Vísbending


Vísbending - 30.11.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 30.11.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 20.1 30. NÓVEMBER 1983 Gengi íslensku krónunnar: Eru einhverjar breytingar á gengi í sjónmáli? Meirl breytingar i þjóðarbúskapnum en dæmi eru til Meðalgengi íslensku krónunnar hefur nú verið stöðugt eftir gengis- fellinguna 27. maí s.l. er verð á erlendum gjaldeyri var hækkað um 17,1%.I reynd má því segja að gengi krónunnár hafi verið tengt mynt- körfu, þar sem í eru 17 gjaldmiðlar, þótt ekki sé um formlega bindingu að ræða (sjá nánar „Meðalgengi" ábls. 4). Auk bindingar krónunnar hafa breytingar margra hagstærða verið svo miklar undanfarnar vikur, að ekki eru mörg dæmi um annað eins. Til að nefna dæmi hafa þriggja mánaða breytingar frarnfærsluvísitölu lækkað úr um 22-23% á öðrum ársfjórðungi í um 6-7% á fjórða ársfjórðungi. Verðlag í landinu var tvöfalt hærra i júlí og ágúst í sumar en sömu mán- uði í fyrrasumar (m.v. framfærslu- vísitölu), en er 84% hærra í nóvem- ber 1983 heldur en í nóvember 1982. Kaupmáttur kauptaxta er um fjórðungi lægri á síðasta ársfjórðungi í ár en að meðaltali í fyrra. Þorskafli lækkar um fjórðung milli ára, úr 382 þúsund tonnum 1982 í 290 þúsund tonn (áætlað) f ár, og hugsanlega aftur um annan fjórðung á næsta ári. Þá mætti nefna, að vextir hafa verið lækkaðir um 10-15% síðan 21. september s.l. og er það um það bil þriðjungslækkun. Vísitölur framfærslukostnaðar, Jafnvægi? Það er því ekki auðvelt að meta hvar sé misvægi og hvar jafnvægi í þjóð- arbúskapnum um þessar mundir. Út frá kostnaðarsjónarmiðum einum mætti benda á, að síðan í júni hafa launataxtar aðeins hækkað um 4%, verð á erlendum gjaldeyri hefur hald- ist stöðugt og hækkanir erlendis frá eru almennt afar litlar - með örfáum undantekningum þó. Þá hefur fjár- magnskostnaður lækkað, og ætti því rekstrargrundvöllur að vera bærileg- ur ef sala fyrirtækja hefur ekki dregist saman vegna minni kaupmáttar. Sé einblínt á kostnaðarsjónarmiðin virð- ist eina hættan á röskun þessa „ stöðuga “ ástands vera sú að gerðar verði óhóflegar kaupkröfur á næsta ári og/eða að gengi verði látið síga. En það er fleira en laun og gengi, sem mótar framvinduna, og raunar eru sumir þeirrar skoðunar, að breyt- ingar launa og gengis (verðs á vinnu og verðs á mynt þjóðarinnar gagn- vart öðrum myntum) séu afleiðing, en ekki orsök. Vísitala framfærslu- kostnaðar var mæld seinni hluta júnímánaðar og var þá 340 stig (1. janúar 1981 = 100). f fyrri hluta nóv- ember var f-vísitalan 387 stig og verðlag því um 13-14% hærra en í júní. Á sama tíma hefur verð á erlendum gjaldeyri ekkert hækkað og því er vaxandi hætta á að innlend framleiðsla eigi í vök að verjast í samkeppni við innflutning. Einnig má telja fullvíst að tekjur í landinu á þessu ári hafi hækkað mun meira en kauptaxtar. Launaskrið er það nefnt, er laun hækka umfram launataxta (m.v. sömu skattgreiðslur og sama vinnu- tíma). Launaskrið verður m.a. til við að fólk flyst í betur launuð störf, fær stöðuhækkanir, en einnig við yfir- borganir. Engar opinberartölur eru til um launaskrið innan ársins, en hætta á launaskriði eykst þegar launataxtar eru bundnir með lögum. Hugsanlegt er að launaskrið nemi um 4-5% á þessu ári að meðaltali fyrir alla laun- þega. Launaskriði er þó mjög mis- skipt á milli stétta og má ætla að í sumum stéttum sé þetta hlutfall helmingi hærra. Lögbinding kaup- taxta er einmitt varasöm af þessum ástæðum. Vissir hópar launþega dragast aftur úr í tekjum svo að veldur spennu er samið er um kaup og kjör á nýjann leik. Stjórnhyggja? Það er stjórnhyggja Islendinga sem veldur því að oft er torvelt að ráða í hvað sé að gerast f þjóðarbú- skapnum, og á það ekki síst við um þessar mundir. Launataxtar eru bundnir með lögum, gengi og vextir eru alfarið háð ákvörðunum stjórn- valda svo og ótal aðrar mikilvægar stærðir, svo sem fiskverð og búvöru- verð. Afleiðingar misvægis, sem til dæmis myndast vegna hallareksturs ríkissjóðs, útlána bankakerfisins og töku lána í útlöndum, kemur því ekki fram í þessum stærðum fyrr en um síðir - og þá þarf opinberar ákvarð- anir til breytinga. Segja má að við slíkar aðstæður komi spenna innan- lands fyrst fram í halla á viðskiptum við útlönd. En innflutnings- og útflutningstölur frá mánuði til mán- aðar sveiflast mjög mikið til og frá og því er erfitt að henda reiður á hvert stefnir. Þjóðhagsstofnun hefur spáð um 2-3% halla í viðskiptum við útlönd á þessu ári. Vöruskipti áfyrstu níu mánuðum ársins voru ekki með öðrum hætti en gert hafði verið ráð Efni: Gengi íslensku krónunnar 1 Sala ríkisfyrirtækja 2 Neðanjarðarhagkerfið 3 Meðalgengi krónunnar 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi (slensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.