Vísbending


Vísbending - 29.02.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.02.1984, Blaðsíða 2
ViSBENDING 2 Gjaldeyrisstýring Rétturinn til að kaupa og selja gjaldeyri á ákveðnu gengi1) „Currency Options" Gjaldeyrisréttur eða „Currency Op- tion" er réttur til að kaupa eða selja gjaldmiðil fyrir aðra mynt á ákveðnu gengi. Sá sem kaupir slíkan rétt getur notfært sér hann hvenær sem er innan tiltekins tíma - eða sleppt því alveg að nýta hann. Stutt ersíðan viðskipti með gjaldeyrisrétt hófust en þetta form viðskipta er talið ein mark- verðasta nýjungin á gjaldeyrismark- aði síðustu árin. Til eru opnir fram- virkir samningar („option date for- ward contracts") en þeim fylgir réttur tii að kaupa eða selja eina mynt fyrir aðra á föstu gengi hvenær sem er á tilteknu tímabili - en viðskiptin verða að lokum að eiga sér stað. Gjaldeyr- isréttur er, eins og nafnið bendir til, réttur til að kaupa eða selja, en alls engin kvöð fylgir ef gengi þróast þannig að viðskiptin verða óhag- kvæm fyrir rétthafann. Á gjaldeyris- markaði er hægt að kaupa bæði rétt til að kaupa mynt A fyrir B eða rétt til að selja mynt A fyrir B. Með gjaldeyrisrétti er því hægt að tryggja sig gegn gengistapi á svip- aðan hátt og hægt er að beita fram- virkum viðskiptum til tryggingar í erlendum viðskiptum. Munurinn er þó sá, eins og fyrr segir, að framvirka samninga verður alltaf að standa við, þ.e. á samningsdegi verða þau við- skipti sem samið er um að eiga sér stað, en gjaldeyrisrétti fylgir engin kvöð. Kostir gjaldeyrisrétts í erlendum viðskiptum Með framvirkum samningi er hægt að tryggja gegn gengisbreytingu á annan veginn, þ.e. gegn gengistapi verði gengisbreytingar á þann veginn. Sá galli fylgir þó gjöf Njarðar að sá sem gerir samning fram í tím- ann til að tryggja sig gegn gengistapi verður af gengishagnaði ef hann myndast. Raunverulegan kostnað við framvirk viðskipti er því aldrei hægt að reikna fyrr í lok samnings- tímans og gengishagnaður sem tap- ast vegna samningsins verður að skoðastsem kostnaðurviðsamning- inn. Ef keyptur er gjaldeyrisréttur f stað þess að gera samning fram í tímann 1) I grgin þessari er stuðst við „Foreign Currency Options - The Third Dimension to Foteign Exohange" eftir John Fleywood, einn af bankastjórum Hambros Bank í London. Greinin kom út á vegum Philadel- phia Stock Exchange í janúar 1983. Hér hefur í tilraunaskyni verið notað orðið gjald- eyrisréttur fyrir „ Currency Options". næst full trygging gegn gengistapi og verði gengisbreytingar á hinn veg- inn, þ.e. myndist gengishagnaður, glatast sá hagnaður ekki þar sem engin kvöð fylgir réttinum. Þannig er alltaf hægt að reikna kostnaðinn við slík viðskipti fyrirfram. Versta tilfelli er þegar gengi helst alveg óbreytt til loka samningstímans; kostnaður er þá það verð sem greitt var fyrir gjald- eyrisréttinn. Það þykir því henta sér- staklega vel að tryggja með gjaldeyr- isrétti þegar gerð eru tilboð í verk í öðrum löndum eða í verk þar sem kostnaður er háður gengisbreyt- ingum einhverra hluta vegna. Hvernig er rétturinn notaður? Best er að bera saman framvirk við- skipti og gjaldeyrisrétt með því að taka dæmi. Breskt fyrirtæki ætlar að kauþa pappír frá Bandaríkjunum fyrir 520.000 dollara miðað við gengi ( febrúar en ber að greiða fyrir inn- flutninginn í júlf. Bæði daggengi og framvirkt gengi m.v. afhendingu í júlí eru 1,5160 dollarar pr. sterlingspund (m.v. engan vaxtamun á milli dollara og punds). Breskafyrirtækiðtelursig alls ekki geta tekið áhættuna af geng- istapi án tryggingar en telur samt lík- legt að gengi dollarans veikist fremur en styrkist þegar líður á árið. Það telur sig þó geta tekið á sig svolitla hækkun dollarans, til dæmis í um 1,50 pr. pund. í þessu dæmi virðist kaup á rétti til að kaupa dollara m.v. gengið 1,50 besta tryggingin. Ef fyrirtækið gerir samning um kaup á dollurum á framvirkum mark- aði til að tryggja sig gegn gengistapi þarf það að greiða 343.008 pund í júlí ($ 520.000/1,5160). Þannig fæst trygging gegn gengishækkun dollar- ans en fyrirtækið missir af gengis- hagnaði ef gengi dollarans lækkar á samningstímanum. Þar sem breska fyrirtækið treystir sér til að taka á sig hækkun dollaragengis í 1,50 pr. pund kaupir það rétt til að kaupa 520.000 dollara á genginu 1,50 allt fram til 31. júlí í sumar. Rétturinn gæti kostað fyrirtækið um 5.000 sterlings- pund. Ef gengi dollarans lækkar til dæmis í 1,6160 þá verður rétturinn til að kaupa dollara á genginu 1,50 einsjds virði. Kostnaðurinn við pappírskaup- in verður þá 321.782 pund (520.000/ 1,6160) auk gjaidsins fyrir gjaldeyris- réttinn, 5.000 pund, samtals 326.782 pund. Gengishagnaður yrði þá 16.226 pund. Ef gengi dollarans hækkar til dæmis í 1,4160 þá neytir fyrirtækið réttar síns til að kaupa dollara m.v. gengið 1,50. Kostnaðurinn verður þá 346.667 pund (520.000/1,50) auk 5.000 punda fyrir réttinn til að kaupa dollara á genginu 1,50, samtals 351.667 pund. Aukakostnaðurinn er þá 8.659 pund en getur aldrei orðið hærri jafn- vel þótt gengi dollarans hækki enn meira. Vinsældir þessarar nýju leiðar í gjaldeyrisviðskiptum eru fólgnar í því að fyrirtæki geta firrt sig áhættu af gengistapi án þess að verða af geng- ishagnaði ef til hans kæmi. Tilboð í erlendum viðskiptum Eins og áður var getið kemur réttur- inn til að kaupa eða selja gjaldeyri, án allrar skuldbindingar nema þeirrar að greiða fyrir réttinn, að góðum notum er fyrirtæki þurfa að géra tilboð í verk á erlendum vettvangi. Tilboð þarf að miðast við fast verð og stendur í ákveðinn tíma og fyrirtæki sem gerir tilboð hefur því þegar stofnað til gengisáhættu án þess að vita neitt um hvort tilboðinu verður tekið eða hafnað. Kaup á rétti til að kaupa eða selja þann gjaldeyri sem þarf vegna þess verks sem boðið er í dregur verulega úr þeirri gengisáhættu sem alltaf fylgir því að bjóða í verkefni ( útlöndum. Tilboð eru raunar ekki bara gerð þegar um stóra verksamninga er að ræða. Milliríkjaviðskipti eru oftast með þeim hætti að framleiðandi eða seljandi býðst til að selja á ákveðnu verði sem stendur í tiltekinn tíma. Flestir verðlistar erlendis frá eru á þessu formi og eru því í vissum skilningi tilboð. Sama máli gegnir um innlenda verðlista yfir innfluttar vörur. f öllum þessum tilvikum geta þeirsem gera tilboðin firrt sig geng- isáhættu með því að kaupa rétt til gjaldeyrisviðskipta á föstu gengi og án þess að skuldbinda sig. Kostnaður við gjaldeyrisrétt Það gjald sem greiða þarf á gjaldeyr- ismarkaði fyrir réttinn til að kauga eða selja eina mynt fyrir aðra á föstu gengi í tiltekinn tíma ræðst af þremur þáttum: Mismuninum ádaggengi við upphaf samnings og „réttargengi" (1,50 dollarar pr. pund í dæminu hér að framan); gildistíma samningsins; og stöðugleika gengis þeirra mynta sem um er samið. Gjaldinu má til hægðarauka skipta í tvo hluta, gengisþátt og tímaþátt. Gengishlutinn er sá gengishagnaður sem yrði ef réttarins væri neytt strax,

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.