Vísbending


Vísbending - 12.10.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.10.1983, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 13.1 12. OKTÓBER 1983 Verðbréfamarkaður í Reykjavik: Háir raunvextir á verðbréfum en ekki skipulegur markaður Fjárfesting í verdhréfum gefur góðsn arð Á íslenskum verðbréfamárkaði er einkum að finna þrjár tegundir verð- bréfa, þ.e. spariskírteini ríkissjóðs og fasteignatryggð bréf, sem geta verið verðtryggð eða óverðtryggð. Ávöxt- un umfram verðbólgu á spariskírtein- um ríkissjóðs er samkvæmt auglýstu gengi verðbréfasala á bilinu frá 3,7% til 8% (sjá skýringar á baksíðu). Ávöxtun umfram verðbólgu á verð- tryggðum bréfum með fasteignaveði er á bilinu 7% til 10%. Vextir á óverð- tryggðum bréfum með fasteignaveði hafa undanfarna mánuði verið 96% og þar er því um að ræða mjög háa raunvexti þegardregur úrverðbólgu. í verðbréfaviðskiptum er hugtakið „ávöxtunarkrafa" mikið notað. Kaupendur verðbréfa hafa ákveðna hugmynd um hvaða raunvexti þeir vilja fá þegar þeir kaupa verðbréf og setja fram kröfu um ákveðna ávöxt- un. Þessi ávöxtunarkrafa, t.d. 6%, 10% eða 15% umfram verðbólgu, er síðan notuð til að reikna „gengi" verðbréfsins. Til að reikna gengi verðbréfa að gef- inni ávöxtunarkröfu þarf að þekkja nafnvexti bréfsins, lánstíma og gjald- daga auk áætlaðrar verðbólgu, ef verðbréfið er ekki verðtryggt. Ef verðbréfið er óverðtryggt eru nafn- vextir háir, þ.e.a.s. hærri en verð- bólgan. Undanfarið hafa þessir nafn- vextir verið 96% eins og fyrr segir. Má búast við að vextir á handhafa- bréfum, sem svo eru kölluð, lækki eitthvað á næstunni, ef kaupendur telja að úr verðbólgu dragi þegar fram í sækir. Að vissu leyti eru þessir vextir mælikvarði á þá verðbólgu sem fólk telur líklega á líftíma bréfs- ins. ,Sé miðað við 70% verðbólgu gæfu bréf með 96% nafnvöxtum um 15% arð á ári umfram verðbólgu. Verðtryggð spariskirteini rikissjóðs Algengustu verðbréf á markaðinum eru spariskírteini ríkissjóðs. Spari- skírteinin voru fyrst gefin út árið 1964 og hafa alltaf verið-verðtryggð. Fram til ársins 1980 'var verðtrygging spariskírteina miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar, en frá 1980 hafa spariskírteini verið tengd láns- kjaravísitölu. Ávöxtun umfram verð- bólgu hefur verið allmismunandi en þó farið lækkandi á þeim tveimur ára- tugum síðan útgáfa hófst. Eldri flokk- ar báru hærri nafnvexti eftir fyrstu fjögur til fimm árin, þ.e. eftir að þau urðu innleysanleg í Seðlabanka. Með þessu móti fékkst ákveðin með- alávöxtun á lánstíma. Nokkurt safn bréfa frá árunum 1971 til 1975 er í umferð, en raunvextir þessara bréfa frá árunum 1983 til 1984 til innlausn- ardags er á bilinu 4% til 9,2% (sjá nánar á baksíðu). Nýjustu flokkar spariskírteina rikissjóðs bera lægri meðalvexti en eldri flokkar og sömu vexti umfram verðbólgu allan láns- timann, 3,53%. ELns og fyrr segir eru spariskírteini ríkissjóðs algengustu verðbréf á markaðinum og ganga auðveldlega kaupum og sölum manna á milli. Ríkissjóður hefurgefið útverðtryggð spariskírteini og í minna mæli happ- drættisskírteini til að afla tekna, aðal- lega til framkvæmda. Binditími bréf- anna hefur verið þrjú til fimm ár. Ríkissjóður hefur hins vegar ekki ráðist í útgáfu skammtímabréfa, t.d. til 6, 9 eða 12 mánaða. Slík bréf gætu orðið stjórnvöldum tæki til að hafa hemil á peningamagni í umferð líkt og gert er víða í útlöndum. Einnig gæti útgáfa 6 mánaða bréfa á fyrri hluta árs dregið úr árvissri lántöku ríkissjóðs hjá Seðlabanka á þeim tíma. Svo virðist sem nokkur eftir- spurn sé á markaðinum eftir skamm- tímabréfum sem innleysanleg eru í Seðlabanka á öðrum tímum en þau bréf sem nú eru á markaðinum. Efni: Verðbréfamarkaður í Reykjavík 1 Gullmarkaðurinn 2 Töflur: Gengi íslensku krónunnar 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Raunvextir spariskírteina 4 -ni 50- o> 40- ; 30- .t 20 10 -Óverðtryggð veðskuldabréf ■Verðfryggð veðskul dabréf - Spariskírteini -Sex mánaða bankareikningur 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 Raunvexlir ð verðbréfamarkaði Verðbólga í % Á myndínni er sýnd ávöxtun algengustu verðbréfa miðað við mismunandi forsendur um verðbólgu og raunvextir sex mánaða verðtryggðra bankareikninga til samanburðar. Óverðtryggð veðskuldabréf eru miðuð við96% nafnvexti og ávöxtun er þá háð verðbólgu. Verðtryggð veðskuldabréf eru miðuð við 10% ávöxtunarkröfu og sparisklrteini ríkissjóðs eru miðuð við 4,5% ávöxtunarkröfu. Raunvextir á 6 mánaða verðtryggðum bankareikningi, sem gefur 0,89% vexti umfram verðbólgu, eru sýndir til samanburðar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.