Vísbending


Vísbending - 02.11.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 02.11.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Gjaldeyrisstýring: Hvernig á að meta gengisáhættu? Áhætta vegna gjaldeyrlsvlðsklpta Breytingar á gengi gjaldmiðla hafa alltaf áhrif á hag fyrirtækja sem stunda viðskipti við útlönd. Athyglin beinist oftast að gengisbreyting- unum sjálfum. En til að fyrirtæki geti tryggt sig gegn þeim breytingum gengis sem liklegastar eru taldar þarf að liggja fyrir í bókhaldi fyrirtækisins hvaða liði verið er að verja gegn gengisbreytingum; eignir, skuldir, væntanlegar tekjur eða útgjöld. Til skýringar mætti nefna hollenskt fyrirtæki, sem á dótturfyrirtæki í Frakklandi og á Englandi. [ Hollandi eru framleiddir vélarhlutar, sem fyrir- tækin i Frakklandi og á Englandi kaupa til áframhaldandi framleiðslu. Hollenska fyrirtækið fær greitt fyrir útflutning sinn í hollenskum flórín- um, svo gengisáhættan er öll hjá dótturfyrirtækjunum. Ef hollenska flórínan hækkar gagnvart sterlings- pundi eða frönskum frönkum lækka tekjur dótturfyrirtækjanna og verri afkoma þeirra kemur síðan fram í reikningum móðurfyrirtækisins í Hollandi. Ef dæminu væri snúið við og hol- lenska fyrirtækið seldi dótturfyrir- tækjunum vörur og miðaði verðið við sterlingspund og franska franka flyst öll gengisáhætta til hollenska fyrir- tækisins. Ef hollenska flórínan hækkar gagnvart frönskum frönkum og sterlingspundi, fær hollenska fyrirtækið greitt minna í flórínum, en hagur dótturfyrirtækjanna helst óbreyttur. Samnlngur I þriðju mynt Þessi dæmi eru einföld og auðskilin. Algengt er að í samningi um viðskipti milli tveggja fyrirtækja á tveimur myntsvæðum sé miðað við þriðju myntina. (slendingar seljat.d. saltfisk til Portúgals og samningar miðast þá við dollara, og kaupa bíla frá Japan og miða samninga við danskar krón- ur. Gengisviðmiðun flyst þá frá upp- runalegu myntinni, (hér escudos og yenum), til samningsmyntar, þ.e. dollara og danskra króna. Islensku fyrirtækin ættu þá ekki að þurfa að hafa áhyggjur af öðrum breytingum gengis en breytingum krónunnar gagnvart samningsmynt. í reynd eru málin flóknari og eru áhrif af hækkun dollarans gagnvart escudos (og öðrum myntum) á saltfisksölu Is- lendinga mönnum í fersku minni. Pegar meta skal gengisáhættu skiptir stundum máli hvað verið er að kaupa eða selja f erlendum gjaldmiðli. Sem dæmi má taka skipafélag eða flug- félag sem þarf að greiða eldsneyti f dollurum. Þá skapast áhætta vegna gengisbreytinga dollarans gagnvart öðrum myntum og Ifka vegna breyt- inga á olfuverði. En þetta tvennt er ekki alveg óskylt. Þegar verð á olfu hefur hækkað hefur dollarinn stundum lækkað. Þetta samband er auðvitað hvorki fast né tryggt, en þó er vert að gefa þvf gaum þegar reynt er að meta gengisáhættu. Eignlr og skuldlr Nokkuð hefur verið á reiki hvaða aðferðum hefur verið beitt f mismun- andi löndum við gengisuppfærslu á eignum og skuldum. Þess vegna hefur líka verið um að ræða ýmsar aðferðir við mat á gengisáhættu vegna erlendra eigna og skulda. Sé litið framhjá mismunandi bókhalds- venjum telst vera um gengisáhættu að ræða vegna erlendra eigna eða skulda ef eignir og skuldir í hverri mynt eru ekki jafnar. Hætt er við að fá íslensk fyrirtæki, sem á annað borð eiga eignir eða skulda í útlönd- um, geti uppfyllt þetta skilyrði. Tvær helstu aðferðir við gengisupp- færslu eru íslendingum að góðu kunnar. Sú fyrri er nefnd „temporal" aðferðin, eftir henni er fært upp miðað við „gengi á hverjum tíma". Hin aðferðin nefnist „closing rate" aðferðin, samkvæmt henni er miðað við lokagengi uppgjörstímabils. Virð- ist siðari aðferðin njóta vaxandi vin- sælda, jafnvel í löndum sem ekki eru eins hrjáð af verðbólgu og ísland. Með því að beita henni koma afleiðingarnar af því að jafna ekki saman eignum og skuldum í hverri mynt skýrt í Ijós vegna þess að betri heildarmynd fæst af erlendum eignum og skuldum en ella. Með „temporal" aðferðinni eru eignir, t.d. fasteignir og birgðir, færðar upp miðað við gengið þegar eignirnar voru bókfærðar, en skuldirnar, sem á móti standa, færðar upp miðað við gengi á uppgjörsdegi. Misvísunin sem í þessu fólst var ekki alvarleg fyrr en á áttunda áratugnum þegar fljótandi gengi tók við af föstu. I bandarfska bókhaldsstaðlinum FAS No. 8 (Financial Accounting Stand- ards Board, Statement No. 8) sem út kom 1975, var i aðalatriðum miðað við „temporal" aðferðina. Þessl staðall hefur ekki aðeins áhrif á fyrir- tæki sem starfa samkvæmt banda- riskum lögum, heldur einnig á alþjóðafyrirtæki, sem vilja notfæra sér bandarískan fjármagnsmarkað. Breski bókhaldsstaðallinn hefur verið sveigjanlegur gagnvert með- ferð á erlendum eignum og skuldum. [ staðli frá 1975 mátti velja hvaða aðferð sem var til gengisuppfærslu, aðeins var tilskilin meðferð á gengis- hagnaði eða-tapi.I staðli frá 1977 mátti velja á milli „temporal" og „closing rate" aðferða, en í staðli frá 1980 er aðallega mælt með „closing rate" aðferðinni. (FAS 52) Banda- ríski stuðullinn var endurskoðaður 1981 og meiri áhersla lögð á „clos- ing rate" aðferðina en áður. Erlend lán Ekki þarf að orðlengja það að fjöl- mörg fyrirtæki hér á landi skulda f út- löndum án þess að eiga eignir þar á móti, og stundum jafnvel án þess að hafa erlendar tekjur (útflutningstekj- ur) á móti. Frá sjónarhóli gjaldeyris- stýringar eingöngu er þó ekki meiri gengisáhætta tekin með þvf að skulda í erlendri mynt án þess að eiga eignir í sömu mynt á móti heldur en að fyrir hendi séu eignir! erlendri mynt án þess að á móti standi skuldir í sömu mynt. Vegna þess hve er- lendar lántökur eru algengar á (slandi er ekki úr vegi að víkja að þeim sér- staklega. Fyrsta sjónarmiðið þegar erlent lán er tekið hlýtur að vera að vaxtakostn- aður sé sem lægstur. En til að reikna raunvexti í krónum verður að takatil- lit til væntanlegra gengisbreytinga. Ef tekjur eru væntanlegar í erlendri mynt á móti greiðslum af lánum, hlýtur að þurfa haldgóð rök til að taka lánið í annarri mynt en þeirri sem erlendu tekjurnar eru í. Ef engar er- lendar tekjur eru á móti lánum verður að „lágmarka vaxtakostnað að teknu tilliti til gengisáhættu." Um þessar mundir er freistandi að taka lán í svissneskum frönkum (Libor vextir um 4,25%) eða í hollenskum flórín-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.