Vísbending


Vísbending - 10.08.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 10.08.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING & VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL W 4-1 10. ÁGÚST 1983 Hrávörumarkaður: Miklar og illfyrirsjáanlegar sveiflur. Viðskípti fram í tímann á hrávörumarkaði. Viðskipti með hrávörur fram í tírnann eru einhver þau áhættu- sömustu sem um getur. Samn- ingur er gerður um afhendingu á vörum á ákveðnum degi í fram- tíðinni gegn tiltekinni greiðslu á þeim tíma,' en greiðsla við gerð samnings er oft ekki nema 5- 10% af heildarupphæð. Flestir sem kaupa vörur fram í tímann kaupa í von um hagnað af endur- sölu, fremur en til notkunar. Skoðanakönnun Wall Street Journal. Wall Street Journal birtir tvisvar á ári, í janúar og júlí, skoðanir um 20 sérfræðinga blaðsins í verði á hrávörum á því hvaða hrávörur þeir telji best að kaupa eða selja á næstunni. Nú í júlí vildu þeir flestir kaupa soyabaunir fram í tímann og næst á listanum voru „stock-indexfutures“ (sjá nánar á baksíðu). Þar á eftir komu bandarísk ríkisskuldabréf, er- lendir gjaldmiðlar, gull og bóm- ull. Það eru hitinn og þurrkarnir í Bandaríkjunum sem valda því að menn búast við hækkandi verði á soyabaunum, en hagvöxtur og bjartari horfur í efnahagsmálum og lífleg kauphallarviðskipti sem valda eftirspurn eftir vísitölu- tengdu hlutabréfunum. Hækkandi verð á hrávörum. Almennt er talið að hrávöruverð sé fremur lágt um þessar mund- ir, og því lögðu sérfræðingar WSJ að mestu leyti til kaup frem- ur en sölu á hrávörum bæði í janúar s.l. og í júlí. En blaðið bendir lesendum sínum á, í gamansömum tón, að betra sé nú að athuga hvernig fyrri spár sérfræðinganna hafi reynst áður en farið sé að fjárfesta. Þannig hafi þeim í janúarspánum 1983 sést yfir þann vöruflokk sem hvað mest hefur hækkað síðan, en það eru landbúnaðarvörur. Verð fram í tímann á sykri hækk- aði t.d. um 42%, verð fram í tím- ann á kakói um 30%, 20% á maís og 20% á soyabaunum. Flestir sérfræðinganna veðjuðu hins vegar á kopar, sem að vísu hækkaði verulega frá 10. janúar til febrúarloka, en lækkaði síðan aftur. Sá sem hefði keypt fyrir $800 10. janúar og selt í febrúar- lok hefði getað hagnast um $1912, en stæði á sléttu, ef hann seldi núna. Gull, sem næstflestir spámanna WSJ veðjuðu á, hefur lækkað í verði. Flins vegar hafa „stock-index futures" hækkað um 15% og japanska yenið um 7%. Hækkar verð á soyabaunum? Gangi spár um hærra verð á soyabaunum eftir eru það góð tíðindi fyrir íslendinga, en sumir sérfræðingar telja að verðið gæti hækkað um 15-20% á næstu 6 mánuðum. Úr soyabaunum er framleitt soyabaunamjöl, sem er notað til dýraeldis sem prótín- gjafi og keppirviðfiskmjöláþeim markaði. Flagur landsmanna af verðhækkun fiskmjöls er aug- Ijós. Auk þess gæti hærra verð á fóðri valdið hærra kjötverði og síðar hærra verði á fiski þar sem fiskur og kjöt eru samkeppnis- vörur. Meðfylgjandi tafla sýnir viðmiðunarverð frá 29. júlí á soyabaunamjöli fram í tímann, mv. 100 tonn, $ pr. tonn: afhending verð áætl. vextir september 201.50 8.8 október 204.50 5.5 desember 209.50 17.3 Aðrar verðhækkanir. Af öðrum verðum fram í tímann má nefna að búist er við að „stock-index futures" gætu hækkað um allt að 20% til ára- móta og sykur um allt að 45% til áramóta vegna þurrka og lélegr- ar uppskeru. Ef vextir lækka í Bandaríkjunum, eins og sumir búast við, gæti verð á ríkis- skuldabréfum þar hækkað um 10-15%. Þá má nefna að sömu sérfræðingar spá lækkun dollar- ans á næstu 6 mánuðum og hækkun yens, svissneskafrank- ans og DEM um í kringum 20% á næstu 6 mánuðum. Efni: Hrávörumarkaður 1 Gengi krónunnar frá 1979 2 Meðalgengi, raungengi 3 Breytingar á lánskjaravísitölu 4 „Stock-index futures“ 4 Töflur: Gengi nokkurra gjaldmiðla 2-3 Gengi krónunnar 4 Ritstj. og áb.m.: Sigurður B. Stefánsson Útgefandi: Kaupþing hf Húsi Verslunarinnar Kringlumýri 108Reykjavík Sími: 8 69 88 Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með Ijósmyndun, hljóðrit- un, eða á annan hátt, að hluta eða í heild, án leyfis útgefanda. Umbrotog útlitshönnun: Kristján Svansson Setning og prentun: ísafoldarprentsmiðja

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.