Vísbending


Vísbending - 24.08.1983, Qupperneq 2

Vísbending - 24.08.1983, Qupperneq 2
VÍSBENDING 2 Þjodarbúskapur á íslandi: Eru umskipti 7 vændum? Vaxandi verðbólga, erlendar skuldir og þverrandi hagvöxtur á árunum 1980 til 1983. í næsta tölublaði Vísbendingar, sem út kemur 31. ágúst, verður birt spá um verðbólguna til árs- loka 1984. Þessi spá er reiknuð eftir gefnum forsendum bæði um launahækkanir og gengis- breytingar á árinu 1984, og um ytri aðstæður, svo sem aflabrögð og viðskiptakjör. Hér er að finna yfirlit um hagstærðir, sem sýnir stöðuna eins og hún blasir við nú. Frá árinu 1980 hefur hag- þróun á íslandi einkennst af minnkandi hagvexti, vaxandi erlendum skuldum og verð- bólgu. Vonir standa til, að á árinu 1983 verði umskipti til hins betra. Útflutningur fer vaxandi og nokkuð hægir á verðbólgu á seinni hluta ársins. Tölur ársins 1983 munu þó ekki allar sýna umskipti. Verðbólga milli áranna 1982 og 1983 verður meiri en nokkru sinni fyrr og erlendar skuldir, sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu, hækkalfka. Áherslur í efnahagsmálum. Megináhersla í efnahagsmálum á árinu 1984 hlýtur því að verða lögð á að - stöðva skuldasöfnun í útlöndum - draga úr verðbólgunni - auka hagvöxt á nýjan leik. Til þess árangur sjáist, einkum í fyrri atriðunum tveimur, þarf að - minnka hallann í viðskiptum við útlönd (t.d. eyða honum alveg) , - gæta þess að raunvextir séu ekki neikvæðir - hafanákvæmargæturáþviað peningar í umferð aukist ekki um of. Viðskiptajöfnuður. Mikill halli á viðskiptum við útlönd á síðasta ári (10% af vergri þjóðarframleiðslu, VÞF) stafaði bæði af auknum innflutn- ingi og samdrætti í útflutningi. Viðskiptajöfnuður er munurinn á greiðslum frá útlöndum fyrir vörur og þjónustu og greiðslum til útlanda fyrir vörur og þjónustu, þar með taldir vextir af erlendum skuldum. Viðskiptahalli er þvf mælikvarði á hreina aukningu í erlendum skuldum, en hægt er að greiða niður erlendar skuldir, ef afgangur er. Þjóðhagsstofnun telur að hallinn á viðskiptum við útlönd minnki úr 10% af VÞF í fyrra í um 2-3% í ár, bæði vegna meiri útflutnings en í fyrra og minni innflutnings. Miðað er við að viðskiptakjör á næsta ári hald- ist svipuð og nú er eða heldur betri, og að aflabrögð verði með líkum hætti og í ár. Til að hallinn minnki enn á árinu 1984 þarf - raungengi að haldast lágt (t.d. svipað og í ár) - háa raunvexti (hærri en í ár) - kaupmáttur kauptaxta að haldast svipaður og í ár. Ríkissjóður. Halli á rekstri ríkissjóðs, sem fjármagnaður er með nýjum peningum frá Seðlabanka, hefur sum undanfarin ár verið mikil- væg orsök peningamyndunar og þenslu, og eru árin 1974, 1975 og hugsanlega 1983 einna verst. á peningaþenslu, vegna þess að halli fer venjulega vaxandi framan af ári, en lækkar á síðari hluta árs. Staða ríkissjóðs við Seðlabanka í maílok undanfarin ár er sýnd í töflunni. Staðvirtu tölurnar bera með sér, að ár.ið 1983 er líkt árinu 1979 hvað þetta varðar. Lán Seðlabanka til ríkissjóðs auka við grunnfé. Þessar tölur gefa þó ekki rétta mynd af peningamyndun af opinberum rekstri. Veigamiklar opinberar framkvæmdir eru ekki skráðar í A-hluta ríkisreiknings, en fjár til slikra framkvæmda er að miklu leyti aflað með lán- tökum í útlöndum. Vextir. Við fjárfestingarákvarðanir skiptir mestu máli hvaða raun- vöxtum búist er við á næstunni, og þar með hvaða verðbólgu menn eiga von á. Þegar litið er á Lán Seðlabanka til ríkissjóðs Staða í lok mánaðar. Milljónir Lánskjaravfsitala, Áverðlagi króna maf 1979=100 maí1979 maí 1979 .............. 349 100 349 maí 1980 .............. 355 158 225 maí 1981 459 246 187 maí 1982 .............. 342 356 96 maí 1983 ............. 1099 625 369 Árslokatölur gefa þó ekki alltaf þjóðarbúið í heild þarf líka að rétta mynd af áhrifum ríkissjóðs taka tillit til allra lánaforma sem

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.