Vísbending


Vísbending - 21.12.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.12.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Bandaríkjadollari: Vaxandi uggur vegna halla á opinberum rekstri og viðskiptahalla Dollaragengi þó hærra í desember en um langt skeið Gengi dollarans var í síðustu viku hærra gagnvart mörgum helstu gjaldmiðlum en dæmi eru til um ára- bil. Var gengið til dæmis hærra gagn- vart þýsku marki en það hafði verið í tíu ár og hærra en nokkru sinni fyrr gagnvart ýmsum veikari myntum. Hækkunin er að mestu rakin til ytri aðstæðna og lögðust þar margir þættir á eitt um að hækka gengi doll- arans. Skotárásir Bandaríkjamanna í Líbanon jók eftirspurn eftir dollar- anum, þar sem dollarinn virðist nú hafa tekið við af gulli sem trygging fjármuna, og hann hækkar þvl í verði er hætta er talin steðja að. Þá birtust ýmsar skammtímamælingar hag- stærða ífyrri hlutadesembermánað- ar sem venju fremur gáfu tilefni til bjartsýni. Þar má nefna tölur um minna atvinnuleysi (úr 8,8% í októ- ber í 8,4% í nóvember) og tölur um nýjar verksmiðjur sem farið er að reisa. Jafnframt hefur óvenjulega mikil framleiðsluaukning á þessu ári fyllt menn bjartsýni. Aukin dollaraeftirspurn fyrr í mánuð- inum mun hafa hafist í Evrópu, en á svipuðum tíma voru þar harðvítugar deilur innan Efnahagsbandalagsríkj- anna, m.a. vegna fjárrnála banda- lagsins og fjárhagsáætlunar. Yflrleltt lítll g/aldeyrlsvidskipti I desember í desember eru oft lítil viðskipti á gjaldeyrismarkaði. Samningar um til- tölulega litlar fjárhæðir fara þvi að skipta meira máli en endranær og á slíkumtímum eroftvonátalsverðum sveiflum á gengi. Gjaldeyrissalar eru að jafna bækur sínar fyrir áramótin, en þá er yfirleitt lægð í gjaldeyrisvið- skiptum. Sagt er að til séu spákaup- menn sem reyni að notfæra sér aðstæðurnar og hafa áhrif á gengi gjaldmiðla með smáum fjárhæðum á meðan stóru bankarnir taka ekki þátt í viðskiptunum svo að neinu nemi. Hvernig reiðir dollaranum af 1984? Þótt þær skýringar á hágengi dollar- ans sem hér hafa verið taldar höfði aðallega til ytri aðstæðna og skamm- tímaáhrifa, en síður til beinna efna- hagslegra þátta, þá hljóta þeir síðar- nefndu einnig að hafa nokkur áhrif. En þar stangast á skammtíma- og langtímasjónarmið. Sé litið á fyrri hluta næsta árs eru horfur á að vextir haldist áfram háir í Bandaríkjunum og því ólíklegt að gengi dollarans falli mikið snemma á árinu. Sé litið lengra eru blikur á lofti og eru hallarnir tveir í þjóðarbúskap Bandaríkjamanna, hallinn á opinberum rekstri og við- skiptahallinn, áhyggjuefni fleiri og fleiri sem um málið hafa fjallað. Stephen Marrls, seniorfellow í Insti- tute for International Economics í Washington, ritargrein í nýjasta hefti Fortune tímaritsins og varar við að óbreytt ástand geti leitt til alvarlegs misvægis í bandarískum þjóðarbú- skap líkt eins og Bretar lentu í á miðjum síðasta áratug. Stephen Marris var áður aðalráðgjafi fram- kvæmdastjóra OECD varðandi efna- hagsmál. I misvæginu, sem Marris kallar „stabilisation crisis", felst, að gengi gjaldmiðilsins tekur að falla, en vextir hækka og verðbólga eykst. Jafnvægi bandaríska þjóðarbúsins er stefnt í hættu vegna stjórnleysis í opinberum fjármálum, að sögn Marris. Hallareksturinn leiðir fyrr eða síðar til þess að menn glata trausti á inn- lendum fjármálamarkaði og gjaldeyr- ismarkaði. Aðhaldssöm stefna í pen- ingamálum eins og sú sem fylgt er í Bandaríkjunum um þessar mundir bætir úr í bili, en getur engan veginn komið í veg fyrir það tjón sem halla- rekstur hins opinbera veldur. Opin- ber lánsþörf hefur í för með sér háa vexti og vextirnir laðatil sín nægt fjár- magn til að jafna hallann fyrst í stað. En þetta ástand getur ekki varað að eilífu. Fyrr eða síðar kemur að því að fjármálamenn missa trúna á dollar- ann. Þá snýst fjárstreymið við og þá veikist gengi dollarans og verðbólga eykst. Vextir halda áfram að hækka en gengi dollarans gæti haldið áfram að lækka enn um sinn vegna þess að fjárstreymi út úr landinu stöðvast ekki.strax. Harðlega deilt á Bandaríkjamenn fyrir efnahagsstefnuna Háir vextir í Bandaríkjunum hafa valdið spennu á milli Bandaríkja- manna og Vestur-Evrópuþjóða og hefur Thatcher, forsætisráðherra Breta, nýlega gagnrýnt Bandaríkja- menn harðlega í breska þinginu fyrir efnahagsstefnuna og þau áhrif sem hún hefur á vexti á alþjóðlegum markaði. Á blaðamannafundi sem Regan, fjármálaráðherra Bandaríkj- anna.hélt í London 8. desember s.l., talaði hann opinskátt um vandann í rikisfjármálum þjóðar sinnar og viðurkenndi að draga þyrfti úr halla- rekstrinum. I ræðu sinni í breska þingínu spáði Thatcher, forsætisráð- herra, að hallareksturinn í Bandaríkj- unum mundi valda miklum vand- kvæðum innan árs („cause great trouble within twelve months"). En Regan gaf engar vonir um minnkandi lánsþörf hins opinbera 1984, þar sem forsetakosningarnar fara i hönd. Tengslunum á milli bandaríska þjóð- arbúskapsins og umheimsins hefur verið líkt við fíl í árabát, og halda stjórnvöld utan Bandaríkjanna því fram að þeir beri eingöngu eigin hag fyrir brjósti við mótun og framkvæmd efnahagsstefnu sinnar. Opinberri lánsþörf í Bandarikjunum hefur verið fullnægt án þess að hafa merkjanleg áhrif á kauphallarviðskipti þar og háu Heimild: Financial Times

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.