Vísbending


Vísbending - 25.01.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 25.01.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 spáir um 2,5% hagvexti í Svíþjóö (ár en svipuðu atvinnuleysi, um 3,2% í staö 3,5% í fyrra. í „yfirliti“ í Vfs- bendingu 11. janúar s.l. er þó vitnað í skýrslu iðnrekenda í Svíþjóð þar sem spáð er 1,6% framleiðsluaukn- ingu f ár. Bandaríkin í Bandaríkjunum varð einnig mjög mikil aukning á atvinnuþátttöku kvenna á síðasta áratug en jafnframt bættust stórir árgangar, fæddir á sjötta áratugnum, í hóp vinnufærra manna. Á síðasta áratug óx atvinnu- leysi og aukning á framleiðni (fram- leiðslu á unna klst.) minnkaði og verðbólga jókst mikið. Svo virðist sem ofannefnd atriði séu að snúast við aftur. Atvinnuleysi minnkaði úr 10,4%, því mesta á árunum eftir stríð, í 8,4% frá desember 1982 til nóvember 1983. Það hefur vakið nokkra furðu meðal þeirra sem til þekkja hve ör þessi minnkun varð. Áætlað er að þriðjungurinn af minnk- un atvinnuleysisins sé vegna þess að mannafli vaxi nú hægar en áður en að tveimur þriðju hlutum vegna auk- innar framleiðslu. Á síðasta áratug fjölgaði vinnufærum Bandaríkja- mönnum hraðar en þjóðinni í heild en á næstu árum er búist við að vöxt- ur mannafla verði hægari en fólks- fjölgun að meðaltali. Þegar mannafli vex hratt er mikið um nyliða í starfs- liði fyrirtækja og við slíkar aðstæður hægir á framleiðniaukningu. Eins og fyrr segir er búist við að þetta snúist við á næstu árum og er því búist við meiri framleiðniaukningu en áður. Hægari vöxtur mannaflans nú er tal- inn stafa af því að árgangar sem komast á vinnualdur eru nú minni en áður. Auk þess er ekki um aukningu á atvinnuþátttöku kvenna að ræða lengur og margt eldra fólk sem missti atvinnu sína á sfðustu tveimur til þremur árum sækist ekki eftir vinnu á ný. Samanlögð áhrif þessara þátta gætu orðið til þess að atvinnuleysi væri komið niður fyrir 8% 6. nóvem- ber n.k., en þá eru forsetakosningar eins og kunnugt er. Aldursskipting og mannafli Hér á landi fjölgaði ársverkum um 2,7% milli áranna 1981 og 1982, úr 108.255 í 111.230.11 Atvinnuþátttaka var 77% árið 1982 en 78,0% árið áður og jókst því um 0,6% jafnvel þótt þjóðarframleiðsla sé álitin hafa dregist saman um 2,0%. Framleiðni hefur því dregist saman milli ofan- greindra ára. Með atvinnuþátttöku er átt við hlutfallið milli fjölda þeirra sem störfuðu meira en 13 vikur á ári og voru á aldrinum 15 til 74 ára og heild- arfjölda manna á þessu aldursbili. Hér er um að ræða mikla aukningu mannafla og því fróðlegt að vita hvaða aukning mannafla er í vænd- um á næstu árum. í riti Framkvæmdastofnunar, Mann- fjöldi, mannafli og tekjur,21 er að finna yfirlit um mannafla (fólk á aldrinum 16 til 69 ára) frá 1940 til 1980 og fram- reikning til ársins 2000 eftir gefnum forsendum. Fram kemur að mesta aukning mannaflans var um miðjan síðasta áratug, 2,2% að meðaltali á ári, en síðan hefur nokkuð dregið úr fjölgun manna á aldrinum 16-69 ára, í um 1,5% 1980 og um 1,4% um miðbik þessa áratugar. Reikningar þessir eru miðaðir við fastar forsend- ur um þátttökuhlutföll en Ijóst er að atvinnuþátttaka getur breyst veru- lega eftir aðstæðum og þjóðfélags- háttum. í reikningunum þarf einnig að byggja á frjósemistölum og dánar- líkum. Dánarlíkur breytast hægt og því er lítil skekkja fólgin í því að nota tölur síðust þekktra ára. [ framreikn- ingi mannaflans sem hér er sýndur er gert ráð fyrir að sama frjósemi og á árinu 1978 haldist til aldamóta. í „Mannfjölda, mannafla og tekjum" er einnig reiknað annað tilvik og þá gert ráð fyrir að frjósemi fari lækkandi allt tímabilið til aldamóta. Þar sem fólk telst ekki í hópi vinnufærra manna fyrr en um 16 ára aldur kemur þó frjósemisskekkja reikninganna ekki að sök fyrr en um eða eftir 1995. Því virðist Ijóst að mannafli eykst hægar á næstu árum en fyrr, en slík þróun léttir þörfina á nýjum atvinnu- tækifærum og, eins og fyrr var rakið, skapar almennt aðstæður til aukinnar framleiðni. 1) Vinnumarkaðurínn 1982. Framkvæmdastofnun rfkislns, áætlanadeitd, desember 1983. 2) Mannfjöldi, mannafli og tekjur. Framkvæmdastotnun rikisins, áætlanadeild, júlí 1981. Mannaflinn 1940 til 1980 og framreikningur til ársins 2000 Mannafli Meðalaukningfrá fyrra ári Meðalaukning frá fyrra ári I % 1940 52.200 - _ 1950 61.300 900 1,6 1960 69.600 800 1,3 1965 77.100 1.600 1,4 1970 83.900 1.400 1,7 1975 93.200 1.900 2,2 1980 100.482 1.500 1,5 1985 107.780 1.500 1,4 1990 114.461 1.300 1,2 1995 120.440 1.200 1,1 2000 126.232 1.200 1,1 Heimild: Framkvæmdastofnun ríkisins Fæðingartíðni 1950 60 70 80 90 ’. konu Sviþjóð 1950 60 70 80 90

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.