Vísbending


Vísbending - 08.02.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 08.02.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 YFIRLIT Austurríki_____________________ Aðhald í ríkisfjármálum Vegna batnandi útflutningshorfa hafa spár um framleiöslu og tekjur í Aust- urríki nýlega verið hækkaðar og er nú búist við um 1,5% hagvexti í ár en í fyrra óx framleiðsla um svipað hlutfall. Stefnan I ríkisfjármálum í Austurríki er afar aðhaldssöm og talið er að framleiðsluaukningin gæti jafnvel orðið prósenti hærri ef ekki væri vegna ríkisfjármála. Austurríkisbúar höfðu eins og margar aðrar Evrópuþjóðir reynt að halda uppi atvinnu á síðasta áratug með aukinni þenslu hins opinbera. Hallinn á ríkisbúskapnum varð að lokum óviðráðanlegur og þótt atvinnuleysi íAusturríki sé ekki hátt á mælikvarða margra grannríkja er það þó hærra en þjóðin vill una við. En í stað þess að auka ríkisútgjöld eru þau nú lækkuð og skattar hækk- aðir og reynt er að auka hagræðingu á öllum sviðum hjá hinu opinbera. Breyting milli ára, % Hag- Verö- Atvinnu- vöxtur bólga leysi 1981 -0,1 6,8 2,4 1982 + 1,1 5,4 3,7 1983 + 1,5 3,3 4,5 19841) + 1,5 5,3 5,2 1) Aætlun Gengi austurríska schillingsins er nátengt þýska markinu og á fyrri hluta síðasta árs var meðalbreyting gagnvart marki aðeins um 0,5%. Gengi schillingsins hefur verið um 7/ DM undanfarið og búist er við að það gengi haldist nokkurn veginn til árs- loka. Holland_________________________ Lítil veröbólga en alvarlegt atvinnuleysi Búist er við aukningu á útflutningi Hollendinga í ár vegna batnandi efnahags í umheiminum; en neysla þeirra sjálfra dregst sennilega saman. Ekki er búist við hagvexti í ár og atvinnuleysi gæti aukist í 17,6%. Verðbólga er hverfandi og afgangur í viðskiptum við útlönd fer vaxandi. Breytingarfráfyrraári, % Hag- Verö- Atvinnu- vöxtur bólga leysi 1981 -1,2 6,2 7,1 1982 -1,6 5,7 12,7 1983 0,3 2,8 15,6 19841) 0,0 3,6 17,6 1) Áætlun Atvinnuleysi hefur vaxið jafnt og þétt í Hollandi frá 1980. Verðbólga og við- skiptajöfnuður eru alls ekki vandamál en opinber lánsþörf hefur tvöfaldast síðustu þrjú árin og ertalin munu enn aukast verði ekki gripið til harðra aðgerða. Eins og kunnugt er voru laun ríkisstarfsmanna í Hollandi lækkuð í desember s.l. Talið er að I ár reynist unnt að lækka opinbera láns- þörf úr 12,4% af VÞT í 12,1 % af VÞT. Er þá talið hugsanlegt að vextir lækki eitthvað en raunvextir í Hollandi eru einhverjir þeir hæstu í löndum EBE. Búist er við að gengi hollensku flór- ínunnar muni haldast nokkurn veg- inn í hendur við gengi þýska marks- ins næstu mánuðina. Grikkland______________________ Áframhaldandi gengissig Verðbólga og viðskiptahalli eru meðal helstu vandamála Grikkja á sviði efnahagsmála en í ár er búist við að verðbólga verði um 18%, við- skiptahalli um 5% af VLF en hag- vöxtur um 1,5%. Halli á ríkis- búskapnum hefur einnig verið mikill á Grikklandi og hallareksturinn hefur valdið allmikilli aukningu peninga- magns. Þá hafa raunvextir' í landinu verið neikvæðir en vextir í flestum stærri löndum Evrópu hafa verið nokkru hærri en verðbólga eins og kunnugt er. Gengi grísks drachma lækkaði á síðasta ári um 27-28% og talið er að gengið muni látið síga áfram á þessu ári til að halda sam- keppnisstöðu landsins út á við. Það mun vera eitt af skilyrðum sem sett var af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins vegna umsóknar Grikkja um lán og mun fjárhæðin hafa numið millj- arði Bandaríkjadollara. Gengi drachmas gæti því orðið um 120 pr. dollara um mitt ár en var í desember s.l. rétt innan við 100 pr. dollara. Breytingarfráfyrraári, % Hag- Verð- Atvinnu- vöxtur bólga leysi 1981 -0,7 24,4 4,1 1982 0,0 21,1 6,1 1983 -0,2 20,5 7,8 19841) 1) Áætlun 1,5 18,5 8,7 mjög mikils vaxtamunar. [ desember s.l. voru vextir til bestu lántaka („prime rate") 6,0% í Sviss en 11,0% í Bandaríkjunum (sjá mynd). Islenskur lánamarkaöur Samanburður á lánskostnaðarvísi- tölum hefur leitt í Ijós að verulegur munur er á kostnaði vegna lána í dollurum og svissneskum frönkum og lána í íslenskum krónum sam- kvæmt þeim forsendum sem hér hefur verið farið eftir. Á síðasta ára- tug voru raunvextir á lánum banka- kerfisins í krónum oftast neikvæðir og innlendur lánamarkaður skrapp mjög saman sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu. Innlán bankanna dróg- ust saman og því var ekki unnt að anna eftirspurn eftir lánsfé til reksturs og framkvæmda. Bæði fyrirtæki og hið opinbera urðu því að leita til útlanda eftir lánsfé og greiddu vexti sem oft voru langtum hærri en vextir innanlands. Nær hefði verið að leyfa vöxtum bankanna að hækka til sam- ræmis við vexti í viðskiptalöndunum svo að innlendir sparifjáreigendur nytu vaxtateknanna í stað þess að þær rynnu til útlanda. Ekki er vafi á þvl að heildarinnlán bankanna væru nú mun hærri sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu ef vextir hefðu verið hærri á slðustu árum. Leiðrétting I síðasta tölublaði Vísbendingar (3, 5.84) kom fram I grein um erlendar skuldir að vægi Bandaríkjadollara í landavog er 29,8%, „en það er hlut- fall þess útflutnings sem seldur er til Bandaríkjanna". Þetta er ekki rétt og á hlutfallið við þann útflutning sem seldur er til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og eru stórveldin flokkuð saman með þessum hætti vegna þess að gengi krónunnar er ekki skráð gagnvart rúblunni. Einnig er vert að benda á að fjármagns- hreyfingar hafa áhrif á vægi dollarans (myntvog. Vægi dollarans I myntvog (meðaltal áranna 1980-1982) er 62,7% en sútala væri lægri efaðeins tekjur I dollurum vegna sölu á vörum og þjónustu væru taldar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.