Vísbending


Vísbending - 28.09.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.09.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Gengistryggð afurðalán Breyting afurðalána frá fyrri við- miðun við innlenda vexti í gengistryggð lán var hluti af þeirri vaxtakjarabreytingu sem stjórnvöld hafa ákveðið. Eftir að breytingin tekur gildi miðast afurðalán við SDR, en vextir á SDR-tengdum lánum eru nú um 9%. Hér er án efa um að ræða spor í rétta átt, því að útflutningstekjur ráðast að verulegu leyti af gengi íslensku krónunnar og réttmætt er að lán vegna útflutningsafurða hafi ekki aðra viðmiðun. Miðað við þá lágu vexti sem lengst af hafa verið á innlendum afurðalánum er óvíst að útflytjendur hafi alltaf þann hag af breytingunni í gengisviðmiðun sem nú er í vændum. En sérstök ráðstöfun stjórnvalda á gengismuni sem til verður við gengislækkanir hlýtur nú að heyra sögunni til. Rök með og á móti vaxtalækkun Óþarft er að fjölyrða um það að lækkun vaxta dregur úr útgjöld- um þeirra sem skulda. Fram- leiðslukostnaður ætti því að lækka og hagur þeirra heimila, sem bera þunga vaxtabyrði, skánar. Sé tekið mið af kostn- aðarsjónarmiðum einum saman, ættu því vextir að vera eins lágir og frekast er unnt. En vextir eru fyrst og fremst verð á lánsfé; tæki til að stýra fjárfestingu og annarri verð- mætaráðstöfun. Til að draga úr verðbólgu verður þjóðin að eyða minnu en hún aflar. Háir vextir auka sparnað að öðru gefnu. Með auknum sparnaði dregur úr innflutningi og til dæmis verður þá unnt að fjár- magna lánsþörf ríkisins með innlendum sparnaði í stað erlendra lána. Vera kann að viss aðlögun á verðbótaþætti vaxta hafi verið nauðsynleg. Sé tekið mið af þeim sjónarmiðum sem hér hefur verið lýst, gat vaxta- lækkun beðið þess að árangur Vextir á ári, % Fyrir Innlán: Nú 21.9. Ávísanareikningar . . 21 27 Alm. sparisj.bækur . . 35 42 Þriggja mán. reikn. . . 37 45 Tólfmán. reikn 39 47 Útlán: Hlaupareikningar . . . 33 39 Endurs. afurðalán . . . 29 33 Víxillán 33 38 Skuldabr.lán (2 gjaldd.) 40 47 efnahagsaðgerða sæist víðar en í mælingum framfærslu- og byggingarvísitölu. Áh__________________________________________________ Hátt orkuverð kemur í veg fyrir aukna framleiðslugetu Álverð hefur nú tvöfaidast síðan í janúar og verð á áli (London Metal Exchange varð í síðasta mánuði hærra en verð á kopar, sem þó hefur einnig hækkað gifurlega síðan í fyrra. Verð á áli í Bandaríkj- unum er þó enn hærra, um það bil 12% hærra en í Evrópu. Mikill hagvöxtur undanfarna mánuði í Bandaríkjunum hefur aukið mjög eftirspurn eftir áli þar, en um það bil helmingurinn af öllu framleiddu áli er notaður í Bandaríkjunum. í grein, sem lan Rodger ritaði ný- lega í Financial Times, kemur fram að síðastliðin þrjú ár hafa verið einhver hin verstu í sögunni fyrir álframleiðendur. Fram- leiðslugeta í álbræðslu í hinum vestræna heimi hefur haldist að mestu óbreytt í kringum 13,9 milljónir tonna síðan 1980. Notkun á áli var aðeins 10,9 millj- ónir tonna í fyrra og framleiðsla aðeins 10,5 milljónir tonn. Van- nýtt framleiðslugeta í fyrra nam því um 3,5 milljónum tonna. Áætlað er að verksmiðjur með framleiðslugetu uppá2,5 milljónir tonna verði aldrei framar notaðar, og aðrar með framleiðslugetu upp á 0,5 milljónir tonna verði því að- eins nýttar að nýju að álverð hækki um fjórðung til viðbótar. f sömu grein kemurfram að næst- um öll álver í Japan munu óarð- bær miðað við núgildandi verðlag á áli. Sama máli gegnir um flest ál- ver í Evrópu og mörg i Bandaríkj- unum. Flest þessara álvera hafa þó verið starfrækt, annaðhvort vegna þess að til hafa komið beinir styrkir frá hinu opinbera eða sérstakir samningar um raf- orkuverð. Töluverð óvissa er nú talin ríkja bæði um það hve lengi styrkjum þessum verður haldið áfram og hvort óarðbærustu álverin verði tekin í gagnið aftur komi enn til verulegrar hækkunar á álverði í heiminum. Einsogfyrrsegirerum helmingur álframleiðslunnar í heiminum not- aður í Bandaríkjunum. Um það bil fjórðunguraf framleiddu áli er not- aður við smíði á samgöngutækj- um, og fer hlutur áls í bílum sífellt vaxandi vegna viðleitni framleið- enda til að létta þá. Sem næst annarfjórðungurálframleiðslunn- ar er notaður í byggingariðnaði. Bæði í Bandaríkjunum og Bret- landi er markaður fyrir notað ál; um 38% af áli í Bandaríkjunum er sent í endurvinnslu og um 30% ( Bretlandi; önnur lönd eru skemmra á veg komin á þessu sviði. Þegar litið er fram á við virðist ótvírætt að eftirspurn eftir áli fari vaxandi. Sem stendur er aðeins vitað um nálægt 0,5 milljón tonna aukningu á framleiðslugetu sem bætast mun við á næstu 15 mán- uðum. Miðað við núverandi verð á áli og orku til álframleiðslu virðist ekki hagkvæmt að reisa ný álver. Helst var að vænta að ráðist yrði í byggingu nýrra álvera f Kanada, þar sem næg vatnsorka er enn fyrir hendi og í Ástralíu, vegna báxitnámanna. En í hvorugu land- inu hafa stjórnvöld verið reiðubú- in til að semja um sölu á raforku á því verði að álframleiðendur telji hagkvæmt að byggja ný álver.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.