08.1983, Blaðsíða 4
VÍSBENDING -----z----- Breytingar á lánskjaravísitölu. f fréttunum undanfarið hefur verið rætt um breytingar á lánskjaravísi- tölu. Tværleiðirhafaaðallegaver- ið nefndar. Annars vegar er alveg ný vísitala, sem nefnd hefurverið húsnæðisvísitala, og sett er sam- an úrframfærsluvísitölu, bygging- arvísitölu og vísitölu kauptaxta, þar sem hver vísitala vegur þriðj- ung. Þessi vísitala yrði notuð til verðtrygginga á lánum Húsnæð- isstofnunar og hugsanlega á lán- um einhverra lífeyrissjóða, sem lána til húsbygginga. Greiðslur af lánum verðtryggðum eftir þessari nýju vísitölu yrðu jafnara hlutfall af launum en nú er þar sem visitala kauptaxta vægi þar þriðjung, en í núgildandi lánskjaravísitölu vegur vísitala framfærslukostnaðar 2/3 og byggingarvísitala 1/3, en laun koma ekki beint við sögu. Hins vegar er rætt um svokallaða „yngingu" núgildandi lánskjara- vísitölu. í reglum um reikning á lánskjaravísitölu, sem stuttlega var lýst í Vísbendingu 20. ágúst, felst að verðhækkanir koma fram með 50 daga töf að meðaltali. Áhrifin af 14.6% gengisfellingu síðast í maí og 8% launahækkun 1. júní eru því enn að koma fram í septembergildi lánskjaravísitöl- unnar. Eftir nýju reglunum yrði lánskjaravísitala, sem tæki gildi 1. september, reiknuð eftir vísitölu framfærslukostnaðar mældri fyrstu 10 dagana í ágúst og áætl- uðum byggingarkostnaði á sama tíma. Tímatöf verðhækkana í lánskjaravísitölu yrði því ekki um 50 dagar að meðaltali heldur um 30dagar. „Yngingin" virðist því til bóta því að upplýsingar verða betri og reiknireglurnar einfaldari. Á hinn bóginn falla 20 dagar úr verðtryggingu ef af yngingu verð- ur, og er það skilningur manna að þetta 20 daga taþ í verðtryggingu verði að fullu bætt, þegar gamla og nýja vísitalan verða tengdar saman. I töflunni eru sýnd áætluð gildi lánskjaravísitölu út árið 1983, ásamt reiknuðum gildum eftir breyttum útreikningsreglum og húsnæðisvísitölu. I árslok yrði núgildandi lánskjaravísitala um 2.4% hærri en sú yngda, og um 6.9% hærri en húsnæðisvísitala, ef allar byrja á sama gildi í ágúst- mánuði. Dálkarnir aftan við vísi- tölugildin sýna breytingar frá fyrra mánuði (prósentum. 1983 Lánskjara- vísitala l.vís., „yngd“ húsnæðis- vísitala ágúst 727 5.4 727 727 september 786 8.1 775 6.6 752 3.4 október 812 3.3 792 2.2 773 2.8 nóvember 833 2.6 820 3.5 791 2.3 desember 857 2.9 837 2.1 802 1.4 „Stock-index futures“. „Stock-index futures", sem fyrst var farið að versla með í kauphöll- inni í New York í fyrra, eru verð- bréf, sem keypt eru fram í tímann, og miðast við vísitölu hlutabréfa- verðs í kauphöll. Sem dæmi má taka „Composite Index Futures" í kauphöllinni í New York, en þau bréf miðast við vísitölu hlutabréfa- verðs næstum 1500 fyrirtækja. Gengi bréfanna ræðst því af verði hlutabréfa í öllum þessum nærri 1500 fyrirtækjum, en á ekki allt undir velgengi aðeins eins fyrir- tækis eins og þegar um venjuleg hlutabréf í kauphöllum er að ræða. Búist er við að verðbréf ( kauphöllum hækki almennt á næstunni og þvi er talið hag- kvæmt að kaupa „vísitölubréf“ fram í tímann nú. Viðskiptin ganga þannig fyrirjsig|að sé'keypt|nú|fyrir $500 fram á við til september og sé vísitalan 80.00, þá hljóðar samningurinn upp á $40,.000. Hækki nú vísitalan í 81.00, þá er hagnaðurinn $500. Ef vísitalan lækkar í 79.00, þá er um að ræða tap upp á 500 dollara. Endur- greiðsluverð bréfanna er því háð meðalverði hlutabréfa í viðkom- andi kauphöll á þeim tíma sem endurgreiðsla á sér stað. Veruleg aukning hefur átt sér stað í þessum viðskiptum síðan þau hófust í fyrra. Genqi íslensku krónunnar. 31.12.82 kr 01.06.83 kr Breyting trá 31.12.82 % 08.08.83 kr Breyting frá 31.12.82 01.06.83 %% us$ 16.65 27.24 63.60 28.22 69.49 3.60 UK pund 26.83 43.33 61.47 41.58 54.98 -4.02 Kanada$ 13.51 22.14 63.88 22.84 69.06 3.17 DKfí 1.99 3.00 51.08 2.91 46.35 -3.13 NKfí 2.36 3.80 61.23 3.75 59.32 -1.19 SKfí 2.28 3.60 58.39 3.57 57.01 -0.87 Finnskt mark 3.15 4.94 57.10 4.92 56.45 -0.41 Fr. franki 2.47 3.58 44.98 3.47 40.61 -3.02 Bel. franki 0.36 0.54 51.11 6.52 46.70 -2.92 Svi. franki 8.34 12.93 55.18 12.91 54.91 -0.17 Holl. gyllini 6.34 9.55 50.67 9.34 47.33 -2.22 DEM 7.00 10.74 53.34 10.44 49.09 -2.76 ítölsk líra 0.01 0.02 48.81 0.02 45.27 -2.38 Aust. sch. 1.00 1.53 53.25 1.49 49.39 -2.52 Port. escudo 0.19 0.27 46.00 0.23 23.03 -15.73 Sp. peseti 0.13 0.19 45.93 0.19 39.52 -4.39 Jap. yen 0.07 0.11 60.66 0.12 62.56 1.19 írskt pund 23.22 33.93 46.09 33.02 42.17 -2.68 SDfí 18.36 29.20 58.99 29.48 60.52 0.96

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.