Vísbending


Vísbending - 28.09.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.09.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL ----------------m—'Æ. SEPTEMBER "TgBTT Mexíkó:_______________________ Snögg umskipti í efnahagsmálum Greiðsluþrot fyrir einu ári Efnahagslíf í Mexíkó var á allra vörum fyrir um þaö bil einu ári, en ringulreið varö í fjármála- heiminum er Mexíkóbúar lýstu yfir aö þeir gætu ekki staöiö viö skuldbindingar vegna erlendra lána sem námu 83 milljörðum dollara. Núþykirallt horfatilbetri vegar í þjóöarbúskapnum í Mexíkó og eru þau straumhvörf sem orðið hafa að hluta þökkuö Alþjóöagjaldeyrissjóönum. Mexíkó er fjóröa mesta olíu- framleiösluríki í heimi. Á árun- um 1980 til 1982 var hallinn á rekstri hins opinbera tæplega 8%, um 15% og um 18% af þjóðarframleiðslu. Hallinn í viö- skiptum viö útlönd nam 7 millj- örðum dollara 1980 og um 13 milljörðum dollara 1981. Verð- bólga jókst úr tæplega 30% á árinu 1981 í 100% í fyrra. Eins og fyrr segir komust erlendar skuldir þaö ár á þaö stig að ekki var lengur unnt aö standa í skilum. Harðar aðgerðir Þörf var á hörðum ráðstöfunum til aö snúa þessari óheillaþróun til betri vegar. Launþegasam- tökin hafa tekiö á sig 22% skerðingu á kaupmætti. Þau hafa fallist á þessa lækkun til að koma í veg fyrir þá aukningu á atvinnuleysisemellahefðiorðið. Gengi mexíkanska pesósins var 26 pr. dollara í ársbyrjun 1982 en er nú haldið mjög lágu, næstum 150 pr. dollara, til aö örva útflutning og draga úr inn- flutningi. Hallinn á rekstri hins opinbera á aö lækka úr næstum 18% af þjóðarframleiðslu í um 8% í ár og um 5% næsta ár. Mikil umskipti hafaorðiðávöru- skiptajöfnuöi, úr þriggja millj- arða dollara halla 1981 í um 7 milljarða dollara afgang í fyrra og um 10 milljarða dollara af- gang í ár. I áætlun stjórnvalda um innflutning var sveigjanleiki hagkerfisins nokkuð vanmetinn og unnt reyndist að draga miklu meira úr innflutningi en ætlað var í fyrstu. Þá hefur einnig dregið mjög úr hraða verðbólg- unnar, áætlað er að hún verði 78% í ár (fyrst var stefnt að 55% verðbólgu 1983) og mark- miðið er að næsta ár verði verð- bólga undir 40%. Vöxtur pen- ingamagns (M1) var 62% í árs- lok í fyrra en kominn niður í 57% í júlílok í ár (þ.e. langt undir hraða verðbólgunnar). Hvað er framundan? Þrátt fyrir góðan árangur af efnahagsaðgerðum og skjót umskipti í þjóðarbúskapnum verður skuldabagginn Mexíkó- búum þungur í skauti á næstu árum. Hagvöxtur var enginn í fyrra og í ár dregst framleiðsla líklega saman um 3-5%. Um það bil helmingur af öllum vöru- útflutningi í ár rennur til vaxta- greiðslna sem nema um 20 milljörðum dollara. í síðasta mánuði þurfti að endursemja um 20 milljarða dollara greiðsl- ur af skuldum ríkisins sem gjaldféllu frá ágústmánuði 1982 til ársloka 1984 og skilmálarnir þóttu ekki hagstæðir skuldur- unum. Árið 1985 gjaldfalla enn um 10 milljarðar dollara af erlendum skuldum og búist er við að aftur þurfi að semja um lán vegna mestallrar þeirrar fjárhæðar. Nú er svo komið að ekki er hægt að auka hagvöxt með meiri útflutningsframleiðslu og ekki er heldurhægtað búastvið fjárfestingu frá útlöndum. Mexíkóforseti, Miguel de la Madrid, hefur nú með höndum það vandasama hlutverk að glæðaframleiðslu meðauknum umsvifum einkafyrirtækja. En fyrst þarf að vinna mikið traust sem fyrri ríkisstjórnir hafa glatað, ekki síst við þjóðnýtingu 53 banka. Með þeirri ráðstöfun er talið að um 70% af efnahags- starfsemi í landinu hafi verið kominn undir opinbera forsjá. Efni: Efnahagsmál í Mexíkó 1 Vaxtaiækkunin 21. september 2 Heimsverð á áli 3 Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.