Vísbending


Vísbending - 25.01.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 25.01.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING VFIRLIT Beigía Erlendar skuldir 25% af VÞF í Belgíu er loks búist við að þjóðar- framleiðsla aukist um hálft prósent á þessu ári eftir að hafa minnkað í þrjú ár samfellt. Samdráttur framleiðslu í fyrra varð um 0,7%■ Stjórnvöld hafa stefnt að því að beina verðmætaráð- stöfun frá einkaneyslu og opinbera geiranum og til atvinnulífsins. 1 því skyni hefur verðbinding launa verið skert til ársloka 1984 og við það hefur kaupmáttur lækkað og dregið hefur úr neyslu. Verðbólgan var um 7% árið 1983 og spáð er áframhaldandi lækkun verðbólgu í um 6% á þessu ári. Óvissa ríkir þó í launamálum og auk þess eru ríkisfjármál í óreiðu. Stefnt var að því marki að lækka hall- ann á ríkissjóði í 7% af VÞF árið 1985 en það takmark hefur þegar verið gefið upp á bátinn. Atvinnuleysi hefur verið um 14,5% af mannafla en ekki er búist við frekari aukningu; rauntekjur lækkuðu um 2,25% á tólf mánuðunum til miðs árs í fyrra. Gengi belgíska frankans lækkaði um 11 % gagnvart gengi dollara á síðasta ári. Lækkunin olli hækkun innflutn- ingsverðlags en bætti vöruskipta- jöfnuð á fyrri hluta árs í fyrra. Engu að síður er búist við að belgíski frankinn verði veikastur mynta ( EMS alveg fram til næstu endurskoðunar á við- miðunargengi EMS-myntanna sem gæti orðið fyrir mitt ár. Reiknað er með um 3% laekkun belgískafrank- ans gagnvart þýska markinu og flór- ínum, en nokkurri hækkun gagnvart Ifru, franska frankanum og írsku pundi. Staða Belgíumanna gagnvart útlönd- um hefur verið heldur tæp. Erlendar skuldir nema um 25% af VÞF. Ekki er þó búist við frekari aukningu. Launa- kostnaður hefur hækkað meira í Belgíu heldur en í grannríkjunum og samkeppnisstaða Belga því verið tæp. Skipting þjóðarinnar í hol- lenskumælandi Fiæmingja og Vall- óna sem eru frönskumælandi hefur einnig aukið á vandann í opinberum fjármálum. Flæmingjaland eða Flandur, norðantil í Belgíu, á stærri hluta í þjóðarframleiðslunni en Vall- ónía í suðurhluta landsins. Ríkið hefur orðið að koma f veg fyrir stöðvun á rekstri fyrirtækja Vallóna en jafnframt orðið að gæta að ekki fari hlutfallslega minna af útgjöldum ríkisinstil Flandurs. Finnland Mikill hagvöxtur Finnar þykja hafa staðið sig öðrum þjóðum betur á sviði efnahagsmála undanfarin ár. Að vísu dró úr hag- vexti árin 1981 og 1982 en sama gilti um flestar vestrænar þjóðir. Hag- vöxturvarð2,5% 1982,2,75% ífyrra og búist er við 3,25% aukningu þjóð- arframleiðslu í ár. Verðbólga hefur þó verið þrálát í Finnlandi. Seint á síðasta ári námu verðhækkanir í Finnlandi um 9,1% áári en meðaltal OECD-landanna var um sömu mundir um 5,2%. Markmið stjórn- valda er að lækka verðbólgu í um 6% undir lok ársins. í OECD-skýrslu um Finnland segir að viðunandi árangri í verðbólgu verði ekki náð nema með markvissari stjórn peninga- og ríkis- fjármála íFinnlandi. Finnar hafa þó löngum þótt leggja meiri áherslu á að auka framleiðslu en á að halda verð- lagi stöðugu. Útflutningur Finna til Sovétríkjanna hefur numið um fjórð- ungi af utanríkisviðskiptum þeirra. Búist er við að dragi úr þessum við- skiptum og er því áframhaldandi hagvöxtur í Finnlandi háður markaði fyrirfinnskarafurðir á Vesturlöndum. Með stöðugum bata í efnahagslífi i Bandaríkjunum og víðast í Evrópu eru því taldar góðar horfur í þjóðar- búskap Finna. (1,16.83) írland Atvinnuleysi um 16-17% Hagvöxtur á írlandi var um hálft prós- ent í fyrra, um 1,2% árið 1982 og búist er við um 1 % framleiðsluaukn- ingu í ár. Mikil aukning hefur orðið á útflutningi, 8% ( fyrra og spáð er næstum jafnmikilli aukningu i ár. Við- skiptajöfnuður hefur því batnað mikið frá því sem var árið 1982. Reiknað er með að verðbólga lækki úr 11 % í fyrra í um 9,5% í ár, en árið 1982 var verðbólga um 16%. At- vinnuleysi hefur verið mikið, 14% í fyrra, 10,7% áriö 1982 og búist er við aukningu i um 16-17% í ár. Að sögn OECD verður ekki hjá því komist að lækka rauntekjur á írlandi um skeið. Það sé eina leiðin til að auka hagvöxt nægilega til að draga úr því atvinnuleysi sem ríkir. Jafnframt sé nauðsynlegt að draga ýr ríkisút- gjöldum allt til loka þessa áratugar en útgjöld hins opinbera nema nú um 50% af þjóðarframleiðslu. Þá er sett fram það mat í skýrslu OECD að 10% lækkun rauntekna miðað við samkeppnisþjóðir nú gæti aukið framleiðslu um 4-5% árið 1987. Talið er að skýrsla OECD verði nokkurt áfall fyrir stjórnvöld á irlandi en þar hafði gætt nokkurrar bjartsýni undanfarið vegna betra útlits í utan- ríkisverslun. Á hinn bóginn hafði verið gert ráð fyrir að laun hækkuðu um 9% á þessu ári, svipað og verðlag. OECD bendir á að nauðsyn- legt sé fyrir íra að bæta samkeppnis- stöðu sína á alþjóðlegum markaði. Ef þreyting verður gerð á viðmiðunar- gengi EMS-myntanna gæti gengi írska pundsins lækkað gagnvart þýsku marki um 3-4%.Nýlega hefur fundist olía úti fyrir ströndum frlands en enn er ekki hægt að meta áhrifin á hag þjóðarinnar. Portúgal Breytt efnahagsstefna Verulegur bati er nú sjáanlegur I utanríkisviðskiptum Portúgala en hallinn í viðskiptum við útlönd 1982 nam 14% af VÞF. Talið er að hallinn 1983 verði undirtveimur milljörðum dollara en um það markmið var samið að Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Útflutningur hefur aukist um 11% á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs miðað við sama tíma árið áður, talið í dollurum. Þjóðarframleiðsla óx um 3,5% árið 1982, stóð nánast f stað í fyrra en í ár er reiknað með um 2% samdrætti. Verðbólga er enn yfir 20% og ekki er búist við verulegri breytingu til hins betra á árinu. Mjög var breytt um stefnu í efna- hagsmálum í Portúgal á síðasta ári. Mánaðarlegum lækkunum á gengi escudos var breytt úr 0,75% í 1%. Að auki var gengið lækkað um 2% f mars og um 12% í júní. Á síðasta ári lækkaði t.d. gengi krónunnar aðeins um 14,6% gagnvart escudos. Harðar aðhaldsaðgerðir tóku gildi í ágúst og eiga að standa í 18 mánuði. Markmiðið er að draga úr viðskipta- halla, halla á opinberum rekstri og hægja á aukningu erlendra skulda. Horfur í efnahagmálum eru því að verulegu leyti komnar undir því hvernig tekst til með framkvæmd aðhaldsstefnunnar í ár. ______

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.