Vísbending - 29.02.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENÐING
3
t.d. (1,5160 - 1,5000) = 0,016 eöa 1,60 sent í dæminu hér að framan. Þegar meta þarf kostnað við gjald- eyrisrétt, til dæmis þegar bera þarf saman mismunandi tilboð um gjald- eyrisrétt, er mjög gagnlegt að geta klofið gengisþáttinn út úr svo að hægt sé að kanna tímaþáttinn sér- staklega. Tímaþátturinn er nokkru flóknari viðureignar en hann ræðst af því hversu líklegt er talið að viðkomandi gengi breytist rétthafanum í hag í samningsstímanum og þá hversu mikið. Tímaþátturinn er því bæði háður lengd samningstímabilsins og stöðugleika (raunar óstöðugleika) viðkomandi gengis. Þeim mun óstöð- ugra sem gengið er því líklegra verður að teljast að gengi nái tilteknu marki á samningstímanum. Þar sem markaður er orðinn þróaður er hægt að velja á milli samninga um gjaldeyrisrétt með mismunandi gengisviðmiðun og mismunandi tímalengd. Almennt gildir að lengri samningarnir eru dýrari en samn- ingar til skemmri tíma vegna þess að tímaþátturinn er hærri. Varðandi rétt til að kaupa gjaldeyri gildir að verðið er því lægra sem viðmiðunargengið er hærra - gengisþátturinn verður því lægri sem viðmiðunargengið er hærra. Varðandi rétt til að selja gildir hið gagnstæða, að því lægra sem viðmiðunargengið er, því minna þarf að bor a fyrir réttinn. Möguleikar íslenskra fyrir- tækja til aö nýta gjaldeyrisrétt „Currency Options" eða rétturinn til að kaupa eða selja gjaldeyri á ákveðnu viðmiðunargengi er tiltölu- lega nýlegt form gjaldeyrisviðskipta. Líklegt er að það verði ekki aðgengi- legt íslenskum fyrirtækjum fyrr en viðskiptabankar þeirra í útlöndum geta boðið „currency options" á hagkvæmu verði eins og hverja aðra þjónustu - eins og framvirka samn- inga nú. En ótvíræðir kostir samn- inga um gjaldeyrisrétt fram yfir fram- virka samninga hljóta verða til þess að íslensk fyrirtæki kynni sér gaum- gæfilega hvort þau geti nýtt sér gjald- eyrisrétt til að tryggja sig gegn geng- istapi - tapi vegna breytinga á milli gengis erlendra mynta. Mestu varðar auðvitað fyrir flesta að geta tryggt sig gegn breytingum á gengi íslensku krónunnar. Væntanlega verður fyrst að þróaframvirkan markaðfyrirkrón- una. Með minnkandi verðbólgu er tímabært að kanpa hvort ekki sé unnt að skrá gengi krónunnar fram á við, t.d. þrjá mánuði fram í tímann til að byrja með.
Lífeyrismál
Lífeyrisskuldbindingar á íslandi
Dr. Pétur H. Blöndal Loforð um greiðslu lífeyris ein- hvern tíma í framtíðinni er tvímæla- laust skuldbinding fyrir þann, sem líf- eyrinum lofar. Slíkum skuldbinding- um hefur þó ekki verið haldið á lofti hér á landi. Eru það aðallega lífeyris- sjóðir, sem lofa að greiða lífeyri, en einnig lofa nokkur fyrirtæki að bæta við lífeyri starfsmanna sinna eða taka ábyrgð á gjaldþoli lífeyrissjóðs fyrir- tækisins. Dæmi um viðbótarlífeyri er að finna ( kjarasamningum bank- anna, þar sem einkabankarnir og sparisjóðir lofa að greiða sínum starfsmönnum, sem margir eru í Líf- eyrissjóði verzlunarmanna, lífeyri eins og ríkisstarfsmenn fá (en hann er ca. 75% dýrari). Dæmi um ábyrgð á skuldbindingu lífeyrissjóðs er að finna hjá ríkinu og hjá S.f.S. í reglugerðum allra lífeyrissjóða er ákvæði um að gera skuli trygginga- fræðilega úttekt á sjóðunum á minnst 5 ára fresti. Mikill misbrestur hefur verið á því að þessu ákvæði hafi ver- ið fullnægt og kemur þar til skortur á tryggingafræðingum og mikil óvissa um forsendur slíkra útreikninga. Enda ekki auðvelt að gefa sér for- sendurfyrirnæstu 100 árin um vexti, launahækkanir og dánarlíkur, en á þeim þáttum m.a. byggist mat á því hvað er verðmæti lífeyris t.d. þrítugs Dr. Pétur H. Blöndal er tryggingarfræöingur og framkvæmdastjóri Kaupþings hf., for- stjóri Lífeyrissjóös verslunarmanna frá 1977. manns, sem hann byrjar að taka 2024 (þá sjötugur) og tekur á meðan hann lifir. Á móti kemur verðmæti væntanlegra iðgjalda vegna þessa manns auk hlutdeildar hans í eignum sjóðsins. Ekkert slíkt mat hefur, svo kunnugt sé, verið gert og birt í árs- reikningum þeirra fyrirtækja, sem tekið hafa á sig skuldbindingar vegna viðbótarl ífeyris eða ábyrgðar á I ífeyr- issjóði. Nýju hlutafélagalögin kveða þó skírt á um skuldfærslu slíkra skuldbindinga. Deila hefur risið á milli endurskoð- enda og tryggingarfræðinga í Banda- ríkjunum um aðferðir við slíka úttekt og hafa báðir nokkuð til síns máls. Endurskoðendur vilja líta eingöngu á þann lífeyrisrétt, sem skapast hefur með þeim iðgjöldum, sem greidd hafa verið til dagsins í dag, en trygg- ingafræðingar vilja einnig taka með í reikninginn væntanleg iðgjöld og líf- eyrisrétt vegna hans með þeim rök- stuðningi, að fólk eigi rétt á að greiða iðgjöld áfram. En hvor aðferðin, sem notuð er, leiðir í flestum tilfellum til verulega mikilla skuldbindinga. Þróun dánarlíka undanfarandi ára- tugi hefur verið mjög ánægjuleg hér á landi sem víðast annars staðar. Ánægjuleg fyrir þá sem hlynntir eru langlífi. Fyrirþá, sem beraskuldbind- ingar vegna væntanlegra lífeyris- greiðslna, er þessi þróun óheilla- vænleg. Fólk tekur ellilífeyri sífellt lengur. Samkvæmt nýjustu dánarlík- um íslendinga (reynsla áranna 1976 til 1980) lifir sjötugur karlmaður að meðaltali í 12,5 ár en kona í 15,1 ár. Ef viðkomandi lífeyrisþegi er búinn að greiða iðgjald i 50 ár á hann hugs- anlega rétt á 75% af launum sem líf- eyri. Ef vöxtum er sleppt (lífeyririnn er jú verðtryggður) kostar ellilífeyrir- inn 9,4 árslaun (karl) og 11,3 árslaun (kona). En 10% iðgjald í 50árgefur5 árslaun, ef tekist hefði að verðtryggja hverja krónu allan þann tíma miðað við laún. Ef örorku-, maka- og barna- lífeyrir er tekinn með í dæmið, má vera Ijóst, að það gengur illa upp ef söfnunarhugmyndin er í heiðri höfð, en samkvæmt henni eiga iðgjöld hvers manns að standa undir lífeyris- greiðslum hans vegna að meðaltali. Þeir endurskoðendur íslenskir, sem skrifað hafa upp á það að árs- reikningar lífeyrissjóðanna gefi rétta og sanna mynd af efnahag og stöðu sjóðanna, hafa að vonum haft af því nokkrar áhyggjur, að á móti eignum sjóðanna vanti algerlega skuldbind- ingar þeirra í ársreikningana. Nú hefur reikningsskilanefnd endur- skoðenda samið drög að ársreikningi fyrir lífeyrissjóði, þar sem gert er ráð fyrir mati á skuldbindingum þeirra. Félag íslenskra tryggingarfræðinga hefur um leið mælt með ákveðnum forsendum við útreikninga á þessu mati. Er þess að vænta, að á næst- unni komi í Ijós, hver staða íslenskra I lifeyrissjóða er í reynd.