Vísbending


Vísbending - 22.02.1984, Qupperneq 3

Vísbending - 22.02.1984, Qupperneq 3
VÍSBENDING 3 VFIRLIT Noregur Svartsýn spá og bjartsýn Norsku bankarnir hafa nýlega sent frá sér spár um horfur í þjóðarbúskap Norðmanna en í spám bankanna kemur fram meiri bjartsýni á norsk- um efnahag en í síðustu opinberum spám. Framleiðsla hefur verið í lægð undanfariö og er talið að umskiptin til hins betra hafi orðið um miðbik síð- asta árs. Til marks um samdráttinn sem endaði um mitt ár má nefna að fjárfesting dróst saman um 15 til 20% á síðasta ári og iðnaðarfram- leiðsla um 1,75%. Sé olíuvinnsla talin með jókst þó landsframleiðsla um 1,5%. Verðbólga fór minnkandi á síðasta ári, úr 11,9% á milli áranna 1981 og 1982 í 8,25% á milli 1982 og 1983. í opinberum spám erbúistvið um 6,5% verðbreytingu milli áranna 1983 og 1984 (sjá síðar). Atvinnu- leysi jókst á síðasta ári úr 2,5% 1982 í 3,75% og ekki er búist við mikilli breytingu í ár. í opinberum spám er gert ráð fyrir 0,5% minnkun lands- framleiðslu en 0,5% aukningu á iðn- aðarframleiðslu. Spár Norska banka- sambandsins lýsa meiri bjartsýni eins og fyrr segir en um leið eru stjórnvöld vöruð við að reyna að örva efnahagslífið til að draga úr atvinnu- leysi. I bankaspánni er gert ráð fyrir 2,25% hagvexti í ár að frátalinni framleiðslu á olíu og gasi en fram- leiðsluaukning í sömu greinum í fyrra var aðeins 0,25%. Þá spáir banka- sambandið að útflutningur Norð- manna í ár aukist um 6% að magni og 15% að verðmæti. OECD spáir hins vegar 1,75% samdrætti í út- flutningi. Breytingar frá fyrra ári, % Hag- Verð- Atvinnu- vöxtur bólga leysi 1981 0,3 13,6 2,0 1982 -0,5 11,0 2,5 1983 1,5 8,5 3,7 19841) -0,5 5,5 3,7 ’) Áætlun Raungengi helstu mynta Raungengi dollarans hækkaði um 0,9% í janúar og var þá um 2,4% hærra en í janúar í fyrra. Meðalgengi dollarans án tillits til verðbólgu hækk- aði um 11,6% í fyrra og þrátt fyrir að samkeppnisstaða Bandaríkjamanna batnaði um 8,2% gagnvartviðskipta- Þar sem olíuútflutningur er um þrið- jungur alls útflutnings Norðmanna gæti gengislækkun dollarans haft veruleg áhrif á útflutningstekjurnar íár. Bankasambandið telur að markmið stjórnvalda um 6% verðbólgu í ár náist ekki og 6,5 til 7% sé nær lagi. Kjarasamningar fara í hönd í vor í Noregi og „rammi" þarlendra stjórn- valda felur í sér 5% launahækkun. Talið er að niðurstaðan verði allmiklu hærri, a.m.k. 6,5%. Niðurstöður nýlegra skoðanakannana í Noregi hafa meðal annars orðið til þess að norska stjórnin mun hafa í hyggju að slaka nokkuð á verðbólgumarkmið- um sínum og snúast gegn atvinnu- leysí með oddi og egg. Þar sem launakostnaður er nú þegar nokkru hærri en í samkeppnislöndunum er búist við að norska krónan veikist nokkuð. Ef gengi dollarans lækkar að marki gæti gengi norsku krónunnar lækkað nokkuð gagnvart sterkum evrópskum gjaldmiðlum, til dæmis um 3-4% gagnvart þýska markinu. Danmörk_________________________ Batnandi efnahagur Betri horfur eru nú í utanríkisvið- skiptum Dana en þrálátur viðskipta- halli undanfarin ár hafði orðið til þess að erlendar skuldir söfnuðust upp svo að þær nema nú um 17-18 millj- örðum dollara og um 33% af þjóðar- framleiðslu. Halli á viðskiptum við útlönd var helmingi minni í fyrra en árið áður og stjórn Schlueters stefnir að því að ná jöfnuði í utanríkisvið- skiptum eftir 3 til 4 ár. Lánsþörf ríkis- sjóðs í fyrra nam 12,4% af lands- framleiðslu, nokkru minnu en áætlað hafði verið, og stefnt er að halda lánsþörfinni við um 11 % af VLF í ár með lækkun útgjalda og hærri sköttum. Álitið er að minni lánsþörf hins opinbera muni verða til þess menn búist við að verðbólga lækki varanlega og að þannig lækki vextir einnig. Með því móti stuðli ríkið að aukinni fjárfestingu í atvinnulífinu en löndunum nægði það ekki til svo að raungengi dollarans hækkaði um 2,4% á árinu 1983 eins og fyrr segir. Meðalgengi yensins og svissneska frankans hækkuðu einnig í fyrra en vegna þess hve verðbólga beggja landa er lítil lækkaði raungengi gjald- það er talin brýn nauðsyn í Dan- mörku. Breytingar frá fyrra ári, % Hag- Verð- Atvinnu- vöxtur bólga leysi 1981 0,1 11,8 8,3 1982 3,4 9,8 9,7 1983 2,2 6,6 10,7 19841) 1,2 5,4 11,8 ’) Áætlun Endurkjör stjórnar Schluters, aðhald í ríkisfjármálum og betri horfur í utan- ríkisviðskiptum treysta gengi dönsku krónunnar. Búist er við að það haldist nokkurn veginn óbreytt fram að næstu breytingu á viðmiðunargengi í EMS sem gæti orðið í mars til maí n.k. Og þá er alls ekki búist við mikilli breytingu á gengi dönsku krónunn- ar; ef til vill 1-2% lækkun gagnvart þýska markinu, ef til vill alls engri lækkun. Samkeppnisstaða dansks útflutnings hefur raunar heldur batnað á siðasta ári. Luxemburg______________________ VLF minnkar fjóröa árið í röð Kreppa í stáliðnaði og almenn lægð í efnahagslífinu hafði þau áhrif að landsframleiðsla minnkaði um 2,4% í fyrra. (ár er enn spáð um 1 % minni framleiðslu en í fyrra og gangi sú spá eftir verður framleiðsla í ár aðeins um 95% af því sem hún var árið 1980. Árin 1971-80 var hagvöxtur um 3% á ári að meðaltali í Luxemburg. Þrátt fyrir strangt aðhald í launamálum í stáliðnaði og afnám verðbindingar launa um skeið var verðbólga enn um 8,4% í fyrra, bæði vegna áhrifa gengisfellingar og vegna hækkunar virðisaukaskatts. Rauntekjur lækk- uðu nokkuð í fyrra og í ár er gert ráð fyrir aðeins um 2,5% hækkunum launa I landinu. Atvinnuleysi hefur haldist lágt og er ekki búist við aukn- ingu í ár. miðlanna. Raungengi yens er nú um 1% lægra en fyrir einu ári og raun- gengi svissneska frankans er um 1,3% lægra. Raungengi þýska marksins lækkaði um 0,7% í janúar og er nú 5,3% lægra en í janúar í fyrra.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.