Vísbending


Vísbending - 01.02.1984, Síða 3

Vísbending - 01.02.1984, Síða 3
VÍSBENDING 3 dollarans og afar háum vöxtum í doll- urum er freistandi aö draga þá álykt- un að of hátt hlutfall erlendra skulda íslendinga sé í dollurum. Hér verður bent á þrjú atriði sem öll hníga í þá átt. Suðurlanda. Af þessum ástæðum kynni því vægi dollarans í landavog að vera betri viðmiðun en vægi hans í myntvog með tilliti til gjaldeyrisstýr- ingar á erlendum skuldum þjóðarinn- ar. Hlutfallsleg Gengi m.v.dollara Gjaldmiðlar Milljónirkr. skípting, % 31.12.82 30.12.83 Bandaríkjadollari ................... 12132 61,0 1,00 1,00 V.-þýsk mörk ......................... 2465 12,4 2,38 2,72 Yen .................................. 1434 7,2 235 234 Svissneskir frankar................... 1008 5,1 2,00 2,19 ECU ................................... 706 3,6 Sterlingspund1’........................ 684 3,4 1,61 1,43 Aðrarmyntir .......................... 1434 7,3 1) USS/UK pund Markmið þeirra sem beita reglunni um að skipta erlendum lántökum á myntir I sömu hlutföllum og erlendar tekjur skiptast er að forðast geng- istap í erlendum viðskiptum þegartil lengri tíma er litið. Hún kemur þeim ekki að notum sem taka erlend lán og hafa engar erlendar tekjur á móti. Til að lágmarka gengisáhættu (án tillits til vaxtakostnaðar) ættu stofnanir og fyrirtæki sem engar erlendar tekjur hafa að skipta erlendum lánum sín- um nokkurn veginn í SDR-hlutföll- um. Einnig er vert að hafa í huga að vægi dollarans í landavog (meðaltal áranna 1980-1982) er ekki nema 29,8%, en það er hlutfall þess út- flutnings sem seldur er til Banda- ríkjanna. Ekki er víst að útflutningur til annarra landa sem þó er greiddur í dollurum haldi verði sínu í dollurum er gengi dollarans hækkar mikið og er efst í huga útflutningur á saltfiski til [ þriðja lagi mætti benda á að vextir í Bandarlkjunum og Bretlandi eru oft- ast hærri en til dæmis vextir í Þýska- landi, Sviss, Hollandi og Japan. Skýringin er að hluta fólgin í mis- munandi skattalegri meðferð vaxta1 gjalda og vaxtatekna en þó aðallega í því að verðbólga hefur verið lág í síðarnefndu löndunum og þar ertalin minni hætta á að verðbólga blossi upp á nýjan leik heldur en í Banda- ríkjunum og á Bretlandi. Raunvextir í Þýskalandi og Sviss eru oft lægri en vextirádollaralánum. Greiöslubyrði, lánstími og raunvextir Á árinu 1982 námu afborganir og vextir af erlendum lánum okkar um 222 milljónum dollara eða um 18,5% af heildarskuldum sem voru um 1200 milljónir dollara. Því er ekki að neita að greiðslubyrði vegna erlendra lána er mjög há, 21,2% af útfluttum vörum og þjónustu 1982 og án nokkurs efa hærra hlutfall bæði í fyrra og í ár. Vonandi hækka erlendar tekjur þjóðarinnar bráðlega án þess að til miklu hærri greiðslna af erlend- um lánum í dollurum komi. Meðal- lánstími erlendra lána alls í árslok 1982 var áætlaður um 6 ár og ef sá lánstími styttist ekki verulega virðast horfur á að greiðslubyrði geti lækkað með hækkandi útflutningstekjum. Þeir raunvextir sem greiddir eru af erlendum skuldum ættu að verða mönnum meira umhugsunarefni. Þeir raunvextir sem sýndir e'ru á myndinni (sjá nánar grein Jakobs Gunnarssonar í Fjármálatíðindum sem vitnað er til hér að framan) eru nafnvextir að teknu tilliti til verðbreyt- ' inga í viðkomandi landi en ekkert tillit er tekið til gengisbreytinga. Þegar reiknað er með gengisbreytingum einnig breytist þessi mynd og verður fjallað um samanburð á kostnaði vegna erlendra lána í Vísbendingu á næstunni. En raunvextirnir á mynd- inni eru þeir vextir sem menn standa andspænis þegar lánin eru tekin. Þegar raunvextir af erlendum lánum eru svo háir sem raun ber vitni verða þær fjárfestingar sem kostaðar eru með slíkum lánum að vera afar arð- bærar. Jafnframt er umhugsunarefni að innlend bankalán hafa borið mun lægri raunvexti en erlend lán að meðaltali. Til að jafnvægi náist á fjár- magnsmarkaði er besta leiðin að draga úr höftum. (slendingar gætu þá fjárfest í útlöndum, bjóðist betri ávöxtun fjármagns þar, og útlend- ingar gætu fjárfest á íslandi, fáist við- unandi ávöxtun fjármagns hér. Greiðslubyrði af erlendum lánum Hlutfall af erlendum tekjum, % % Raunvextir af erlendum skuldum Erlend lán — skipting eftir notendum, % Nafnvextir 0/,°

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.