Vísbending


Vísbending - 31.08.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 31.08.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING __________________________________________2 Verbbóigan frh. Sagan segir okkur að launa- stefna sé ekki einhlít til árangurs í viðureign við verðbólgu nema um skamma hríð. í þessum tölum, sem sýna ört hjaðnandi verðbólgu, er því gert ráð fyrir mjög harðri aðhaldsstefnu stjórnvalda í peningamálum, fjármálum, og gengis- og vaxta- málum. Nánar kemur fram í 6. tbl. Vísbendingar hvað hér er átt við. Stefna ríkisstjórnarinnar í fjármálum og peningamálum á næsta ári liggur enn ekki fyrir, en skýrist væntanlega með fjárlaga- frumvarpi og þjóðhagsáætlun, sem lögð verða fram á Alþingi í október. Frekari skýringar á forsendum um raungengi, kaupmáttog pen- ingastefnu koma fram á myndum í opnunni og texta með þeim. Um óvissu í verðbólgureikning- unum. Óvissa í verðbólgutölum til febrúar- eða marsmánaðar á næsta ári er tiltölulega lítil og aðallega tengd gengi, vegna þess að launataxtar eru lög- bundnir til 31. janúar 1984 með 4% hækkun 1. október. Reiknað er með nálægt 7% hækkun á verði á erlendum gjaldeyri fram í febrúar á næsta ári, og er þá raungengi orðið næstum jafnhátt og að meðaltali á árinu 1982. (Sjá nánar um raungengi í Vís- bendingu 2.1). Eftir 1. febrúar 1984 þegar allir kjarasamningar í landinu eru lausir, hlýtur að ríkja allmikil óvissa um framvindu verðlags- mála. Reiknuð hafa verið nokkur tilvik um launabreytingar á næsta ári, eins og greint var frá í inn- gangi og fram kemur á línuriti á bls. 1, sem sýnir 12 mánaða breytingar framfærsluvísitölu 1982 til 1984. Línuritið sýnir glögglega hve mjög verðbólga í lok árs 1984 er háð niðurstöðum kjarasamninga. Kjarasamningar hljóta hins vegar að vera háðir þeirri festu sem stjórnvöld sýna í efnahagsmálum á haustmán- uðunum. Verðbólgusþáin, sem hér birtist, verður endurskoðuð og leiðrétt eftir því sem þurfa þykir og nýjar upplýsingar berast. Lánskjara vísitalan. í töflunni á bls. 2 og 3 eru sýndar breytingar lánskjaravísitölu bæði eftir þeim reiknireglum, sem gilt hafa fráárinu 1979 og eftir „yng- ingu". í „yngingu" lánskjaravísi- tölunnar, sem sagt var frá í Vís- bendingu 10. ágúst s.l., felst að upplýsingar um verð á vörum og þjónustu, sem lánskjaravísitalan Gengi dollarans og meðalgengi. Það mun láta nærri að greitt sé fyrir um það bil helming af útflutningi fslendinga í dollurum, en við borg- um hins vegar miklu lægra hlutfall innflutnings í dollurum. Þess vegna batna viðskiptakjör okkar ef dollar- inn hækkar í verði miðað við aðra gjaldmiðla, einkum Evrópugjald- miðlana. Það gengi sem lagt er til grundvallar í verðbólguspánum er meðalgengi allra mynta. Til dæmis er gert'ráð fyrir að meðalgengi verði um 35% hærra f desember 1984 en í desember í ár. Ef gengi dollarans breytist lítið miðað við Evrópumyntir, má gera ráð fyrir svipaðri breytingu á gengi dollarans og á meðalgengi. Ef doll- arinn hækkar í verði miðað við Evr- ópumyntir, er líklegt að dollarinn hækki meira í verði f krónum en meðalgengi og Evrópumyntirnar minna. (Sjá til dæmis breytingar síðan 1.6.83 í „Ge’ngi íslensku krónunnar"). Ef gengi dollarans fellur að marki miðað við Evrópugjaldmiðlana rýrna viðskiptakjör þjóðarinnar og má þá að öðru óbreyttu reikna með örari lækkun meðalgengis en ella. í verðbólguspánni, sem sýnd er í opnunni, er gengið út frá því að ekki verði mikil breyting á gengi dollara miðað við aðrar myntir, þ.e. að verð á krónunni m.v. dollara breytist líkt og verð á krónunni m.v. aðra gjald- miðla að meðaltali. Framfærsluvísitala, byggingarvísitala og iánskjaravísitaia. 1983 spa tu arsioKa ísoa. Framfærsluvísitala vísitala, 1.1.1981=100 ... br. frá síðasta mán br. síðustu 3 mán br. síðustu 12 mán júlí ágúst sept okt nóv des 350 6,4 23 101 362 3,4 21 101 372 2,3 13 93 385 3,5 10 90 393 2,1 9 87 402 2,3 8 83 Byggingarvísitala vísitala, 1.10.1975=100 .. 2076 2161 2233 2287 2307 2332 br. frá síðasta mán 4,6 4,1 3,3 2,4 0,9 1,1 br. síðustu 3 mán 17 17 17 10 6,8 4,4 br. síðustu 12 mán 82 80 73 72 70 69 Lánskjara vísitala vísitala, 1.6.1979=100 ... 690 727 786 812 830 861 br. frá síðasta mán 5,2 5,4 8,1 3,3 2,3 3,7 br. síðustu 3 mán 21 20 20 18 14 10 br. síðustu 12 mán 85 88 96 92 87 83 Lánskjaravísitala, „yngd“ vísitala, 1.9.1983=764 ... br. frá síðasta mán br. síðustu 3 mán 764 5,1 784 2,6 803 2,4 821 2,2 7,4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.