Vísbending


Vísbending - 28.09.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.09.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 • Vaxtalækkunin: Eftirspurnar- og kostnaðarsjónarmið togast á Um 7% lækkun almennra vaxta tókgildi 21. september í síðustu viku lækkuðu almenn- ir innláns- og útiánsvextir um nálægt 7% að meðaltali. í fréttatilkynningu Seðlabankans vegna vaxtalækkunarinnar segir meðal annars: „Vaxta- lækkunin erfyrsti áfangi í aðlög- un vaxta að lækkandi verð- bólgu, og er henni jafnframt ætlað að stuðla að áframhald- andi verðhjöðnun og bæta greiðslustöðu atvinnuvega og einstaklinga og auðvelda þannig aðlögun þjóðarbúsins að stöðugra verðlagi. “ Vextir og gengi eru áhrifamestu hagstjórnarstærðir í peninga- málum. Því þarf margs að gæta við stefnumótun í vaxta- og gengismálum. Hvorki vextir né gengi ráðast á frjálsum markaði hér á landi. Vaxta- og gengis- ákvarðanir eru alfarið í höndum stjórnvalda, sem þurfa að ráða stærðum þessum að mestu án merkja frá markaönum um jafn- vægi framboðs og eftirspurnar. Tilefni vaxtalækkunar Helstu rökfyrirvaxtalækkuninni 21. september eru lækkandi verðbólga. Með lækkuninni vilja stjórnvöld einnig treysta þann árangur í verðbólgumál- um sem fram kemur í hægari breytingum framfærslu- og byggingarvísitölu og búa fólk um leið undir minni verðbólgu á næsta ári. Á myndinni eru sýndar tólf mánaða breytingar og þriggja mánaða breytingar framfærslu- vísitölu sem birtust áður í 8. tbl. Vísbendingar 7. september sl. Þriðja línan á myndinni sýnir „metið verðbólgustig" á mæli- kvarða lánskjaravísitölu (sjá grein Eiríks Guðnasonar, „Framkvæmd vaxtastefnunn- ar“ í Fjármálatíðindum, 2, 1979) og er þar tekið tillit til verðbólgustigs tveggja síðustu ársfjórðunga (þekkt) og tveggja næstu ársfjórðunga (áætlað). Ljóst er að hratt dregur úr verð- breytingum um þessar mundir. Tilefni til vaxtalækkunar er þó tæpast nægilegt nema einblínt sé á þriggja mánaða breytingar framfærsluvísitölu. Meðalávöxtun - raunvextir Það er ekki auðvelt að reikna raunvexti, þegar breytingar verðbólgu eru jafnörar og nú. í töflunni er sýnd reiknuð meðal- ávöxtun innlána miðað við skiptingu innlána eins og hún var á miðju þessu ári. Vegin meöalávöxtun innlána fyrir og eftir vaxtabreytingu (aö frátöldum innlendum gjaldeyrisreikningum). Veltiinnlán Hlaupareikn- m.kr. % Metin ársávöxtun Fyrir Nú 21.9. ingar Ávís.reikn- 1525 11,4 14,0 18,0 ingar Spariinnlán Almennar 743 5,6 14,0 18,0 bækur Þriggjamán. 4770 35,7 35,0 42,0 bækur Tólf mán. 239 1,8 40,4 50,1 bækur Verðtr. reikn- 766 5,7 42,8 52,5 ingar 5303 Önnurinnlán 31 Meöalávöxtun m.v. 39,6 0,2 70 70 „ metiö verðbólgustig “ Meðalávöxtun án verö- 45,8 49,8 tryggðra reikninga 30,4 37,1 Meðalávöxtun óverðtryggðra reikninga er eftir vaxtalækkun um 30%. Því virðist ætlunin að fylgja áfram þeirri stefnu fyrri ríkisstjórna að láta vexti ekki halda í við verðbreytingar. 140- 130- 120- 110- 100- 90- 80 70 60 50- 40 30 20- 10- Þriggja máns framfærsluv tða breytinga r Ský aðft ringar. „Metið verðbólgustig" erreiknað eftir rðum sem lýst er i grein Eiríks Guðnasonar, _ mkvæmd vaxtastefnu", Fjármáiatíðindi, 2, 9. Miðað er við lánskjaravisitölu, þekkt gildi _ miðspá “ i 7. tbl. Vísbendingar. Á myndinni einnig sýndar breytingar útlána bankakerfis- _ og breytingar peningamagns M3 til júlíloka 3. CU „Fre L, 197 og / Útl án ban kakerf sins % ins h! 1 Qfí 12 mánaða Spá Tólf mánaða breytingar ■^i„M etið ve rðbólg ustig" 4 ,uknin g penin gamac jns M3 L ^ , wSpa v.;.v. ;.v li&ll wm :•:•:•:•:•:•:•: m »*«♦» j’* M M J J Á 1983 O N M 1984

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.