Vísbending


Vísbending - 12.10.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.10.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 síðast á lánstímanum eru því reikn- aðir á hærra gengi. Óhætt er að segja að verðbréfamark- aðurinn starfar að mörgu leyti mjög vel. Spariskírteini ríkissjóðs hljóta að höfða til miklu stærri hóps en ella væri vegna þess hve auðvelt er að selja þau hvenær sem er. Það sem helst virðist vanta á til að verðbréfa- viðskipti hér fari fram við sömu skil- yrði og á hefðbundnum verðbréfa- markaði er samræmd skráning á við- eigandi upplýsingum við hverja sölu svo hægt sé að gefa út það verð (gengi) sem gilti á hverri tegund bréfa síðast þegar viðskipti áttu sér stað. Slík skráning á verði (gengi) er eitt helsta einkenni í kauphallarvið- skiptum og yrði stórt skref fram á við, einkum í viðskiptum með fast- eignatryggð veðskuldabréf. Áhrif af minnkandi verðbólgu og vaxtaiækkun á verðbréfaviðskipti Á myndinni er sýnd ávöxtun verð- tryggðra og óverðtryggðra bréfa miðað við mismunandi forsendur um verðbólgu. Raunvextir fullverð- tryggðra spariskírteina og veð- skuldabréfa eru óháðir verðbólgu. Raunvextir óverðtryggðra bréfa ráð- ast af þeirri ávöxtunarkröfu sem gerð er þegar viðskiptin eiga sér stað og þeirri verðbólgu sem raunverulega verður á lánstímanum. Vextir á útlánum og innlánum banka og sparisjóða voru lækkaðir 21. sept- ember sl. um nálægt 7% að meðal- tali. Var þar um beina ákvörðun stjórnvalda að ræða og var til marks um minni verðbólgu sem í vændum er. Svo virðist sem vextir á frjálsum markaði séu heldurseinni aðtaka við sér, en þar hefur ekki orðið lækkun ennþá. Stór hluti fasteignatryggðra veð- skuldabréfa ertil kominn vegna fast- eignaviðskipta, eins og fyrr greinir. Svokölluð hefðbundin kjör, sem eru algengust enn sem komið er á fast- eignamarkaði, fela I sér að um 75% heildarverðs eru greidd átólf mánuð- um, en eftirstöðvar eru til fjögurra ára með 20% vöxtum. Ljóst er að raun- gildi þessara verðbréfa fer nú ört hækkandi er dregur úr verðbólgu. Vegna þess að hefðbundnu kjörin hafa ekkert breyst í marga mánuði og alls ekki síðustu vikurnar hefur hækkun á raunvirði eftirstöðvarbréfa og raunar á raunvirði útborgunar líka orðið til að hækka raunvirði fasteigna sem seldar hafa verið síðustu vikurn- ar. nokkru meira en neysluvörur að meðaltali í OECD ríkjum. Verð á gulli er þó talið lágt um þessar mundir. Áhrif á gullverð Gengi dollarans er líklega sá þátt- ur sem mest áhrif hefur á skamm- tímasveiflur gullverðs, en fjöl- margir aðrir þættir koma við sögu. Gullverð er afar næmt fyrir hvers konar efnahagslegum og stjórn- málalegum viðburðum. Auk þess hefur olíuverð mikil áhrif á gull- verð. Olíuríkin keyptu mikið gull meðan tekjur af olíusölu voru hvað mestar, en mjög hefur dreg- ið úr gullkaupum olíuríkjanna vegna lækkunar olíuverðs. Álitið er að ekki verði mikil hækk- un á gullverði næstu vikurnar, en talið að hækkun sé í sjónmáli á næsta ári. Hlutabréf í kauphöllum víðast hvar hafa hækkað verulega í verði síðan í fyrra, eins og venju- legt er við upphaf hverrar hag- sveiflu. Sú hækkunaralda er nú tekin að fjara út og ef vextir lækka aðeins er talið líklegt að gull muni hækka í verði. Hvaða hlutverki gegnlr gull i peningakerfinu ? Þótt gull hafi ekki því hlutverki að gegna nú sem fyrr, þegar gjald- miðlar voru á gullfæti, er staða þess enn mikilvæg. Óstöðugt gullverð hefur þó breytt notagild- inu nokkuð, eins og fyrr var drepið á. Samkvæmt skýrslum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins frá aprjllokum í ár nemur gullforði seðlabanka um allan heim um 52% af heildar- varasjóði seðlabankanna. Þessi gullforði var alls 947 milljónir únsa og nemur þá verðmætið um 407 milljörðum dollara sé miðað við að únsan sé á 430 dollara. Mikilvægi gullsins kemur I Ijós þegar litið er á aðrar eignir í vörslu seðlabank- anna. Verðmæti annarra gjald- miðla (reserve currencies) nam um 350 milljörðum dollara. Hlutur SDR (Special Drawing Right) sem til var stofnað er Bretton Woods gjaldeyriskerfið leið undir lok og átti að koma í stað gulls, var aðeins um 20 milljarðar dollara. Verð á gulli ræðst á frjálsum mark- aði og af verðsveiflunum hefur leitt að ekki er lengur hægt að nota gull sem verðmæli á aðrar myntir. Seðlabankar taka ekki þátt í gullviðskiptum í miklum mæli, þegar frá er talin gullsala skuld- ugra ríkja, svo mikil er hættan talin á snöggum verðbreytingum. Þess má geta að samkvæmt árs- reikningi Seðlabanka fslands var gulieign bankans í árslok 1982 48.464 únsur. ( reikningum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins er gull- únsan metip á 35 SDR (kr. 642,73 mv. 31. desember 1982). Sé mið- að við markaðsverð, um 430 doll- ara únsan og kr. 28,00 dollarinn, er verðmæti gullforðans um 583,5 milljónir króna. Samkvæmt verslunarskýrslum var árið 1982 flutt til landsins gull að cif-verðmæti um 1737 þúsund krónur, þar af gullstengur að cif- verðmæti um 84 þúsund krónur. Ekki er vitað hvort íslendingar kaupa gull svo einhverju nemi til að ávaxta fjármuni sína. Gull er einstakt á margan hátt-til dæmis eru flest önnur peningaleg verð- mæti þess eðlis að eins manns eign er annars skuld. Gullsalar halda fram að verðmæti gulls sé óháð ákvörðunum misviturra stjórnvalda og að verðgildi gulls muni ótvírætt haldast vegna þess hve gull er vinsælt. Gullverð og breytingar þess Til að gefa hugmynd um gullverð og breytingar þess (sjá mynd á bls.2 ) má nefna að verðið fór hæst í 850 dollara únsan á árinu 1980. Eftir þann topp féll gullverðið nánast samfellt fram undir mitt ár í fyrra og fór lægst i 298 dollara únsan. Á sama tima hækkaði meðalgengi dollarans mv. viðskiptavog um 20-25%. I fyrra fór gullverð hæst i 486 dollara úns- an, og i ár í 508 dollara fyrst á árinu. I febrúar 1983 hrapaði verðið um nálægt 100 dollara únsan en er nú i kringum 412-424 dollarar. Gullverð á framvirkum markaði i London mv. septemberlok er sem hér segir: október $pr. únsu 413,40 nóvember 416,00 desember 419,70 janúar 423,10 febrúar 426,10 mars 430,00 apríl 433,00

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.