Vísbending


Vísbending - 31.08.1983, Qupperneq 4

Vísbending - 31.08.1983, Qupperneq 4
VÍSBENDING BandaríkjadoHari: Mikil hækkun gengis í ágúst, síðan lækkun. Vextir stærstu banka f Bandaríkj- unum hækkuðu 8. ágúst um 0,5% í 11 % til stórra lántaka (prime rate). Búist hafð' verið við vaxtahækkun í nokkurn tíma, en almennt höfðu vextir ekki hækkað í 18 mánuði í Bandaríkjunum. Dollarinn hækkaði þá í tæplega DM 2,70 og hafði ekki verið hærra skráður í 9 ár. Daginn eftir lækkaði hann aðeins og féll vísitala meðalgengis dollarans úr 129,4 í 129. Síðan tók við snögg hækkun í DM 2,72, hæsta gengi í næstum 10 ár. Ástæðurnar voru taldar að seðla- bankar í Evrópu höfðu dregið úr stuðningi við myntir sínar, og tregða Þjóðverja til að hækka vexti og draga þannig úr vaxtamuninum á milli þýska marksins og dollarans. Hæsta gengi dollarans m.v. DM var skráð þann 11. ágúst, DM 2,7430, en síðan tók við lækkun, að miklu leyti vegna spákaupmanna, sem höfðu keypt dollara nokkrum dögum fyrr á um DM 2,70, en tóku að selja aftur. Verðbréf í kauphöllum í London og New York hækkuðu mikið um miðjan ágústmánuð, aðallega vegna þess að frekari vaxtahækkun var þá talin ólíklegri en áður. Gengi dollarans tók þá að lækka, fyrst hægt, en síðar hraðar I DM 2,66 og meðalgengið í 128,5 en hæst hafði meðalgengið, eins og Englands- banki reiknar það, farið í næstum 131. Þann 17. ágúst lækkuðu skammtímavextir í Bandaríkjunum nokkuð og lækkaði þá gengi dollar- ans hratt í DM 2,63, en helstu gjald- eyrisviðskipti voru þá kaup á DM fyrir dollara. Virðist nú hafa hægt á sveiflum á gengi dollarans í bráð og bíða menn átekta eftir að línur skýrist betur. í vaxandi mæli er litið svo á, að hágengi dollarans muni haldast enn um sinn, bæði vegna vaxta- munarins milli dollarans og annarra mynta og vegna þess að ríkissjóður í Bandaríkjunum verður fyrirsjáan- lega í mikilli fjárþörf á næstu árum, og sú fjárþörf eykur líkurnar á háum vöxtum á fjármagnsmarkaði í Bandaríkjunum. Gengi nokkurra gjaldmiðla. 1982 1983 s 0 N D J F M 4 31.5. 30.6. 29.7. 2.8. 29.8. US$/UK pund . 1.71 1.70 1.63 1.62 1.57 1.53 1.49 1.54 1.61 .1.53 1.52 1.51 1.50 DKR/$ 8.79 8.91 8.96 8.92 8.41 8.57 8.62 8.65 9.03 9.16 9.51 9.57 9.62 IKR/$ 14.45 15.16 16.07 16.42 I8.44 19.18 20.63 21.39 27.10 27.45 27.85 27.95 28.13 NKR/$ 6.89 7.17 7.24 7.03 7.04 7.11 7.17 7.14 7.14 7.31 7.38 7.44 7.46 SKR/$ 6.22 7.15 7.51 7.35 7.32 7.43 7.48 7.48 7.54 7.65 7.74 7.78 7.87 Fr. frankar/$ . . . 7.06 7.15 7.21 6.85 6.77 6.88 7.01 7.32 7.56 7.65 7.94 8.01 8.08 Svi. frankar/$ . . 2.14 2.17 2.20 2.05 1.97 2.02 2.06 2.06 2.09 2.11 2.13 2.14 2.18 Holl. flor./$ .... 2.74 2.76 2.79 2.67 2.63 2.68 2.68 2.75 2.83 2.86 2.95 2.98 3.00 DEM/$ 2.50 2.53 2.61 2.42 2.39 2.43 2.41 2.44 2.52 2.55 2.64 2.66 2.68 Yen/$ 263 271 265 243 233 236 238 238 239 240 242 242 246 Gengi íslensku krónunnar. 31.12.82 kr 01.06.83 kr Breyting Irá 31.12.82 % 29.08.83 kr Breyting frá 31.12.82 01.06.83 %% US$ 16.65 27.24 63.60 28.13 68.95 3.27 UK pund 26.83 43.33 61.47 42.13 57.01 -2.76 Kanada$ 13.51 22.14 63.88 22.86 69.20 3.25 DKR 1.99 3.00 51.08 2.92 47.28 -2.51 NKfí 2.36 3.80 61.23 3.77 60.04 -0.75 SKfí 2.28 3.60 58.39 3.57 57.04 -0.86 Finnskt mark 3.15 4.94 57.10 4.91 55.95 -0.73 Fr. franki 2.47 3.58 44.98 3.48 40.94 -2.79 Bel. franki 0.36 0.54 51.11 0.52 46.70 -2.92 Svi. franki 8.34 12.93 55.18 12.89 54.59 -0.38 Holl. gyllini 6.34 9.55 50.67 9.38 47.89 -1.84 DEM 7.00 10.74 53.34 10.50 49.85 -2.26 ítölsk líra 0.01 0.02 48.81 0.018 44.69 -2.77 Aust. sch. 1.00 1.53 53.25 1.50 51.15 -1.37 Port. escudo 0.19 0.27 46.00 0.228 23.30 -15.55 Sp. peseti 0.13 0.19 45.93 0.186 40.35 -3.82 Jap. yen 0.07 0.11 60.66 0.114 61.38 0.45 írskt pund 23.22 33.93 46.09 33.21 42.99 -2.12 SDR 18.36 29.20 58.99 29.55 60.90 1.20

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.