Vísbending


Vísbending - 07.12.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.12.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING £ 5 VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 17 21.1 7. DESEMBER 1983 Hagvöxtur: Framleiðsluaukning langmest í Bandaríkjunum Tólf manuðir frá byrjun uppsveiflu Um þetta leyti í fyrra tók framleiðsla að aukast aftur I Bandaríkjunum eftir samdráttarskeið frá því um mitt ár 1981. Hagvöxtur hefur verið mikill I Bandaríkjunum á þessu ári, jafnvel þótt miðað sé við fyrsta ár uppsveiflu. Á árinu 1984 er búist við að fram- leiðsluaukning verði mest í Banda- ríkjunum og Japan. Ný spá frá „ hag- ráðinu'' I Þýskalandi, en í því eiga sæti fimm efnahagsráðgjafar stjórn- arinnar, bendir jafnframttil meiri hag- vaxtar þar á næsta ári en búist hafði verið við, um 2,5% til 3,0%. [ nóvemberskýrslu National Institute of Economic and Social Research, sem er óháð rannsóknarstofnun í London, segir að hagvöxtur í Vestur- Evrópu í ár verði naumast meiri en 1 %. Mikill samdráttur á Ítalíu og eng- inn hagvöxtur I Frakklandi draga meðaltalið mikið niður. Bretland Á Bretlandi deila menn um hvort aukning framleiðslu verði tveir eða þrír af hundraði á næsta ári. Hag- fræðingar-NIESR telja að hún verði innan við tvo af hundraði en breska stjórnin telur að framleiðsluaukning verði nær þremur af hundraði. Stofn- unin hefur oft hvatt Thatcherstjórnina tii að auka peningamagn í umferð fremur en að draga I sífellu úr ríkisút- gjöldum. Telurstofnunin að hagvöxt- ur á Bretlandi á næsta ári og 1985 verði einungis 1 til 1,5%, en var 2,5 til 3% í ár. Undanfarna mánuði hefur atvinnuleysi staðið I stað, en 1 tn 1,5% framleiðsluaukning á ári mun ekki nægja til að koma í veg fyrir aukningu atvinnuleysis. Breska stjórnin telur á hinn bóginn að hag- vöxtur á næsta ári verði um 3% og verðbólga í lok árs verði um 4,5%, en hún er nú um 5%. Framleiðsluaukning ólik milli landa Aukning framleiðslu hefur verið mjög mismikil í hinum ýmsu löndum. Á árinu 1984 er búist við 3 til 3,5% hag- vexti í OECD-löndum, en minna en 1,5% í Vestur-Evrópu. [ nýjustu skýrslu OECD (júlí 1983) var búist við 3,75% hagvexti í OECD-löndum að meðaltali á næsta ári. Á árinu 1985 er búist við að hagvöxt- ur verði heldur jafnari milli landa en í ár og á næsta ári. Gert er ráð fyrir mestum hagvexti I Japan, og að Bandaríkin, Kanada og Vestur-Evr- ópa verði nálægt meðaltalinu, sem gæti orðið nálægt2,5%. [ Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu hefur verið gripið til sparnaðaraðgerða og því er gert ráð fyrir að þær ráðstafanir komi fram í minni hagvexti fyrst í stað. Verðlag og kauplag Launahækkanir eru mjög mismiklar milli landa. Á [talíu og í Frakklandi hefur dregið úr launahækkunum, en þær voru um 16% á Ítalíu og um 12% á Frakklandi I lok síðasta árs. Launahækkanir í framleiðslugreinum í Bandaríkjunum voru á bilinu 4 til 5% og í OECD-löndunum að meðaltali hefur framleiðslukostnaður hækkað um 5,5 til 6% áári síðustu mánuðina. Gert er ráð fyrir hjaðnandi verðbólgu í Bandaríkjunum, á Bretlandi, í Japan og Kanada. í OECD-löndunum að meðaltali er spáð 5,5% verðbólgu á næsta ári og 5,5 til 6% árið 1985. Þessi spá er samhljóða OECD-spá frá því I júlí s.l. NIESR telur að olíu- verð geti hækkað aðeins á næsta ári með vaxandi eftirspurn (sjá annað álit I „Hrávörur" á bls. 3). Langtimahorfur í vaxtamálum í nýju fjármálariti frá London Busi- ness School, Financial Outlook, sem framvegis mun koma út ársfjórð- ungslega með „Economic Outlook" frá LBS, er varað við því að ekki muni takast að ná niður vöxtum á löngum lánum í Bretlandi á næstu árum. Breska stjórnin hefur náð miklum árangri f verðbólgumálum. Þennan árangur verður að innsigla með lækkun vaxta, svo að hægt verði að fjármagna ný framleiðslutæki með löngum lánum á lágum vöxtum. Bent er á að á sjöunda áratugnum, þegar verðbólga var svipuð og búist er við að hún verði á næstu fjórum árum, voru vextir aðeins 2 til 3% hærri en verðbólga. Raunvextir nú um 5 til 6%, en nokkur lækkun hugsanlega eftir næsta ár, að masti LBS. Efni: Hagvöxtur í umheiminum 1 Vaxtaskipti og myntaskipti 2 Hrávörumarkaður 2 Sænska krónan 4 Escudos 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Hagvöxtur f nokkrum löndum, %. Banda- ríkin Kanada Japan Frakk- land Pýska- land ítalia Brel- land Island V,- Evrópa OECD alls 1971-81 . . . 2,8 3,7 4,7 3,1 2,5 2,9 1,4 4,7 2,6 3,1 1982 -1,9 —4,4 3,0 1,8 -1,1 -0,3 2,4 -2,0 0,3 -0,3 1983, áætlun 3,3 3,3 3,0 0,2 1,0 -1,8 2,2 -5,5 0,8 2,1 1984, spá . . 5,0 4,0 4,0 0,0 2,0 1,0 2,0 -2,4 1,3 3,3 1985, spá . . 2,5 2,5 4,3 1,5 2,5 2,0 1,0 - 1,9 2,5 Heimild: NIESR

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.