Vísbending


Vísbending - 31.08.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 31.08.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 7.1 31. ÁGÚST 1983 Verðbólgan: Spá til ársloka 1984. Helstu niðurstöður. Launahækkanir á næsta ári þyrftu aö veröa 65-70% til aö kaupmáttur kauptaxta á árinu 1984 nái sama meðaltali og í ár. Kaupmáttur kauptaxta í ár er aö meðaltali um 82 miöaö við 100 að meðaltali árið 1982. Til þess aö ná þessum kaupmætti á næsta ári þyrfti aö hækka kaup- taxta um 18-20% í mars, í júní og í október. Þá er átt viö kauphækkanir, sem samið yrði um í kjarasamning- um, en ekki verðbótahækkanir samkvæmt vísitölukerfi, þarsem vísitölubinding launa var með bráðabirgðalögum í maílok af- numin og bönnuð til 1. júní 1985. Miðað er við kauþmátt kauptaxta í árántillits til mildandi efnahags- aðgerða stjórnvalda til að draga úr áhrifum af skerðingu kaup- máttar á þá sem lægst laun hafa. Verðbólga frá upphafi til loka næsta árs miðað þessar for- senduryrði 50-55%, en á hraðri uþpleið á síðari hluta ársins. Til þess að kaupmátturkauptaxta haldist að meðaltali hinn sami á árinu 1984 og í ágúst í ár þyrftu kauptaxtar að hækka um liðlega 45% yfir árið. Kaupmáttur í ágúst var 76 miðað við 100 árið 1982, og til þess að halda honum á næsta ári þyrftu kauphækkanir að vera u.þ.b. 14% í mars, í júní og í október. Verðbólgan frá upphafi til loka ársins yrði þá um 35-38%, en færi heldur vaxandi á síðari hluta ársins. Ef kaupmáttur kauptaxta helst að meðaltali hinn sami á árinu 1984 og á síðustu mánuðum þessa árs, þ.e.a.s. um 73 miðað við 100 árið 1982, þyrftu launataxtar að hækka um 28-30%, til dæmis um 8-9% í mars, júní og í októ- ber. Verðbólgan frá upphafi til loka ársins yrði þá um 26-28%, en yrði nokkuð stöðug undir lok ársins. Sé á hinn bóginn reiknað með að kaupmáttur launataxta verði hærri á næsta ári en að meðaltali í ár, til dæmis svipaður og í maí s.l., en þá var kaupmáttur um 84 miðað við 100 árið 1982, þyrfti mjög háar launahækkanir á næsta ári. Með slakri peninga- mála- og fjármálastjórn, sem leyfði slíkar hækkanir, mætti búast við að verðbólgan undir lok ársins 1984 yrði komin í svip- aðan farveg og í upphafi árs 1983 og stefndi hratt upp á við. Helstu forsendur verðbólguspár. í töflunni neðst á bls. 2 og 3 eru sýndar breytingar framfærslu- vísitölu, byggingarvísitölu og lánskjaravísitalna til desember 1984. Það tilvik, sem sýnt er í töflunni er miðað við um 14% kauphækkun í mars, í júní og í október 1984. Gert er ráð fyrir heldur meiri hækkun útflutnings- verðlags en innflutningsverð- lags á næsta ári, þ.e. batnandi viðskiptakjörum, og þar af leið- andi nokkru hærra raungengi að meðaltali en í ár. Að öðru leyti er miðað við að litlar breytingar verði á ytri skilyrðum. (Um gengi dollarans, sjá „Gengi dollarans og meðalgengi"). Efrti: Verðbólgan 1983-1984 1-3 Gengi dollarans og meðalgengi 2 Bandaríkjadollari í ágúst 4 Töflur: Framfærsluvísitala, bygg- ingarvísitala og lánskjaravísi- tölur til desember 1984 2-3 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Ritstj. og áb.m.: Siguröur B. Stefánsson Útgefandi: Kaupþing hf Húsi Verslunarinnar Kringlumýri 108ReyKjavik Sími: 8 69 88 Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti, svo sem með Ijósmyndun, hljóörit- un, eða á annan Irátt. að hluta eða i heild, án leyfis útgefanda. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson Setning og prentun: isafoldarprentsmiðja Verðbólgan 1982-1984. 12 mánaða breytingar framfærsluvísitölu. <nn% ... Kau Í001 % pmáttur h . auptaxta, meðaltöh S&STSS / spá N. 1983 1984 60- \ hærra tilvik / 50- V \y 30- miðspá '' lægra tilvik I l I M | II I II 1982 I I I I I | I I I l I 1983 I i I I I I l I I l I 1984 Skýringar. Miðspá er sú verðbólguspá, sem sýnd er í tölum í töflunni á bls. 2 og 3. Miðað er viðl 4% launahækkun I mars, í júni og i október og svipaðan kaupmátt kaup- taxta (án tillits til mildandi ráðstafana) og í ágúst I ár. Hærra tilvikið miðast við að halda nokkurn veginn sama kaupmætti kauptaxta 1984 og að meðaltali í ár. Lægra tilvikið miðast við að kaupmáttur launataxta á síðustu mánuðum þessa árs haldist að meðal- tali á árinu 1984.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.