Vísbending


Vísbending - 21.12.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 21.12.1983, Blaðsíða 3
VISBENDING 3 vextirnir hafa heldur ekki dregið úr hagvexti í Bandaríkjunum. En há- gengi dollarans og háir vextir í Bandaríkjunum hafa skaðað veru- lega ýmsar aðrar þjóðir og er efna- hagsvandi nokkurra Suður- Ameríkuríkja sennilega alvarlegast- ur. Jafnframt hefur greiðslubyrði margra ríkja þriðja heimsins dregið svo úr getu þeirra til innflutnings að hagvöxtur Evrópuþjóða, sem selja þangað vörur, hefur orðið hægari fyrir vikið. Martin Feldstein, aðalefnahagsráð- gjafi Bandaríkjaforseta, hefur þrá- faldlega varað við þeim vanda sem steðjaði að vegna stefnu stjórnar- innar f ríkisfjármálum. Telur Feld- stein að þann vanda, sem rakinn hefur verið hér, megi allan rekja til opinberrar lánsþarfar Bandaríkja- manna. Auk vaxtaáhrifanna dragi hallareksturinn til sín sparnað ann- arra þjóða og hágengið stefni við- skiptahalla Bandaríkjamanna í bráðan voða. Ríkasta þjóð veraldar geti ekki verið þekkt fyrir að vera einnig mesti innflytjandi fjármagns I heiminum. Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu vikurnar hefur Feld- stein ekki hlotið þakkir Bandaríkja- forseta fyrir málflutning sinn, en samt ekki látið deigan síga. Frá sam- skiptum efnahagsráðunautsins og forsetans er greint I nokkrum smá- atriðum í Newsweek, 12. desember s.l. Draumaveröld keynesistans? Þótt langflestir séu á einu máli um það að opinber lánsþörf á borð við þá bandarísku stofni efnahagslífinu í hættu þegar til lengdar lætur, eru þeir til sem líta á bandarísk ríkisfjármál sem ímynd hins sanna keynesisma er önnur ríki, ekki síst Bretar, ættu að taka sér sem fyrirmynd. Peninga- magn og bankamenn benda aftur á móti á það, að niðurstaðan yrði ófög- ur ef bandarískur þjóðarbúskapur væri látinn sæta sams konar rann- sókn af hálfu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Reaganstjórnin beitir á skuldugu löndin. 1 skýrslu sinni til Bandaríska þingsins telur Feldstein að skattalækkanirnar I fyrra og í júlí í ár hafi haft veruleg áhrif á hagvöxt í ár, en jafnframt aukið á hallarekstur- inn í ár. Alvarlegast sé að búist er við sviþuðum halla, um 200 milljörðum dollara á ári, a.m.k. til ársins 1988, sé ekkertað gert. Áhrif hallans á bandarískt efnahagstif Flestir telja að háir vextir dragi úr fjárfestingu þegar til lengdar lætur og skaði þannig hagvöxt. Þessi áhrif koma þó ekki í Ijós fyrr en eftir nokkur ár. Jafnframterhættaá aðhagvöxtur verði meiri í þjónustugreinum, neysluvöruframleiðslu og vogna- framleiðslu, en minni í útflutnings- greinum, byggingariðnaði og fram- leiðslu á fjárfestingarvörum sem standa eiga undir hagvexti síðar meir. Enginn veit hvenær áhrifa hailans tekur að gæta til lækkunar á gengi dollarans á alþjóðlegum markaði; hvenær sprengjan springur, svo' að notað sé orðfar Newsweek. Lækk- unin gæti orðið í nokkrum þrepum á löngum tíma eða á fáeinum dögum. Talið er að bandaríski seðlabankinn sé í stakk búinn til að bregðast við slfkri hættu með snöggum hætti og herða peningastefnuna til muna. Jafnframt er búist við að þingið gæti gert umtalsverðar breytingar á fjár- lögum á mjög skömmum tíma, ef því væri að skipta. En slíkar aðgerðir mundu leiða til samdráttar f Banda- ríkjunum og tæplega vera öðrum þjóðum neinn styrkurfyrst í stað. Upplýsingakerfi Reuters. Eins og mörgum tesendum mun kunnugt hafa fulltrúar Reut- ers verið tvívegis hér á landi á árinu til að kynna og selja upplýs- ingakerfi sem nefnt er Reuter Monitor. í kerfi þessu er hægt að velja á milli upplýsinga um nokkra málaflokka. Sá sem gerist áskrif- andi að Reuter Monitor fær í kaupunum sérstakan tölvuskjá og prentara og tengingu gegnum síma við aðatstöðvar kerfisins. Helstu málaflokkar sem upp- lýsingar eru um eru peninga- og gjaideyrismarkaður, hrávörur og olíuviðskipti. Kerfið er þannig byggt upp að bankar, verðbréfa- fyrirtæki og fleiri slíkir aðilar, sem hafa upplýsingar fram að færa hver á sfnum markað, hafa hver sína „upplýsingasíðu" og sjá sjálfir umaðsetja inn nýjustu upp- lýsingar sínar um gengi gjald- miðla, vexti, verð á flokkum verðbréfa eða hrávörum o.s.frv. Áskrifendur hafa síðan beinan aðgang að þessum upplýsingum sem breytast oft jafnharðan og viðskipti eigasérstað. Hægterað gerast áskrifandi að einum „pakka", þ.e. upplýsingum um einn málaflokk, eða fleirum. Jafn- framt er hægt að tengja saman nokkra skjái á sömu línu. Ráðamönnum íslenskra fyrir- tækja og stofnana hefur þótt kostnaðurinn við Reuter Monitor hár, en áskrift að upptýsingum um einn máiafiokk miðað við einn skjá og prentara mun vera um 2.500 dollara á mánuði, en við- bótarkostnaður vegna viðbótar- pakka eða fieiri skjáa nálægt 300 dollurum á mánuði. Stafar þetta háa verð aðallega afsímakostnaði til London, en Reuter mun hafa stillt verðinu á áskrift til íslendinga mjög í hóf í Ijósi aðstæðna. Verðið, sem hér er nefnt, miðast við að fimm til sex áskrifendur tengist kerfinu. Ef úr verður gæti Reuter Monitor verið kominn í gagnið hér á landi á öðrum árs- fjórðungi 1984. Enn virðist þó óráðið hvort af verður, og er það aðallega kostnaðurinn sem vex mönnum í augum. Á árinu 1985 rennur hins vegar út núgildandi samningur við Mikla norræna símafélagið, sem sér um símalín- ur til landsins, og má þúast við að símkostnaður lækki mjög mikið er nýtt fyrirkomulag tekur við. Munu bæði forráðamenn Reuters og þeir sem tekið hafa ákvörðun um að gerast áskrifendur hafa haft þetta í huga. Fáum blandast hugur um að aðgangur að upplýsingakerfi Reuters gæti leitt til mikillar hag- kvæmni i viðskiptum lands- manna, bæði á erlendum pen- ingamarkaði, hrávörumarkaði og vegna sölu á útflutningsfram- leiðslu. Útlendingum kemur spánskt fyrirsjónir að íslendingar annist öll viðskipti sín án þess að hafa beinar uþþlýsingar um nýjustu tíðindi á viðkomandi markaði. Þeir frumkvöðlar sem hafa tekið ákvörðun um áskrift munu því einnig hafa haft í huga fræðslugildi kerfisins varðandi utanríkisviðskiþti þjóðarinnar auk beinna hagsmuna afbetri uþþlýs- ingum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.