Vísbending


Vísbending - 10.08.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.08.1983, Blaðsíða 2
VISBENDING -----5----- Gengi krónunnar síðan 1979. Miklar sveiflur á gengi helstu gjaldmiðla. Frá árinu 1979 hafa orðið ein- hverjar mestu sveiflur á gengi helstu gjaldmiðla síðan fast- gengistímabilið leið undir lok í byrjun síðasta áratugar. Sem dæmi má taka gengi á þýsku marki miðað við dollara. Markið hækkaði um 8.5% á síðari hluta ársins 1979, lækkaði mjög hratt framan af ári 1980, hækkaði síðan fram til júlí og lækkaði því- næst um 30% frá júlí 1980 til ágúst 1981. Margar af Evrópu- myntunum fylgdu markinu að mestu, en sterlingspund, yen og Kanadadollari höguðu sér allt öðru vísi og hvert með sínum hætti. Á slíkum tímum er því ekki auðvelt að stjórna gengismálum smáþjóðar eins og íslendinga, þar sem efnahagslífið er að auki háðara náttúrufarslegum og veðurfarslegum sveiflum en í stærri ríkjum. Eins og línuritin gefa til kynna hafa líka orðið miklar breytingar á gengi helstu gjaldmiðla í krónum síðustu fjögur árin. Annars vegar hefur meðalgengi krónunnar lækkað mikið gagnvart flestum gjald- miðlum vegna miklu meiri hraða verðbólgunnar heima fyrir en víðast annars staðar. Hins vegar hafa gjaldmiðlar hækkað mismik- ið í verði vegna þeirra umbylt- inga á gjaldeyrismarkaði sem vikið var að í upphafi. Verð á erlendum myntum, 1982= 100 Verð á erlendum gjaldeyri í krónum. Verð á dollara var að meðaltali kr. 3,54 á árinu 1979 en var kr. 27,85 í lok júlímánaðar sl. og hafði því margfaldast 7.87 sinn- um frá meðaltalinu 1979. Á sama tíma, þ.e. frá meðaltalinu 1979 til júlíloka 1983, hefur verð á yeni margfaldast 6.88 sinnum, verð á pundi margfaldast 5.63 sinnum, og verð á þýsku marki margfald- ast 5.52 sinnum. í töflunni eru sýnd verð á þessum fjórum myntum að meðaltali (sölu- gengi) á árinu 1979 og í des- emberárin 1980, 1981 og 1982, ásamt stöðunni í júlílok í ár, og prósentuhækkanir frá meðaltali 1979. Þessar myntir og dagsetningar eru að vísu valdar af nokkru handahófi en ættu að nægjatil að sýna hve mikil skekkingin milli gengis þessara gjaldmiðla hefur orðið síðan 1979, en sú „skekk- Lógariþmaskali á lóörétta ás ing“ er aðallega til komin vegna innbyrðis hreyfinga milli gengis þessara mynta eins og að ofan greinir. Þegar höfð eru í huga lán í þessum gjaldmiðlum og að auki tekið tillit til þess hve vaxta- munurinn milli gjaldmiðlanna er mikill er Ijóst hve mikilvægt er að veðja á réttan gjaldmiðil eða blöndu, þegar erlend lán eru tekin. Skrikkjottur ferill meðalgengis og raungengis krónunnar. Hitt atriðið þessu tengt, sem ætl- unin var að fjalla um hér, er hinn skrikkjótti ferill meðalgengis krónunnar, en þar er ekki eins hægt að skella skuldinni á inn- byrðis hreyfingar milli erlendra mynta. Á þessu tímabili eru tvö skeið þar sem ákveðið var að halda gengi krónunnar alveg föstu (frá maílokum 1983 og frá byrjun árs 1981). Þáeru á þess- um árum einnig nokkrar gengis- 1979 1980 des. % 1981 des. % 1982 des. % 1983 29.7. % dollari 3.54 5.96 68.4 8.21 132 16.47 365 27.85 687 yen 0.016 0.028 75.0 0.038 138 0.068 325 0.11 588 UKpund 7.52 13.96 85.6 15.66 108 26.66 255 42.37 463 DEM 1.91 3.03 58.6 3.64 91 6.81 257 10.54 452 Gengi nokkurra gjaldmiðla. 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1981 1982 I II III IV I II US$/UK pund . 1.81 1.75 1.92 2.12 2.33 2.03 1.75 2.31 2.08 1.84 1.88 1.85 1.78 DKR/$ 6.05 6.00 5.51 5.26 5.64 7.12 8.33 6.47 7.15 7.64 7.24 7.77 8.11 IKR/$ 1.82 1.99 2.71 3.53 4.80 7.22 12.35 6.40 6.92 7.62 7.96 9.67 10.67 NKR/$ 5.46 5.32 5.24 5.06 4.94 5.74 6.45 5.35 5.68 6.09 5.84 5.95 6.08 SKR/$ 4.36 4.48 4.52 4.29 4.23 5.06 6.28 4.55 4.88 5.30 5.52 5.74 5.90 Fr. frankar/$ . .. 4.78 4.91 4.51 4.25 4.23 5.43 6.57 4.86 5.42 5.81 5.65 5.99 6.28 Svi. frankar/$ .. 2.50 2.40 1.79 1.66 1.68 1.96 2.03 1.90 2.03 2.10 1.83 1.87 1.99 Holl. flor./$ .... 2.64 2.45 2.16 2.01 1.99 2.50 2.67 2.28 2.53 2.70 2.47 2.58 2.64 DEM/$ 2.52 2.32 2.01 1.83 1.82 2.26 2.43 2.09 2.28 2.43 2.24 2.35 2.38 Yen/$ 297 269 210 219 227 221 249 206 220 232 225 233 244

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.