Vísbending


Vísbending - 21.12.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.12.1983, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 23.1 21. DESEMBER 1983 Spánn: Sósíalistar ná góðum árangri við stjórn efnahagsmála Allgóðar horfur með verðbólgu og viðskiptajöfnuð Þegar stjórn sósíalista á Spáni kom til valda fyrir einu ári beitti hún sér fyrir fremur hógværri stefnu í efnahagsmálum, en hún þykir hafa staðið vel við þau markmið, sem hún setti sér. Helstu markmið voru að draga úr verðbólgu og lækka hallann í viðskiptum við útlönd. Helstu vandamál nú eru vaxandi atvinnuleysi, um 18% vinnu- færra manna og hallinn á opin- berum rekstri. Ástandið krefst áframhaldandi aðhaldsaðgerða og útlitið því ekki gott á næsta ári. í ár var stefnt að um 2% hagvexti og er talið að því marki verði náð, ekki síst vegna auk- ins útflutnings til Bandaríkj- anna. Stjórnin stefnir að um 2,5% hagvexti næsta ár og um 3% 1985 og 1986 til að leitast við að vinna bug á atvinnuleysi. Ríkisstjórn Gonzalezar forsæt- isráðherra hefur sett 6,5% hækkun sem viðmiðun í samn- ingum við opinbera starfsmenn á næsta ári og ætlast er til að sömu markmið gildi á frjálsum markaði. Stefnt er að því að halda verðhækkunum innan við 8% á næstaári, svo að um er að ræða nokkra skerðingu kaup- máttar. Kröfur verkalýðsfélag- anna eru um 8-10% launa- hækkanir; en í Ijósi efnahags- legra aðstæðna á Spáni virðist lítil von til að rauntekjur geti hækkað á næsta ári. Búist er við, að viðskiptahallinn í ár verði um 3 milljarðar dollara, en hann var um 4 milljarðar dollara í fyrra. Gengi pesetans Næsta ár er stefnt að því að hallinn í viðskiptum við útlönd verði um 2 milljarðar dollara. Gengi pesetans hefur fallið mjög mikið á árinu. Verð á doll- ara hefur hækkað úr 126 peset- um í upphafi ársins í um 156 peseta í nóvemberlok og hefur gengislækkunin greitt mikið fyrir útflutningi til Bandaríkj- anna, eins og fyrr segir. Sam- keppnisaðstaða Spánverja á Frakklandsmarkaði, sem er þeirra stærsti markaður, hefur þó ekki lagast mikið, vegna gengislækkunar franska frankans. Evrópumarkaðurinn er Spánverjum mikilvægastur. Þannig er búist við um 7-8% lækkun pesetans gagnvart þýsku marki á næsta ári, en lækki gengi dollarans gagnvart Evrópumyntum, gæti gengi pesetans jafnvel hækkað örlítið miðað við dollara. Talið er, að aukinn hagvöxtur í flestum Evr- ópulöndum á næsta ári muni styrkja greiðslujöfnuð Spán- verja og gengi pesetans. Eins og fyrr segir, verður hagvöxtur um2% í ár, en útflutningsaukn- ing um 5%. Á árinu 1984 er vonast til, að aukning í útflutn- ingsframleiðslu verði jafnvel 8,5%. Vísbending kemur næst út mið- vikudaginn 4. janúar n.k. Útgef- endur blaðsins óska lesendum gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Efni: Efnahagsmál á Spáni og gengi pesetans 1 Bandaríkjadollari 2 Upplýsingakerfi Reuters (Reuter Monitor) 3 Vaxtalækkunin 21-12 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Fylgirit: Atriðaskrá 1983 1-4 Heimild: OECD

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.