Vísbending


Vísbending - 08.02.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 08.02.1984, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 6.2 8. FEBRÚAR 1984 Erlendar skuldir Samanburður á erlendum og innlendum lánum Á vegum Kaupþings h.f. hefur verið komið upp tölvutækum gagnabanka meðgengistölum. ígagnabankanum er dagleg gengisskráning Seðla- banka íslands alit frá ársbyrjun 1977 fyrir allar myntir sem gengisskrán- ingin nær til á þessu tímabili. Þannig er hægt að reikna krossgengi milli allra mynta hvern dag sem gengi ís- lensku krónunnar varskráð á tímabil- inu, t.d. gengi mynta m.v. doliara, sterlingspund eða þýsk mörk. Jafn- framt eru í gagnabankanum mánað- arlega vaxtatölur helstu mynta frá 1977. Hér eru sýnd dæmi um sam- anburð á lánum í dollurum og sviss- neskum frönkum og á verðtryggðu innlendu láni. Frekari dæmi um samanburð á erlendum og innlend- um lánum verða sýnd á næstunni. Áskrifendur Vísbendingar geta fengið þær upplýsingar um vaxta- og gengismál úr gagnabankanum sem þeir óska. Háir raunvextir Með minnkandi verðbólgu og auknu jafnvægi á innlendum peningamark- aði vakna spurningar um samanburð á kostnaði vegna innlendra og er- lendra lána. Raunvextir í mörgum viðskiptalandanna eru um þessar mundir mjög háir (sjá t.d. Vísbend- ingu (2, 3.84)) og lækkun ekki í sjón- máli. Raunvextir á síðasta ári voru t.d. 6 til 7% í Bandaríkjunum, 4 til 5% í Bretlandi, um 3% í Þýskalandi og 6 til 7% í Japan. Raunvextir innanlands eru oftast allmiklu lægri. Raunvextir á óverðtryggðum lánum hafa lengst af verið neikvæðir. Vextir á verð- tryggðum bankalánum eru hæstir 4% nú en til munu þeir lánaflokkar fjárfestingalánasjóða sem bera heldur hærri vexti. Vextir á verð- tryggðum ríkisskuldabréfum voru á síðasta ári 4,16% en spariskírteini ríkssjóðs sem seld eru á verðbréfa- markaði bera nú um 5% vexti. Ýmis form skuldabréfa á verðbréfamarkaði sem teljast áhættusamari en spari- skírteini ríkissjóðs bera nokkru hærri vexti. Við samanburð á innlendum og er- lendum lánum þarf auk vaxta að taka tillit til gengisbreytinga og mun óhætt að fullyrða að þróun gengismála sé þyngst á metunum þegar raunveru- legur kostnaður við erlend lán er metinn. Lán í dollurum og svissneskum frönkum Til að gefa nokkra hugmynd um kostnað sem íslenskir lántakar bera vegna erlendra lána í samanburði við vexti og verðbætur af innlendu láni hefur verið reiknuð vísitala láns- kostnaðar fyrir dollaralán og lán í svissneskum frönkum. Til saman- burðar hefur verið reiknuð vísitala lánskostnaðar fyrir innlent lán með Efni: Samanburður á erlendum og innlendum lánum 2 Yfirlit: Austurríki, Grikk- land, Holland 3 Gengisstjórn: EMS 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 3% vöxtum og verðtryggt m.v. láns- kjaravísitölu. Til að bera saman þessi lán er reiknað með að tekið sé lán, t.d. 100 dollarar, svissneskir frankar eða krónur, í mánuði 1 og síðan eru reiknaðir vextir á höfuðstólinn mán- aðarlega og ekki gert ráð fyrir afborg- unum á reikningstímanum. Erlendu lánin eru síðan umreiknuð yfir í krónur með viðeigandi gengisvísi- tölu og innlenda lánið er reiknað uþp m.v. lánskjaravísitölu í hverjum mán- uði. Samanburður á kostnaði á milli erlends láns og innlends er síðan fenginn með því að reikna hlutfallið milli lánskostnaðarvísitalna erlends og innlends láns. Línurnar tvær sem sýndar eru á samanburðarmyndinni eru því hlutfallið á milli iánskostn- aðarvísitalna dollaraláns og innlends láns, og svissnesks láns og innlends láns. Þeir vextir sem reiknað er með að erlendu lánin beri eru bestukjara- vextir (prime rate) í hvoru landi (heimild: Morgan Guaranty Trust). Flest íslensk fyrirtæki munu þurfa að greiða álag á bestukjaravexti en ekki ertekið tillit til þess álags hér. Einsog fyrr segir er reiknað með að innlenda lánið beri 3% fasta vexti allt timabilið. Gert er ráð fyrir að lánin séu tekin í janúar 1977 og eins og fyrr segir eru vextir reiknaðir mánaðarlega. Vextir á erlendu lánunum geta þvi breyst mánaðarlega. 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 Línurnar sýna hlutfallið á milli kostnaðar við lán í dollurum eða svissneskum frönkum og kostnaðar við lán verðtryggt m.v. lánskjaravlsitölu og með 3% ársvöxtum. Lárétta línan (= 100) sýnir kostnað við innlenda lánið.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.