Vísbending


Vísbending - 29.02.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.02.1984, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 9.2 29. FEBRÚAR 1984 Veröbólgan 1984 Horfurnar í febrúarlok Samningar ASÍ og VSI í síðustu viku var undirritaður heiid- arsamningur Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands- ins og við það dró úr þeirri óvissu í kjaramálum sem ríkt hefur síðustu mánuðina. Enn er þó eftir að semja við opinbera starfsmenn og nokkur verkalýðsfélög, þeirra á meðal Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík, hafa fellt heildarsamning- inn. í lok ágústmánaðar á síðasta ári var birt verðbólguspá í Vísbendingu fyrir síðari hluta ársins 1983 og 1984. Meginóvissan f þeirri spá var vegna kjaramála á þessu ári. í Ijósi nýrra upplýsinga birtist hér endurskoðuð spá og jafnframt er sýndur saman- burður við spána frá 31. ágúst s.l. (sjá einnig Vísbendingu (4, 14.83)). í kjarasamningum ASl og VSl er miðað við að sami kaupmáttur kaup- taxta og á síðasta ársfjórðungi í fyrra haldist á samningstímanum. Vísitala kaupmáttar kauptaxta (1982 = 100) yrði þá á bilinu 73 til 75, að meðaltali 74. Eftir forsendum um breytingar á erlendu og innlendu verðlagi og gengi miðast samningurinn við að unnt sé að halda þessum kaupmætti með 5% hækkun taxta við undirskrift samnings (auk sérstakra hækkana lægstu taxta), 2% hækkun 1. júní n.k., 3% hækkun 1. september og 3% hækkun 1. janúar 1985, en samningurinn gildir til 15. apríl á næstaári. Launaliðum samninganna má segja upp með mánaðar fyrirvara þannig að þeir verði lausir 1. septem- þerog 1. janúar 1985. Ábyrgð stjórnvalda Telja verður að forysta hlutaðeigandi launþegasamtaka hafi með undirrit- un samninganna stigið djarft skref í átt að því marki að sigrast á verðbólg- unni hér á landi. Um leið er mikilli ábyrgð velt yfir á herðar stjórnvalda. Það er rökrétt ályktað hjá forystu launþegasamtakanna að viðunandi sé að semja um óbreyttan kaupmátt þegar þjóðartekjur fara minnkandi, en horfur eru á að framleiðslan í ár verði um 2,5% minni en í fyrra og hefur þá minnkað þrjú ár í röð. Meiri launahækkunum hefði fylgt hætta á auknu atvinnuleysi. En nú er á' ábyrgð stjórnvalda að forsendur samninganna standist. Miðað við um 5% lækkun gengis á þessu ári gæti verðbólga í árslok orðið um 11%. f lægra tilviki í töflunni á bls. 4 er reiknað með heldur meira gengissigi og um 12-13% verðbólgu í árslok f lægra tilvikinu en um 15-16% verð- bólgu í hærra tilvikinu. ( báðum dæmum yrði vísitala raunverðs á er- lendum gjaldeyri lægri á árinu en í fyrra, urn 8% lægra að meðaltali í lægra tilviki en um 6% lægra í hærra tilviki. Með þessu er tekin sú áhætta að innflutningseftirspurn fari vax- andi. En langmesta hættan er sú að útgjöld og erlendar lántökur verði hærri en gert er ráð fyrir í fjárlögum og frumvarpi til lánsfjárlaga. Pen- ingavöxtur í þjóðfélaginu gæti þá orðið meiri en ætlað var við gerð kjarasamninga. Útgjöldin gætu t.d. farið fram úr áætlun vegna framlaga til að koma í veg fyrir stöðvun at- vinnugreina, til láglaunabóta eða til atvinnuleysisgreiðslna, svo að dæmi séu tekin. Engan skyldi því undra þótt fjármálaráðherra láti í Ijósi áhyggjur yfir því hvar finna skuli pen- inga til útgjalda utan áætlana. íslensk stjórnvöld hafa löngum látið reka á reiðanum í peninga- og ríkisfjármál- um. Þessu hyggst núverandi ríkis- stjórn breyta og það verður að takast til þess að fólk öðlist trú á því að verð- bóiga hafi minnkað til frambúðar. Veröhækkanir 1984 I töflunni á bls. 4 eru sýnd tvö tilvik um verðbólgu á þessu ári. (lægra til- viki er verðbólga um 12-13% í árs- lok en um 15-16% í því hærra. Meg- inforsenda í þessum reikningum er að heildarsamningur ASÍ og VSÍ verði samþykktur f sem flestum félögum, en munurinn á lægra og hærra tilviki er eingöngu vegna mis- munandi forsendna um gengi. For- sendur lægra tilviks eru í anda for- Efni: Verðbólgan 1984 1 Gjaldeyrisstýring: „Currency Options" 2 Skuldbindingar íslenskra lífeyrissjóöa 3 Töflur: Framfærsluvísitala, byggingarvísitala, lánskjaravísitala 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 sendna kjarasamninganna en í hærra tilviki er reiknað með heldur lægra gengi, t.d. vegna hugsanlegra ytri áfalla. Sem dæmi mætti nefna viðskiptakjaralækkun vegna lækk- unar á gengi dollarans á alþjóðlegum markaði. í lægra tilviki helst kaup- máttur á bilinu 73 til 75 allt árið en í hærra tilviki lækkar kaupmáttur um nálægt 1 % síðast á árinu og verður 0,7% lægri að meðaltali á árinu. Breytingar framfærsluvísitölu 1984

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.