Vísbending - 12.10.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING
2
Háir raunvextir á verðbréfum en ekki skipulegur markaður , framh.
Fasteignatryggð veðskuldabréf —
verðtryggð og óverðtryggð
Stór hluti verðbréfa sem gengur
kaupum og sölum á frjálsum mark-
aði, utan spariskírteina ríkissjóðs,
eiga rætur sínar að rekja til fasteigna-
viðskipta. Algengast er að bréf þessi
séu óverðtryggð en með veði í fast-
eign. Pá er miðað við að veðsetning-
arfjárhæð sé ekki umfram 50% af
brunabótamati. Nafnvextir handhafa-
bréfa hafa verið 96% eins og fyrr
greinir, og því hafa raunvextir verið
háðir verðbólgu (sjá síðar).
Nokkurt framboð er á verðtryggðum
skuldabréfum með veði í fasteign-
um, til dæmis frá byggingarfyrirtækj-
um, en eftirspurn er minni en eftir
óverðtryggðum bréfum miðað við
það gengi sem nú er auglýst hjá
verðbréfasölum í Reykjavík. Ávöxt-
unarkrafa á verðtryggðum bréfum er
7-10%, og svo virðist sem óverð-
tryggðu bréfin séu talin gefa betri
ávöxtun.
Hvernig virkarmarkaðurinn?
Um þessarmundirauglýsaþrírverð-
bréfasalar ( Reykjavík gengi verð-
bréfa og spariskírteina í Morgun-
blaðinu að staðaldri. Viðskipti ganga
þannig fyrir sig að verðbréfasalar
taka verðbréf í umboðssölu. Aðal-
lega mun miðað við það gengi sem
auglýst er í blöðum, þótt einhver frá-
vik kunni að vera frá því, og í vissum
tilfellum gera kaupendur tilboð til að
kanna markaðinn. Þá má einnig geta
þess að auglýst gengi á spariskír-
teinum er ekki alltaf það sama hjá
öllum verðbréfasölum. Þrjú atriði
valda þeim mismun. Tveir verðbréfa-
salanna reikna gengi daglega en
einn þeirra á tveggja vikna fresti. Þá
munar einnig á gengi vegna mis-
munandi meðferðar á tímabilinu frá
síðasta útreikningi verðbóta („síð-
ustu vísitölu“) til innlausnardags
Seðlabanka. Síðast en ekki síst
munar miklu á þeirri ávöxtunarkröfu,
sem notuð er í gengisreikningunum.
Ein verðbréfasalan miðar gengi sitt
aðeins við þá raunvexti sem bréfin
hafa borið fram að útreikningsdegi
og tekur ekkert tillit til þeirramismun-
andi raunvaxta sem bréfin bera það
sem eftir er lánstímans (sjá töflu á
baksíðu). Á öðrum stað bera allir
flokkarspariskírteinasömu raunvexti
(allir flokkar eru jafngóðir). Eldri
flokkar sem bera mjög háa raunvexti
Gull:______________________________
Miklar verðsveiflur á gullmarkaði
Jafnvægi í framleiðslu og notkun
á gulli
Einu sinni var talið öruggast að
varðveita fjármuni í gulli. Árið
1968 var opinberri skráningu á
gulli hætt og síðan hefur gullverð
ráðist á frjálsum markaði. Miklar
og illfyrirsjáanlegar sveiflur á gull-
verði hafa nokkuð dregið úr nota-
gildi gulls semmælikvarðaá verð-
gildi annarra gjaldmiðla. Vinnslu-
kostnaður gulls, sem fer sífellt
vaxandi, er ákveðin kjölfesta I
verðmyndun gulls, en að öðru
leyti ráða framboð og eftirspurn.
Gull er helst keypt til iðnaðar og
skartgripagerðar, aukgullkaupatil
beinnar ávöxtunar á fjármunum.
Gull erenn ífullu gildifyrirþá sem
þurfa að flytja mikla fjármuni, og
verður enn að teljast alþjóðlegur
gjaldmiðill í þeim skilningi að
hægt er að kaupa og selja gull
næstum hvar sem er í heiminum.
Helstu gullframleiðendur eru
Suður-Afríka, Sovétríkin, Kína og
Bandaríkin (sjá mynd). Heildar-
framieiðsla gulls er talin hafa verið
um 1358 tonn í fyrra. Þá hafa sum
þeirra landa sem lent hafa í
greiðslukröggum vegna erlendra
skulda, einkum ríki íSuður-Ame-
ri'ku, selt nokkuð af gulli til að
rýmka gjaldeyrisstöðu sína.
Talið er að um 100 tonn gulls
gætu hafa bæst þannig á markað-
inn í fyrra.
Verð á gulli er afar óstöðugt bæði
milli mánaða og líkafráviku til viku
og degi til dags. Spákaup-
mennska ræður þar mestu. Ekki
er talinn mikill munur á framboði
og eftirspurn á gullmarkaði um
þessar mundir vegna annarra en
þeirra sem ætla sér skjóttekinn
hagnað vegna breytinga á gull-
verði.
Engu að síður er það talin örugg
vörn gegn verðbólgu að geyma
fé sitt í gulli. Á innfelldu myndinni
eru bornar saman vísitölur gull-
verðs í London og vísitala al-
menns neysluvöruverðs í OECD
ríkjunum. Sé miðað við árið 1975
sem grunnár hefur gull hækkað
Gullframleiðsla ðrið 1982 Framleiðsla alls 1358 tonn
Suður-Afríka
Sovétrikin
Kanada
__] 22,1
□ 48,9
Gulleign seðlabanka I apríllok 1983
26,e| ‘ ‘
Kína nw
Bandaríkin IT ?
Brasilía ^2.6
Ástralía □2,0
Filippseyjar P'9
Chile J1.4
Önnur lönd
Gulleign alls 947 „u 2,5^ japan
milljónir únsa 3,6| Beigla
4.6Í
✓
\e9
Heimild: Financial Times
0* 7.11 Ítalía
8.7| Frakkland
8.81 Sviss
10.01 Þýskaland
27:9I . - Bandaríkin