Vísbending - 11.01.1984, Side 2
VÍSBENDING
2
Kjaramál og gengi
Horfurnar á næstu vikum
Breytingar peningastærða
Kjaramál og gengi eru ekki tengd
með þeim hætti sem oft er látið í
veðri vaka í daglegri umræðu. Er þá
látið í það sklna að breytingar gengis
síðar á þessu ári ráðist af launahækk-
unum eða að gengi krónunnar hafi
þegar verið ákveðið og að launa-
hækkanir verði að vera „innan þess
ramma'1.
Gengi krónunnar er verð á gjaldmiðli
okkar gagnvart myntum annarra
landa og þessu verði geta stjórnvöld
ekki ráðið til lengdar án tillits til fram-
boðs og eftirspurnar á „gjaldeyris-
markaði" krónunnar. Formlega er
slíkur markaður ekki til en þegar til
lengdar lætur lýtur gengi krónunnar
markaðslögmálum en ekki stjórn-
völdum. Meðfylgjandi tafla sýnir
breytingar þriggja mikilvægra pen-
ingastærða og sýna allar tölurnar
árshraða. Nokkuð hefur hægt á
aukningu grunnfjár og peninga-
magns (M3) síðustu mánuðina en
útlán bankakerfisinsaukastenn með
svipuðum hraða, 85-90%, og verið
hefur frá fyrri hluta árs 1982. Stafar
munurinn á aukningu fyrstnefndu
stærðanna og útlána að nokkru af
því að peningar streyma út úr landinu
þegar krónum er varið til að kaupa
erlendan gjaldeyri til að greiða inn-
flutning og vexti og afborganir af
erlendum lánum. Þetta úistreymi fjár,
þ.e. gjaldeyrissala bankanna, lækkar
peningamagn en ekki útlán. Benda
peningastærðir nú þegar til þess að
markmið stjórnvalda í verðlags-
málum á þessu ári séu í hættu, vegna
þess að áhrif af aukningu lánsfjár nú
koma fram I aukinni eftirspurn, meiri
framleiðslu og hærra verðlagi eftir
nokkurn tíma. Svo að vitnað sé til
orða Friedmans, þá er þessi tímatöf
bæði löng og breytileg en oft er
miðað við tólf til átján mánuði. Hún
kynni þó að vera heldur skemmri hér
á landi við ríkjandi aðstæður.
Gengi
Þegar fleiri krónur bætast við þær
sem fyrir eru án þess að aukin fram-
leiðsla standi á bak við fjölgunina
verður hver króna verðminni. Árin
1982 og 1983 dróst VÞF saman og
enn er spáð 3-4% minni framleiðslu
í ár en í fyrra. Réðist gengi krónunnar
á frjálsum markaði virðist óliklegt að
við þessar aðstæður styrktist gengi
hennar jafnt og þétt (með gengi doll-
arans) gagnvart þýsku marki, sviss-
neskum frönkum, gyllinum og fleiri
sterkum Evrópumyntum. En nú er
svo komið að margar Evrópumyntir
eru skráðar 3-5% lægra gagnvart
krónunni en um mitt ár í fyrra og hafa
forsvarsmenn iðnrekenda varað við
þessari þróun. Bent er á að dollarinn
vegi um 46% í íslensku myntkörf-
unni (landavog og myntvog, meðaltal
áranna 1980-1982, sjá Vísbendingu
30. nóv. s.l.). Margarþjóðirmiðaein-
göngu við landavog. í okkar landa-
vog vegur dollarinn um 30%, en það
er vægi hans í myntvoginni sem
hækkar meðaltalið upp í 46%.
Brýn þörf er nú á að leiðrétta gengi
krónunnar gagnvart gengi Evrópu-
myntanna. Þessa lagfæringu, sem
að hluta er nauðsynleg vegna þess
að gengi krónunnar hefur hækkað
nokkuð gagnvart Evrópumyntum
með gengi dollarans, er best að gera
án þess að breyta vægi dollarans í
viðmiðunarkörfu okkar. Ef kemur til
lækkunar á gengi dollarans gagnvart
helstu gjaldmiðlum erólíklegt, miðað
við núverandi stefnu í pen-
ingamálum, að krónan geti styrkst
mikið gagnvart dollaranum. Ástæðu-
laust er að breyta um viðmiðunar-
körfu krónunnar eftir því hvort gengi
dollarans er að hækka eða lækka
gagnvart öðrum myntum; gengi
krónunnar ræðst að verulegu leyti af
öðrum þáttum.
Næstu vikurnar
Þau vandamál sem erfiðust eru
úrlausnar í ársbyrjun eru ríkisfjármál,
rekstrarskilyrði í sjávarútvegiog kjara-
mál. Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, setur þá
skoðun fram í áramótagrein sinni í
Morgunblaðinu 31. desember s.l. að
vandi sjávarútvegs verði ekki leystur
með fiskverðshækkun og gengisfell-
ingu. „Aðeinhverjum hluta verðurað
deila þessum vanda niður á þjóð-
félagið. Ríkisvaldið er með öðrum
orðum dæmt til þess að taka vand-
ann að einhverju leyti á sínar herðar.
Fyrr eða síðar verður að mæta því
með skattheimtu“. Erfitt er að skilja
þessi orð á annan veg en að ríkið eigi
að styrkja útgerðina og afla til þess
fjár með skattheimtu, hugsanlega
sfðar.
Vafasamt er að íhlutan hins opinbera
leiði af sér aukna hagkvæmni, sem
nú er nauðsynleg. Vanda útgerðar
verður að leysa að mestu með leið-
réttingu gengis, eins og vikið er að
hér að framan, og með fækkun skipa.
Þegar til lengdar lætur leiðir slík
lausn til minni verðbólgu en ríkis-
styrkirtil útgerðar, þótt verðhækkan-
irnar komi fyrr. Þá hækkun vöruverðs
sem af leiðréttingu gengis hlýst
verða launþegar að taka á sig að
mestu án bóta. Þannig er vanda
útgerðar að hluta deilt niður á þjóð-
félagið. Vegna þess að engar raun-
verulegar kjarabætur, þ.e. framleið-
sluaukning, eru í vændum verður að
beita ríkisfjármálum eða trygginga-
kerfi til að bæta kjör þeirra sem verst
eru staddir.
Kjaramál
Launahækkanir hafa ekki verið helsti
verðbólguvaldurinn undanfarna ára-
tugi. Þær launahækkanir sem samið
er um ráðast að miklu leytiafmark-
aðsaðstæðum hverju sinni. Þenslaá
vinnumarkaði eykur hættu á óraun-
hæfum taxtahækkunum og launa-
skriði en skynsamlegar er samið
þegar að herðir. Við núverandi
aðstæður ætti grunnkaup í raun að
lækka og nokkrar bætur að koma í
staðinn vegna hækkunar almenns
verðlags. Niðurstaðan gæti orðið 2-
4% hækkun allra launataxta, auk
frekari tilfærslna til þeirra sem verst
eru staddir í gegnum tryggingakerfi
eða skatta, eins og minnst var á að
ofan. Mikil hækkun á lægstu laun, t.d.
15-30% eins og sagt var í dagblaði
að rætt sé innan ríkisstjórnarinnar,
leiddi fyrr eða síðar til almennrar
hækkunar í sama dúr, vegna þess að
launahlutföllum er ekki unnt að
breyta til langframa í kjarasamning-
um. Þau ráðastávinnumarkaði, hvort
sem það sýnist réttlátt eða ranglátt.
Breytingar peningastærða í %, árshraði. Lán og endur-
1981 Grunnfé M3 kerfisins
janúar-júní 72 70 78
júlí-desember 62 71 54
alltárið 67 70 66
1982
janúar-júní 58 39 84
júlí-desember 42 81 88
allt árið 49 58 86
1983
janúar-júní 58 78 90
júní-nóvember 45 56 88
júní-ágúst 51 92 91
september-nóvember 39 27 85
12 mánuðir til nóvember 1983 79 83 90