Vísbending - 14.09.1983, Page 3
VÍSBENDING
3
anir en sem nemur 80% af
verðhækkunum á síðasta tíma-
bili eru ekki leyfðar, og ná lögin
til allra launþega.
Talið er að Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn hafi krafist mjög
harðra aðgerða í verðbólgumál-
um á næsta ári, en óumflýjan-
legt sýnist að verðbólgan nálg-
ist 160% í árslok í ár, eins og
fyrr segir (sjá mynd). Talið er að
markmiðið sé 70% verðbólga í
árslok 1984, en ekki munu allir
á eitt sáttir um hvort það sé
raunhæft markmið í Ijósi þess
stjórnarfars sem nú ríkir í Brasi-
líu. Búist er við miklum sam-
drætti í framleiðslu í ár og
næsta ár, en 1984 yrði þá fjórða
samdráttarárið í röð.
Hallinn á opinberum rekstri eftir
skilgreiningu Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins var um 16% af vergri
þjóðarframleiðslu, en í þeirri
skilgreiningu mun felast öll
lánsfjárþörf ríkissjóðs, ríkisfyr-
irtækja, og bæjar- og sveitarfé-
laga. Þennan halla mun eiga að
minnka um þrjá fjórðu í tveimur
skrefum í ár og á næsta ári. Af-
gangur í vöruskiptum við út-
lönd, áætlaður 6,3 milljarðar
dollara í ár, mun eiga að hækka
í 9 milljarða dollara á næsta ári.
Engu að síður mun áætlað að
hvorki næsta ár né jafnvel 1985
muni Brasilíumönnum unnt að
grynnka á erlendum skuldum;
allur afgangur á vöruskiptum
rennur til greiðslna á vöxtum af
erlendum skuldum. Jafnvel er
talið að enn muni þurfa að auka
erlendar skuldir um 9 milljarða
dollara fyrir árslok 1984, vegna
vaxtagreiðslna.
rýmun sem varð á raunvirði út-
borgunar við vaxandi verðbólgu.
Hluta hækkunarinnar miklu frá
öðrum ársfjórðungi 1981 til þriðja
ársfjórðungs 1982 má hugsan-
lega rekja til þessarar ástæðu. Sé
þetta rétt, ætti samsvarandi lækk-
un að koma fram þegar verðbólga
fer lækkandi.
Hvað gerist á næstunni?
Á minna línuritinu er raunvirði
fasteigna sýnt miðað við fast-
eignasöluvísitölu Fasteignamats
ríkisin„ og byggingarvísitölu.
Miklar sveiflur milli ára eru áber-
andi. Á einun og hálfum áratug
verður auk þess að gera ráð fyrir
breytingum sem hafa áhrif á verð
á fbúðum til frambúðar. Sem
dæmi má nefna nýjungar í bygg-
ingartækni, ný byggingarefni, ný
viðhorf til húsnæðis varðandi
stærð, breyttan efnahag þjóðar-
innar að ótalinni breytingunni á
lánamarkaði frá almennt neikvæð-
um raunvöxtum mestallan síðasta
áratug til víðtækrar verðtrygg-
ingar fjármagns. Sjálfsagt er því
erfitt að bera saman verðlag á
íbúðarhúsnæði á sjöunda ára-
tugnum og á þeim níunda.
Árið 1982 sker sig þó alveg úr.
Raunvirði íbúðarhúsnæðis var þá
svo hátt að lækkun í kjölfarið gat
ekki komið á óvart. Lækkunin
kemur vel fram á síðustu ársfjórð-
ungunum þremur á stærri mynd-
inni. Erfitteraðgerasérgreinfyrir
þróun fasteignaverðs á árinu
1984, en afar ólíklegt virðist að
raunverð á íbúðum hækki næstu
5 til 6 mánuðina. Áframhaldandi
lækkun á raunvirði virðist mun
sennilegri á þessu tímabili.