Vísbending


Vísbending - 17.08.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 17.08.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL _ 5-1 17. ÁGÚST 1983 Baridaríkjadollari: Háa gengið gæti haldist áfram. Gengi á dollara með hæsta móti. Gengi dollarans er um þessar mundir hærra gagnvart frönskum frönkum en nokkru sinni áður og hærra gagnvart þýsku marki en það hefur verið í um 9 ár. Meðalgengi dollarans vegið gagnvart 15 gjaldmiðlum er 22-23% hærra en eftir gengisfellingu dollarans í febrúar 1973. Menn greinirá um áframhaldið og var í Vísbend- ingu 20.7. og 27.7. greint frá rökum hvors hóps um sig, þeirra sem telja að hátt gengi haldist og hinna, sem sjá fram á 15-20% lækkun gagnvart sterkustu gjaldmiðlum á næsta misseri. Ef dæma má af fréttum virðist þeim þó vaxa ásmegin sem telja að hátt gengi geti haldist áfram. Vegna óvissunnar í gengismál- um mun ráðlegast, þegar gera þarf samninga í erlendri mynt, að miða við fleiri en eina mynt eða samsetta mynt (sjá baksíðu), ef unnt er, til að draga úr áhættu. Hvað gerist á næstunni? Martin Feldman, helsti ráðgjafi Reagans forseta í efnahagsmál- um, lítur svo á að naumast sé unnt að slá því föstu að dollarinn sé nú „of hátt“ skráður. Gengi dollarans ræðst á frjálsum mark- aði, en fer ekki eftir hagfræði- legum niðurstöðum um halla á vöruskiptajöfnuði eða öðrum reikningum. Samkvæmt útreikningum þar sem tekið er tillit til vöruskipta- halla Bandaríkjamanna og greiðsluhalla er gengið á dollara nú um 20% of hátt, ög ætti því að fara lækkandi. Vissulega vega þessi rök nokkuð, en skýringar þeirra, sem halda því fram að gengi dollarans sé ekki of hátt og geti því vel haldist áfram hátt sýnast ekki síður vel rökstuddar. Efnahagslíf er nú í miklum upp- gangi í Bandaríkjunum, verð- bólga hefur minnkað, vextir eru langt yfir verðbólgu og vöxtur peningamagns er undir stöðugu eftirliti þótt sumir álíti hann of háan. Auk þess er álitið að doll- aratekjur séu vantaldar á þjón- ustu- og fjármagnsreikningi (sjá nánar í Vísbendingu 20.8.). Forsendur lækkandi gengis doll- ara eru þær að vextir í Bandaríkj- unum lækki (með lækkandi verðbólgu, auknum hagvexti og minni halla á ríkissjóði) og að stjórnmálaástandið í heiminum haldist fremur stöðugt. Órói á vettvangi stjórnmála veldur óvissu og óvissu fylgir meiri eftirspurn eftir dollurum. Að lokum má nefna að gífurlegar skuldir þróunarríkjanna í doll- urum valda stöðugri eftirspurn eftir dollurum. Áhrif af hágengi dollarans. Ef gengi dollarans helst hátt áfram og vextir þar með háir, gæti dregið úr þeirri framleiðslu- aukningu, sem vonast er eftir í Evrópu. Á móti kemur, að hátt dollaragengi auðveldar öðrum þjóðum að selja vörurtil Banda- ríkjanna. En bandarískar vörur í öðrum löndum verða dýrar og því er hætt við samdrætti á út- flutningi Bandaríkjamanna. Auk þess auka hágengið og háir vextir á vanda þeirra þjóða, sem skulda mikið í dollurum, sérstak- lega ef útflutningstekjur eru að meirihluta í veikari gjaldmiðlum en dollarinn. Efni: Bandaríkjadollari 1 Sala á saltfiski 2 Ítalía, Spánn og Portúgal 3 SDRogECU 4 Töflur: Gengi nokkurra gjaldmiðla 2-3 Gengi krónunnar 4 Ritstj. og áb.m.: Sigurður B. Stefánsson Útgefandi: Kaupþinghf Húsi Verslunarinnar Kringlumýri 108 Reykjavík Sími: 8 69 88 Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með Ijósmyndun, un, eða á annan hátt, að hluta eða í heild, án leyfis útgefanda. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson Setning og prentun: Isafoldarprentsmiðja

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.