Vísbending


Vísbending - 02.11.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 02.11.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING £ VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 77 16.1 2. NÓVEMBER 1983 Norðurlandamyn tirnar: Stöðugt gengi og góð samkeppnisstaða Svía Nokkur óvissa um árangur kjarasamninga i Svíþjóð Gengisfellingin I Svíþjóö í október 1982 virðist hafa borið góðan árang- ur fyrir efnahag landsins. Gengi Norðurlandamyntanna hefur verið afar stöðugt undanfarið eftir að hafa aðlagast nýjum hlutföllum innbyrðis. Ekki er búist við neinum verulegum breytingum á gengi krónanna þriggja á næstunni, en hugsanlegt ertalið að breytingar kunni að verða gerðar á viðmiðunarkröfu finnska marksins vegna óbeinna áhrifa af viðskipta- samningum Finna og Rússa. Helstu áhyggjuefni í sænska þjóðarbú- skapnum eru kjarasamningarnirsem í hönd fara eftir áramótin. Verðbólgan í ár í Svíþjóð er heldur minni en reiknað hafði verið með (um 8,7% milli 1982. II og 1983. II) og þess vegna er lækkun ráðstöfunartekna heimilanna ekki eins tilfinnanleg og búist hafði verið við. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að gæta sama aðhalds á næsta ári og miklar launahækkanir gætu aukið verðbólgu og máð út árangurinn af gengisfellingunni fyrir ári. Hágengi dollarans fremur hagstætt Hátt gengi dollarans hefur haft góð áhrif á efnahag bæði Svía og Norð- manna. Sænsk útflutningsfyrirtæki hafa styrkt stöðu sína og tekjur Norð- manna af olíusölu hafa haldist stöðugar eða jafnvel aukist vegna hágengis dollarans.þrátt fyrir lægra olíuverð (sjá Vísbendingu 15.1). Gengi norsku og sænsku krónanna hefur verið stöðugt undanfarið.eins og fyrr segir.og gengi dönsku krón- unnar hefur einnig verið stöðugt, þótt það hafi sigið lítillega. Danska stjórn- in hefur tekið á efnahagsmálum af festu eftir að stjórnarskiptin urðu í september 1982. (fyrra námu útgjöld hins opinbera 61% af þjóðartekjum Dana. Hallinn á opinberum búskap var 13% af þjóðarframleiðslu og er- lendar skuldir námu þriðjungi af þjóðarframleiðslu eftir að halli hafði verið á viðskiptum við útlönd samfellt í 20 ár. Vextir og verðbólga á Norðurlöndum Verðbólga Skammtíma- 1982.ll til vextirísept. 1983.11,% 1983, % Danmörk 7,5 10-13,5 Finnland 8,5 9,25-14 Noregur 9,0 11-15 Svíþjóð 8,7 11,5-15 Breytingar á viðmiðunarkörfu finnska markslns Gengi finnska marksins er miðað við myntkörfu og er sovéska rúblan ein af myntunum í þeirri körfu. Rúblan er líka miðuð við myntkörfu með 6 myntum (sjá nánar um gengi rúbl- unnar í opnunni), SDR myntunum 5 og svissneska frankanum. Rúblan hefur því hækkað með dollaranum. Þessi gengisbreyting gagnvart finnska markinu hefur glætt útflutn- ing Finnatil Sovétríkjanna. Finnar og • Rússar hafa gert með sér viðskipta- samning þar sem segir að stefnt skuli að jöfnuði í viðskiptum þjóðanna þegar lengra er litið. Finnar verða því að draga úr útflutningi sinum til Rússlands til að ná jöfnuði og til að ná því marki er hugsanlegt að smá- vægílegar breytingar verði gerðar á viðmiðunarkörfu marksins. Efnl: Norðurlandamyntirnar 1 Hvernig á að meta áhættu í gjaldeyrisviðskiptum? 2 Of lítil gjaldeyrissvæði ? 3 Hvernig ræðst gengi rúblunnar ? 3 ■ Raungengi helstu gjaldmiðla 4 Töflur: Gengi íslensku krónunnar 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Euro-vextir 4 Nori kkrö na^ Gengi Norðurlandamyntanna t Visitölur, 1975=100 \ ■ «■1 Finr • ••« skt r • •■1 riark >•••' t V Illlllll llllllll •llllll llllllll ""in, IIIIIIK v''T\^)öns kkró na • • • • Sær skk óna ■ ■•1 ^••1 *••« • •■< • ••< ■ ■■< M J J 1982 Á | S 0 N D J F M 198: A í M J J Heimild: IMF, / FS 1 —

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.