Vísbending


Vísbending - 05.10.1983, Side 1

Vísbending - 05.10.1983, Side 1
VISBENDING & í> VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL \Í7 12.1 5. OKTÓBER 1983 Gjaldeyrismarkaður: Gengi dollarans og áhrifþess á evrópska peningakerfið (EMS) Hágengi dollarans hefur dregið úr spennu innan EMS Áhrifin af hágengi dollarans eru meðal annars þau að dregið hefur úr áhuga spákaupmanna á þýska markinu. Við þetta hefur staða marksins veikst nokkuð, að því talið er, og þess vegna er sú spenna sem búist var við að myndaðist milli EMS- myntanna í sumar og haust nokkru minni en annars hefði orðið. Frá því í febrúar 1982 þar til í mars í ár þurfti þrisvar að lagfæra viðmiðunargengi EMS. Síðasta lagfæring var gerð 21. mars sl. og síðan hefur dollar- inn hækkað í verði gagnvart evrópumyntunum, t.d. um 12% gagnvart franska frankanum. Fyrir hækkun dollarans hækk- aði gengi marksins iðulega mv. hinar EMS-myntirnar, svo að seðlabankar viðkomandi landa þurftu að gríþa í taumana. Ef gengi dollarans tekur að falla hverfa væntanlega æskileg aukaáhrif af hágengi dollarans. Einkum er talið að franski frank- inn muni eiga í vök að verjast og þannig dragi úr stöðugleikan- um innan EMS sem ríkt hefur undanfarið. Er lækkun dollaragengis i vændum í haust? Langvarandi hækkun dollarans virðist hafa stöðvast fyrir fáein- um vikum, nálægt miðjum ágústmánuði. Margir eru nú þeirrar skoðunar, að lækkun dollarans, sem spáð hefur verið í liðlega tvö ár eða jafnvel leng- ur, sé nú ef til vill væntanleg innan fárra vikna eða mánaða. Menn greinir á um hvenær lækkun dollarans muni hefjast, en óttast er að grafi undan gengi franska frankans er gengi dollarans tekur að síga; gengi frankans taki að veikjast þegar dollaragengið er komið niður í DM2,60. Fari gengi dollarans niður fyrir DM2,50 er búist við spákaupmennsku milli marks og franka og gæti þá svo farið að enn þyrfti að lagfæra viðmið- unargengi EMS á fyrri hluta næsta árs. Gæti þá farið svo að fella þyrfti gengi frankans mv. markið um 5% til 8%, en í Frakklandi er nú allt traust sett á aðhaldsaðgerðir Mitterand- stjórnarinnar sem hófust fyrir um það bil hálfu ári. Góður árangur af efnahagsað- gerðum í Frakklandi Evrópska myntkerfið hefur vissan sveigjanleika innbyggð- an. Með því er engu að síður mörkuð gengisstefna, sem er ríkisstjórnum í viðkomandi löndum mjög til aðhalds. Gengi hvers gjaldmiðils verður að haldast innan ákveðinna marka, og markmið efnahags- og pen- ingastjórnar í hverju landi verða að vera samrýmanleg stefnu- mörkuninni í EMS. Bretar hafa enn ekki talið sér fært að ganga í EMS vegna þeirratakmarkana sem sjálfstæðri stjórn efna- hagsmála yrðu þá settar. Aðhaldsaðgerðir Frakka í efna- hagsmálum, sem hófust fyrir um það bil hálfu ári, þykja hafa borið góðan árangur. Vöru- skiptahalli var minni í ágúst en í nokkrum mánuði í tvö ár, og halli á greiðslujöfnuði var aðeins 2,9 milljarðar franka á öðrum ársfjórðungi, en 30,2 milljarðar franka á fyrsta árs- fjórðungi. Hafa spár um gengis- lækkun frankans verið lagfærð- ar til samræmis, til dæmis spá Henley Centers um gengi frankans. Hefur spáin verið færð úr 8% gengislækkun frankans 1984 í 4%gengislækk- un. Minna hefur þó dregið úr verðbólgu í Frakklandi en vonir stóðu til. Nú er spáð um 8% verðbólgu í árslok í stað 9,6% verðbólgu í fyrra. Verðbólga í Frakklandi yrði þá þrisvar sinn- um meiri en í Þýskalandi og næstum helmingi meiri en í Bretlandi. Önnur hugsanleg áhrif af lækkun dollarans Ef gengi dollarans tekur að falla er búist við að spákaupmenn snúi sér að „sterku" myntun- um, þýska markinu og hol- lensku flórínunni. Þannig skap- aðist fljótlega spenna milli myntanna í EMS. Franski frank- inn er talinn veikastur þeirra, vegna verðbólgu og viðskipta- halla eins og rakið hefur verið, og líran og belgíski frankinn eru einnig talin í hættu. Spár frá Chase Econometrics herma að dollarinn gæti lækkað í 7,83 franska franka undir lok ársins og að markið muni þá hækka í 3,08 franka. Fari svo yrði frankinn að allægsta móti gagnvart EMS myntunum, en þó rétt innan leyfilegra marka. Sjá töflu með krossgengi á bls. 3 Efnl: Áhrif dollaragengls á EMS 1 Gjaldeyrisstýrlng 2-3 Jafnvægisgengi dollarans 3 Penlngamál 4 Töflur: Krossgengi 3 Gengi íslensku krónunnar 4 Gengl helstu gjaldmiðla 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.