Vísbending


Vísbending - 02.11.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 02.11.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 um eða DM (Libor vextir um 6,12% og 5,81%). En þessir gjaldmiðlar, ásamtyeni, eru hvað sterkastirgagn- vart dollara um þessar mundir, og það er þvi veruleg hætta á þvl að skuldir I þessum myntum hækki I dollurum. Ef lánið er til langs tlma er ef til vill hyggilegast að miða við SDR eða ECU eða einhverja aðra mynt- körfu. Með þvl móti er dregið úr hættunni á þvl aö lenda á gjaldmiðli sem helst hár I verði á lánstlmanum. Önnur leið er að taka lán sem flytja má á milli gjaldmiðla á ákveðnum tlmum, en I þvl felst meiri áhætta og auk þess er mikil árvekni nauðsynleg til að fylgjast vel með á gjaldeyris- markaði frá degi til dags. Gengisáhætta eftlr löndum og eftlr myntum. Tvær meginaðferðir eru til að greina gengisáhættu fyrirtækja sem stunda viðskipti á alþjóðlegum markaði. Önnur er að líta á gengisáhættu eftir löndum, hin að meta áhættu eftir myntum. Fyrirtæki sem meta gengis- áhættu vegna eigna, skulda, gjalda og tekna eftir löndum miða því við hag af starfsemi fyrirtækisins I hverju landi fyrir sig, en heildarhagsmunir eru látnir ráða sé áhætta metin eftir myntum. Með „landaaðferðinni" eru þannig mældar líkur á gengistapi eða geng- ishagnaði I hverju landi, en með „myntaðferðinni" er reynt að meta líkurnar á gengishagnaði eða -tapi I hverri mynt hvar I starfsemi fyrirtæk- isins sem sú mynt er notuð. Ef mynt- aðferðin er notuð verða þvl allar upp- lýsingar um starfsemi fyrirtækisins frá degi til dags að vera á einum stað þar sem ákvarðanir um gengistrygg- ingu eru teknar. í landaaðferðinni felst I reynd að litið er á starfsemina I hverju landi sem sjálfstæða einingu. Kostlr og gallar landa- og myntaðferðar Kostirnir við myntaðferðina eru að kostnaði við fjármagnstilfærslur og gengistryggingar er haldið eins lág- um og unnt er, þar sem fullt tillit er tekið til allrar starfsemi fyrirtækisins. Þannig er myntaðferðin nauðsynleg við áætlanagerð og nauðsynleg til að hafa heildaryfirsýn yfir fjárhag fyrir- tækisins. Kostirnir við landaaðferð- ina eru einkum að hún hvetur dóttur- fyrirtækin I hverju landi til að taka eins litla áhættu og hægt er I gjaldeyris- viðskiptum. Þannig er hægt að rekja gengishagnað eða -tap til þess staðar þar sem hann átti sér stað. Þau fyrirtæki, sem lengst eru komin, beita tölvulíkönum til að meta geng- isáhættu bæði með landa- og mynt- aðferðinni. Þannig fæst besta yfirlit yfir hag fyrirtækisins og um leið er hægt að halda kostnaði við gengis- tryggingar I lágmarki. Hvernig ræðst gengi rúblunnar? Gengi rúblunnar er bundið sex myntum, SDR myntunum fimm, dollara, pundi, frönskum frönk- um, DM og yeni, að viðbættum svissneskum frönkum. í tvíhliða viðskiptum Finna og Rússa eru flestir samningar gerðir I rúblum og greitt er fyrir vörur I rúblum að mestu. Aðeins I olíuviðskiptum er miðað við dollara. Finnska markið er þannig eini vestræni gjaldmið- illinn sem skráður er gagnvart rúblunni, en það nægir til að fá mynd af því hvernig rússnesk stjórnvöld haga gengisstjórn og til að meta vigt myntanna sex I við- miðunarkörfu rúblunnar. Vogirnar eru nokkurn veginn sem hér segir: % US dollari .......... 40 DM .................. 25 Sterlingspund .... 11 Franskurfranki ... 8 Yen .................. 8 Svissneskurfranki . 8 Heimild: Euromoney Þessar vogir eru taldar hafa gilt frá september 1981 og virðist gengi rúblunnar hafa verið hækk- að nokkuð gagnvart körfunni frá september 1981 og til ársloka 1982. Allt frá október 1977 fram til september 1981 virðist gengi rúblunnar hafa haldist stöðugt gagnvart þeirri körfu sem þá var miðað við. Um lítil gjaldmiðils- svæði í síðustu viku var í örstuttu máli fjallað um „Fastgengi og dollara- fót" í Vísbendingu. („The Econo- mist", 22.-28. okt. er spurt „Can a country be too small to have its own currency?" Hvers vegna smáríki þurfi eigið myntkerfi þegar heil landssvæði innan stærri ríkja komast af án sérstakr- ar myntar? Hér verður drepið lauslega á örfá atriði sem fram koma í þessari grein. Segja má að héruð hefðu sama hag af eigin mynt og smáríki, þannig að hægt væri að breyta gengi gagnvart gjaldmiðlum nácrannahéraða. En landshlutar eru frábrugðnir sjálfstæðum ríkium að því leyti til að landshlutar .ru hluti af félags- legri og stjórnr.iálalegri heild. Því þurfa þeir ekki eins á sjálfstæðri mynt að halda og smáríkið sem standa þarf á eigin fótum. „Halla- rekstur" í ákveðnum landshluta má jafna með ríkisstyrk. Sem dæmi má nefna héruð á Norður- Englandi og á Skotlandi, héruð í Norður-Noregi, jafnvel Færeyjar, o.s.frv. Smáríki sem vilja teljast sjálfstæð geta ekki notið styrkja í þessum mæli. Þess vegna þurfa þau að geta breytt gengi til að fleyta sér yfir kreppur. Gengislækkun dregur úr innflutningi um stundar- sakir og örvar atvinnustarfsemi vegna hærri útflutningstekna, m.ö.o. bætir samkeppnisstöðu innlendra atvinnugreina gagnvart erlendum keppinautum og dregur úr kaupmætti heima fyrir um leið. En slíkur leikur með verð myntar- innar getur aldrei gengið til lengd- ar. Fólk fer að sjá við gengislækk- unum og fer jafnvel að miða við erlendan gjaldmiðil í viðskiptum til að reyna að sleppa undan þeirri skerðingu á lífskjörum sem í gengisfellingu felst. En smárikið á sér engan bakhjarl eins og hérað, sem lendir i tekjumissi. Minni framleiðsla og minni þjóð- artekjur verða að koma fram í lægri launum og minni kaupgetu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.