Vísbending - 22.02.1984, Blaðsíða 1
VÍSBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI QG EFNAHAGSMÁL_
8.2 22. FEBRÚAR 1984
Bandaríkjadollari
Eru breytingar á gengi helstu gjaldmiðla í vændum?
Áframhaldandi lækkun
dollaragengis?
Gengi dollarans hefur nú farið lækk-
andi síðustu vikurnar frá því sem það
var hæst I janúar s.l. Samkvæmt
gengisskráningu Seðlabanka ís-
lands var gengi dollarans gagnvart
þýska markinu DM 2,8434 þann 10.
janúar s.l. í síðustu viku lækkaði
gengið úr 2,73-2,74 DM/$ ( um
2,67-2,68 DM/$ og hafði því lækkað
um 4—6% frá því sem það var hæst í
janúar. Gengi dollarans gagnvart jap-
anska yeninu hefur breyst mun
minna og hefur að mestu leyti haldist
á bilinu 232-234 yen/$ frá áramót-
um. Sú spurning er þó brennandi
hvort sú lækkun á gengi dollarans
sem lengi hefur verið spáð sé nú í
vændum eða hvort áframhaldandi
hækkun á dollaragenginu fylgi í
kjölfar þessara lækkunar eins og
margra fyrri á síðustu misserum.
Flestir hagfræðingar munu hafa
fengið sig fullsadda af því að spá fyrir
um dollaragengi í bráð. En þeim vex
þó ásmegin sem telja að vaxandi
misvægi í bandarísku efnahagslífi
hljóti brátt að hafa áhrif á gengi gjald-
miðilsins. Bandarísk efnahagsmál
hafa einnig verið til umræðu síðustu
daga og vikur vegna ársskýrslu hag-
ráðs (U.S. Council of Economic
Advisers, CEA), sem lögð var fram
nýlega, og vegna umfjöllunar banda-
ríska þingsins um fjárlagatillögur
forsetans. Hafa bæði Martin Feld-
stein, formaður CEA, og Paul
Volcker, seðlabankastjóri, verið
ómyrkir í máli og lýst þeim vanda
sem steðji að bandarísku efnahags-
lífi verði ekki bundinn skjótur endir á
höllunum tveimur, viðskiptahalla
Bandaríkjamanna og hallanum á
opinberum rekstri.
Vaxandi líkur á gengis-
lækkun dollarans 1984
Lækkun dollarans síðustu dagana
hefur vakið til umhugsunar um hvort
um áframhaldandi og varanlega
lækkun verði að ræða. Þótt enn sé
Efni:
Bandaríkjadollari 1
Yfirlit: Noregur, Danmörk,
Luxemburg 3
Lífeyrisskuldbindingar
bandarískrafyrirtækja 4
Töflur:
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi íslensku krónunnar 4
alltof snemmt að dæma um það mun
óhætt að segja að vaxandi líkur séu
á að gengi dollarans fari lækkandi
gagnvart helstu gjaldmiðlum í ár.
Hallinn á viðskiptum við útlönd fer
sívaxandi og hlýtur senn að leiða til
þess að traust manna á gjaldmiðl-
Gengi dollarans gagnvart þýsku marki og yeni