Vísbending


Vísbending - 25.01.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.01.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 4.2 25. JANUAR1984 Vinnumarkaður Mannfjöldi og aldursskipting Atvinnuþátttaka og atvinnuleysi Á árinu 1981 voru að meðaltali 407 atvinnulausir á landinu á mánuði en 770 að meðaltali árið 1982. Á fyrsta ársfjórðungi voru að meðaltali 1800 skráðir atvinnulausir 1983, 1,7% af mannafla, en meðaltal atvinnulausra á sama tíma á árunum 1979 til 1981 var 600. Þá vekja fréttir um atvinnu- leysi síðustu vikurnar ugg, ekki síst vegna þess að í ár er búist við sam- drætti I þjóðarframleiðslu þriðja árið I röð. Vegna vaxandi skuldasöfnunar I útlöndum allan síðasta áratug hefur verið á það bent að hér sé dulið atvinnuleysi og það atvinnustig sem ríkt hefur því alls ekki jafnvægis- ástand. Ekki væri unnt að halda allri atvinnustarfsemi áfram og óbreyttri atvinnu ef aukning erlendra skulda væri stöðvuð. Atvinnuleysi á síðasta áratug var á milli 0,3 og 0,7%, litið á mælikvarða flestra þjóða og fremur stöðugt (sjá töflu) þrátt fyrir verulegar sveiflur í framleiðslu. Helsta skýring á háu atvinnustigi hér á landi er talin að vinnuafl er sveigjanlégt, en með því er átt við að fólk sæki vinnu á milli byggðarlaga og atvinnugreina ef þurfa þykir. Jafnframt hefur vinnutími verið langur og samdrætti í fram- leiðslu hefur verið mætt með stytt- ingu vinnutíma án þess að til mikilla uppsagna kæmi. Sem dæmi um þetta má nefna samdráttarskeiðið 1974-75, en þá kom ekki til atvinnu- leysis þrátí fyrir að þjóðarframleiðsla yxi fyrst hægar og minnkaði síðan (1975). Um þessar mundir er at- vinnuástand verra, enda minnkun framleiðslu meiri. Ekki er ætlunin að fjalla nánar um atvinnumál þessa árs heldur líta fram á við og kanna hugs- anlegar breytingar á vinnumarkaði vegna fólksfjölgunar, breyttrar atvinnuþátttöku og aldursskiptingar þjóðarinnar og verður þar fyrst litið til reynslu Bandaríkjamanna og Svía. Hér á landi eru í vændum breytingar á aldurssamsetningu mannaflans en slík breyting hefur þegar átt sér stað í mörgum grannríkjum. Svíþjóð Árið 1982 fjölgaði Svíum um 4000 (þar af um 2000 vegna þess að fleiri fluttust til landsins en af landi brott). Alls hefur þjóðinni fjölgað frá alda- mótum úr 5,1 milljón í 8,3 milljónir árið 1982. En frjósemi hefurminnkað mikið. Konur fæddar 1870 ólu að meðaltali 3,7 börn en þær sem fæddar voru 1905 ólu 1,8 börn að meðaltali. Síðan jókst frjósemi nokkuð og náði hámarkinu 2,2 börn (konur fæddar 1933) en minnkaði á nýjan leik og er nú í kringum 1,7 til 1,8. I Svíþjóð jókst mannafli á áttunda áratugnum um 350 þúsund og varð sú aukning eingöngu vegna vaxandi atvinnuþátttöku kvenna. Fjöldi vinn- andi karla var því sem næst óbreytt- ur. Aukningin varð mest I þjónustu- greinum og aðallega á vegum hins opinbera. Lítil aukning mannaflans í Svíþjóð á síðasta áratug var aðallega vegna þess að árgangarnir sem náðu vinnualdri (urðu 16 til 20 ára) voru litlu stærri en þeir sem hættu vinnu fyrir aldurs sakir. Stærstu árgangarnir í Svíþjóð eru þeir sem nú eru 35-40 ára (fæddir á árunum eftir að heimsstyrjöldinni lauk) og þeir sem eru 15-20 ára og koma á vinnumarkaðinn á næstu árum. Yngri árgangar eru minni og þeir yngstu minnstir. Þannig ríkir nokkur óvissa um atvinnumál í Sví- þjóð á allra næstu árum nema hag- vöxtur verði þeim mun meiri. OECD Efni: Vinnumarkaður 1 Yfirlit: Belgía, Finnland, írland, Portúgal 3 Vaxtalækkunin 21. janúar 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Skráð atvinnuleysi sem hlutfall af mannafla, % 1970 1975 1980 1981 1982 1983 1984* Island 0,5 0,3 0,5 0,7 1,0 2,0 Bandaríkin 4,8 8,3 7,0 7,5 9,5 9,3 8,0 Bretland 3,1 4,7 6,9 10,6 12,8 13,0 13,0 Danmörk 6,0 7,0 9,2 9,8 10,8 11,2 Italla 5,3 5,8 7,4 8,3 8,9 10,0 10,5 Noregur 1,6 2,3 1,7 2,0 2,6 3,7 3,7 Spánn 2,4 3,7 11,2 14,0 15,9 18,0 19,0 Svíþjóð 1,5 1,6 2,0 2,5 3,2 3,5 3,2 OECD-lönd alls ... 3,0 5,2 5,8 6,7 8,2 9,0 9,0 * Spá Heimild: OECD

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.