Vísbending


Vísbending - 17.08.1983, Blaðsíða 4

Vísbending - 17.08.1983, Blaðsíða 4
VÍSBENDING Samsettu myntirnar SDR og ECU. Til eru tvær svokallaðar sam- settar myntir, SDR eða “Special Drawing Rights" og ECU eða “European Currency Unit". SDR á rætur sínar að rekja til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en ECU til Efnahagsbandalags Ev- rópu, EBE. SDR kom fyrst til sögunnar 1968 og var verðið upphaflega miðað við gull. Árið 1974 var tekin upp viðmiðun við mikilvæga gjald- miðla á alþjóðlegum markaði. Á árunum 1974 til 1980 var miðað við 16 gjaldmiðla, en innbyrðis vægi myntanna var breytt 1978. Til að stuðla að aukinni út- breiðslu á SDR og til að auðvelda mönnum notkunina var í árs- byrjun 1981 tekin upp viðmiðun við gjaldmiðla þeirra fimm þjóða, sem hæst bar f milliríkjavið- skiptum á árunum 1975-79. Gengi á SDR tiltekinn dag fæst með því að taka gengi myntanna þann dag mv. dollara og marg- falda með einingunum í dálknum til hægri og leggja margfeldin saman. Síðan er hægt að finna nýjar vogir mv. þetta gengi á SDR. Samsetning SDR 1 janúar1981 var sem hér segir: Mynt Vægi, % í einu SDR er US$ 42 0.54 DM 19 0.46 Yen 13 34.00 Fr. franki 13 0.74 St. pund 13 0.071 EMS eða European Monetary System er gjaldeyriskerfi sem sett var á laggirnar árið 1979 með þátttöku allra Efnahags- bandalagsríkjanna nema Bret- lands og Grikklands. Markmiðið var að stuðla að betra jafnvægi f gengismálum aðildarríkjanna. ECU, European Currency Unit, mynteining EBE-landanna, ef svo mætti að orði komast, er samsett úr níu evrópumyntum. Hvert ríki ákveður gengi gjald- miðils síns m.v. ECU, og í EMS gjaldeyriskerfinu verður frávik hverrar myntar frá því gengi að vera innan við 2,25% í hvora átt. Frávik lírunnar má þó nema 6% í hvora átt. í einu ECU eru 0,828 DM, 1,15 franskir frankar, 0,885 sterlingspund, 0,286 hollenskar flórínur, 3,66 belgískir frankar, 109 lírur, 0,217 danskar krónur, 0.00759 írsk pund og 0,44 Lux- emborgarfrankar. Kosturinn við samsettu mynt- irnar er að vegna þess að margar myntir koma við sögu er minni gengishætta fólgin í því að miða fjárskuldbindingar við SDR eða ECU heldur en við eina mynt. Notkun þeirra í miiliríkjavið- skiptum hefúr mjög breiðst út á undanförnum árum. Gengi íslensku krónunnar. 31.12.82 kr 01.06.83 kr Breyting frá 31.12.82 % 15.08.83 Breyting trá 31.12.82 01.06.83 % % us$ 16.65 27.24 63.60 28.20 69.36 3.52 UK pund 26.83 43.33 61.47 42.01 56.57 -3.04 Kanada$ 13.51 22.14 63.88 22.84 69.05 3.16 DKR 1.99 3.00 51.08 2.90 45.95 -3.39 NKR 2.36 3.80 61.23 3.76 59.51 -1.07 SKR 2.28 3.60: 58.39 3.57 56.70 -1.07 Finnskt mark 3.15 4.94 57.10 4.90 55.68 -0.90 Fr. franki 2.47 3.58 44.98 3.47 40.39 -3.17 Bel. franki 0.36 0.54 51.11 0.52 46.47 -3.07 Svi. franki 8.34 12.93 55.18 12.99 55.89 0.46 Holl. gyllini 6.34 9.55 50.67 9.32 46.96 -2.46 DEM 7.00 10.74 53.34 10.43. 48.96 -2.84 ítölsk líra 0.01 0.02 48.81 0.02 44.94 -2.60 Aust. sch. 1.00 1.53 53.25 1.48 49.13 -2.69 Port. escudo 0.19 0.27 46.00 0.23 22.43 -16.14 Sp. peseti 0.13 0.19 45.93 0.19 39.67 -4.29 Jap. yen 0.07 0.11 60.66 0.11 61.86 0.75 írskt pund 23.22 33.93 46.09 32.96 41.94 -2.84 SDR 18.36 29.20 58.99 29.49 60.57 0.99

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.