Vísbending


Vísbending - 07.12.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.12.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 að stórir bankar geta séð um slíka samninga án þess að finna mótaðilja í hverjum samningi (þ.e. bankinn er sjálfur mótaðili og jafnar síðan samn- ingana þegar lengra er litið). Vegna þess að gjaldmiðlaskiptin eru flóknari viðureignar verður hver samningur að fá sérstaka meðhöndlun. Með vaxandi útbreiðslu er þó búist við að á næstunni bjóði stærstu bankar og aðrir sem stunda gjaldeyrisviðskipti upp á myntaskipti án þess að um gagnkvæma samninga milli lántaka sé að ræða hverju sinni. Hagkvæmni skiptanna Eins og fyrr var nefnt felst hag- kvæmni skiptanna í því að lántakar hafa misgreiðan aðgang að lána- markaði. Til dæmis er áhætta við að lána bandarísku fyrirtæki metin öðru vísi í Bandaríkjunum en í Þýskalandi eða Sviss. Hver lántaki tekur því lán þar sem það fæst á bestum kjörum og skiptir því síðan fyrir aðrar lána- skuldbindingar ef það hefur ein- hverja kosti. Þannig jafnast í reynd sá vaxtamunur, sem oft er á milli landa og ekki hverfur með mismun- andi verðbólgu og gengisbreyting- um. Til dæmis eru vextir með lægsta móti í Sviss, Þýskalandi og Hollandi og jafnvel í Japan, en hafa verið hærri í Bandaríkjunum og Bretlandi, m.a. vegna meiri hættu á vaxandi verð- bólgu. Algengustu skiptin eru vegna þess að fyrirtæki eru að reyna að lækka vaxtakostnað. Til dæmis mætti skipta á dollaraláni með föstum vöxtum frá 1981 í lán með breytilega Liborvexti, eða á hávaxtaláni í dollurum og láni í yenum með lægri vöxtum. Aðrir not- færa sér lánaskipti til að hagræða skattgreiðslum eða greiðslustreymi (skipta t.d. á tveimur vaxtagreiðslum á ári og einni). En eins manns hagur er annars óhagur, þótt sagt sé að allir græði á skiptunum. Hver tapar þá? Það gæti verið mótaðilinn eða lánveitendur, bankinn, sem metur áhættu, eða það fyrirtæki, sem gengur of langt á sínum eigin lánamarkaði og tapar lánstrausti. Þessa þætti er erfitt að meta fyrirfram, og því reynir á hæfni og reynslu bankanna og annarra sem eiga þátt að lánaskiptunum. Dæmi um lánaskipti Möguleikarnir í skiptaviðskiptunum eru ótæmandi. Sem dæmi mætti taka fyrirtæki A, sem vill breyta hluta lána sinna í svissneska franka til að lækka vaxtakostnað og dreifa áhættu, en fyrirtæki A á ekki greiðan aðgang að svissneskum lánamarkaði og yrði að greiða 1,3% umfram markaðsvexti. Fyrirtæki getur tekið dollaralán á 0,75% yfir Libor. Fyrirtæki B er með lán í svissneskum frönkum frá 1980, þegar gengið var I, 6 sv.fr. pr. dollara og vill nú notfæra sér hágengi dollarans, 2,1 sv.fr. pr. dollara. Fastir vextir á svissneska láninu eru 6%, en B geturtekið doll- aralán með 11,85% föstum vöxtum. Fyrirtæki C, sem erfjármálafyrirtæki, vildi taka dollaralán á Euromarkaði á Libor vöxtum. C hefði orðið að greiða II, 71% vexti af 50 milljón dollara Eurobond útgáfu til 7 ára. Skiptasamningar voru nú gerðir og ýmis önnur tengd viðskipti til að ná settu marki. A vildi fá lán I svissnesk- um frönkum, B vildi skipta láni úr frönkum í dollara, og C vildi Eurolán með breytilegum vöxtum. Með því að hagnýta stöðu hvers fyrirtækis á mismunandi markaði náðist 1,09% vaxtamunur, auk þess sem B náði um 25% gengishagnaði. Vaxtamun- inum var þannig skipt að A fékk 0,11 %, B fékk ekkert (nema gengis- hagnaðinn, sem raunar nam næstum 15 milljónum dollara), C fékk 0,4%, 0,48% runnu til bankans, sem sá um samningana, og 0,1% til bankanna, sem sáu um lánið til A. annað verðlag næstu þrjátíu árin eða svo. Helstu ástæður eru aukin samkeppni frá öðrum tegundum eldsneytis, vaxandi olíuframleiðsla um allan heim og minnkandi áhrif OPEC ríkjanna. Horfur eru á stöðugu olíuverði á næsta ári. Búist er við að Saudi Arabía haldi viðmiðunarverði sínu við 30 dollara á tunnu á árinu 1984. Jafnvel þótt verðlag kunni að lækka örlítið næstu mánuði virðist almennt jafnvægi á þessum mark- aði og því ekki von á verðbreyting- um. Ál Verð á áli hefur hækkað meira en verð á nokkrum öðrum málmi og er álverðið nú 70 til 90% hærra en það var á sama tfma í fyrra. Birgðir hafa snarminnkað og álver í vestrænum ríkjum og Japan eru nýtt að þremur fjórðu hlutum. Talið er að álverð í Bandaríkjunum, sem nú er um 81 sent pundið, kunni að hækka f meira en dollara pundið á næsta ári og aukinn hagvöxtur í Vestur-Evr- ópu á næsta ári gæti enn aukið á verðhækkanir. í um mánaðargamalli álskýrslu frá Shearson/American Express er talið að notkun á áli verði meiri en framleiðsla allt næsta ár og að birgðir verði orðnar hættulega litlar f árslok. - Forstjóri Alcans, David Culver, telur á hinn bóginn að nægar birgðir verði allt næsta ár. Til að auka framleiðslu að ráði þyrfti að taka í notkun álver, sem nú borgar sig ekki að starfrækja, og til þess að hefja framleiðslu í þeim aftur þyrfti verð að vera miklu hærra en það er nú. Meðalverð á áli í ár verður um 85 sent pundið og meðalverð 1984 um dollari pundið. En verð á áli gæti hækkað umfram þetta á næstu tveimur til þremur árum. Helstu samkeppnismálmar, kopar, tin og sink, gætu lækkað í verði í saman- burði við annað verðlag. Þannig gæti myndast ákveðin hætta á of- framleiðslu á áli á árinu 1985, sem gæti þá haft í för með sér lækkun á álverði miðað við annað verðlag. Eins og fyrr segir er forstjóri Alcans á annarri skoðun varðandi álbirgðir og telur að birgðir taki ekki að minnka fyrr en í lok næsta árs. Er þá gert ráð fyrir að notkun aukist um 7 til 8% á næsta ári og að 1,5 milljón tonna verði framleidd í álverum sem opnuð verða á nýjan leik vegna vaxandi eftirspurnar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.