Vísbending - 16.11.1983, Síða 2
VÍSBENDING
2
Vinnumarkaður frh. af bls. 1
mælikvarða, þar sem tölur liggja ekki
fyrir og framleiðsla á íslandi er að
mjög litlu leyti sambærileg við fram-
leiðslu iðnríkjanna. Búist er við
minnkandi launakostnaði við fram-
leiðslu í Bandaríkjunum miðrð við
önnur lönd vegna þess að þar hefur
verið mjög mikill hagvöxtur í ár (7-
9%) og framleiðni því mikil.
Á mynd 2 er hins vegar reynt að gera
launakostnaði á íslandi nokkur skil.
Bornir eru saman tveir mælikvarðar
ásamkeppnisstöðu, raungengi, sem
áður hefur verið nefnt, og „kaup-
taxtasamanburður". Síðarnefnda
stærðin er fengin með því að leið-
rétta breytingar meðalgengis krón-
unnar með mismuninum á milli
breytinga launataxta heima og í við-
skiptalöndunum. Þessir tveir mæli-
kvarðar á samkeppnishæfni út á við
eru raunar um leið aðferðir til að beita
við gengisstjórn. Ef gengi væri ein-
göngu stjórnað þannig að kaupmátt-
arjafnvægi (Purchasing Power Par-
ity, einnig þekkt sem PPP) héldist
milli landa væri raungengi alltaf
óbreytt. Ef gengi væri eingöngu
stjórnað þannig að jafnvægi héldist í
launakostnaði milli landa (Labour
Cost Parity eða LCP) væri „kaup-
taxtasamanburðarlínan" alltaf lárétt
og bein.
Skattamál
En samanburður á launataxtabreyt-
ingum milli landa er engan veginn
fullnægjandi vegna þess að ekki er
tekið tillit til framleiðnibreytinga og
skatta. Lækkun opinberra gjalda á
atvinnurekstur, ekki síst launa-
tengdra gjalda, kemur ekki síður til
greina til að bæta samkeppnisstöðu
þjóðar út á við en lækkun (eða minni
hækkun) launataxta eða lækkun
gengis. ( „London Business School
Outlook" frá október s.l. er t.d. hvatt
til að skattar á atvinnurekstur séu
lækkaðir til að auka atvinnu jafnvel
þótt til þess þurfi að hækka aðra
skatta, t.d. virðisaukaskatt. Lækkun
pundsins væri þó miklu áhrifameiri til
að bæta stöðu bresks útflutningsiðn-
aðar.
Er gengi krónunnar ofhátt skráð ?
Pað er freistandi að halda gengi föstu
með beinum ákvörðunum til að
draga úr hækkunum innflutnings-
verðlags. En gengi gjaldmiðils, sem
er verð hans miðað við aðrar myntir,
ræðst þegar til lengdar lætur af mis-
muninum á milli peningaframboðs
heima fyrir og í viðskiptalöndunum.
Þegar til lengdar lætur verður ekki
ráðið við verðbólgu nema með fullri
stjórn á aukningu peningamagns.
Lánsþörf hins opinbera er snar þáttur
í peningamyndun og því verður að
minnka hana.
Þessar aðgerðir taka tíma, varla
minna en tvö ár, ef vel tekst til. Á
meðan þarf að halda raungengi lágu
og raunvöxtum háum og gæta
strangs aðhalds í þeningamálum.
Þess vegna er gert ráð fyrir heldur
meiri gengislækkun og meiri launa-
hækkunum á næsta ári í verðbólgu-
spá Vísbendingar 31. ágúst s.l.
heldur en í forsendum fjárlagafrum-
varps. í síðustu viku var hreyft við
þeim hugmyndum af hálfu Vinnuveit-
endasambandsins að fella niður
niðurgreiðslur á næsta ári og nota þá
fjármuni sem til þeirra voru ætlaðir,
um railljarð króna, til láglaunabóta.
Þetta er skynsamlegt, þótt verðbólga
vaxi smávegis. Verð á landbúnaðar-
vörum leiðréttist miðað við aðrar
vörur, og fjármunir nýtast betur þeim
lægstlaunuðu, sem á þeim þurfa að
halda, betur.