Vísbending


Vísbending - 26.04.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.04.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Vaxta- og myntskipti______________________ Aukin hagræðing í lántökum með skiptum Að nýta lánstraust Frá því hefur verið greint áður í Vís- bendingu að svokölluð skipti („swaps") hafa færst mjög í vöxt á lánamarkaði síðustutvö árin. Heldurer þó fátítt að þeir sem gera slíka samn- inga fáist til að greina frá þeim en hér er lýsing á einum slíkum samningi. Sagt er að slíkir samningar séu daglegt brauð hjá þeim bönkum og fjármálafyr- irtækjum sem sérhæfa sig í skiptum. Þeir sem eiga hlut að skiptasamningi þeimsem hérergreintfráeru Evrópu- ráðið (Council of Europe’s Resettle- ment Fund), ástralskurbanki (National Australia Bank), bandarískur fjárfest- ingarsjóður (ónafngreindur) og kaup- endur skuldabréfa í Sviss, Bandaríkj- unum og víðar . Um samn- ingsgerðina sá fjármáladeild Salomon Brothers. Tilgangur með vaxta- eða myntskiptum er að nýta til fulls það lánstraust sem hver aðili að skipta- samningi nýtur, þ.e. hver lántaki tekur lán þar sem hann getur fengið það með bestum kjörum. Sé það í annarri mynt og með annars konar vöxtum en hann kysi helst er bætt úr því með skiptum. Skipt á dollurum og svissneskum frönkum Upphaf þessa skiptasamnings var að Evrópuráðið („Resettlement Fund“, aðsetur í París) hafði hug á að taka lán með lágum föstum vöxtum - t.d. með því að gefa út skuldabréf í svissnesk- um frönkum á Euromarkaði. En Evr- ópuráðið hafði áður tekið mikil lán á þeim markaði og óttaðist að frekari útgáfa skuldabréfa þar yrði til þess að hækka vextina á bréfunum (auka af- föllin). Ástralski bankinn gat hins vegar hæglega gefið út skuldabréf á þessum markaði og selt þau á hagkvæmum kjörum þar sem hann naut tilskilins trausts kaupenda bréfanna - en bank- inn vildi lán í dollurum með breytilegum vöxtum (til að jafna á móti öðrum eignum og skuldum) en ekki í svissn- eskum frönkum með föstum vöxtum. Hér komu Salomon Brothers til sög- unnar og stungu upp á skiptum. Við- skiptunum má skipta í fjóra hluta. Fyrsti hluti. Salomon Brothers önnuðust sölu skuldabréfa í dollurum með föstum vöxtum. Útgefandi var Evrópuráðið, fjárhæð 43,5 milljónir dollara. Annar hluti. Credit Suisse sá um útgáfu skuldabréfa í Sviss fyrir ást- ralska bankann. Bréfin voru til 10 ára, fjárhæð 100 milljónir svissneskra franka, fastir vextir 5%%. Þriðji hluti. Salomon Brothers sáu um vaxta- og myntskipti þar sem skipt var á dollurum og svissneskum frönk- um. Evrópuráðið fékk svissneska franka og ástralski bankinn fékk doll- ara og einnig var skipst á vaxta- greiðslum. Fjórði hluti. Vaxtaskipti, þar sem skipt var á föstum dollaravöxtum ástralska bankans og breytilegum vöxtum tengdum Libor; bandaríski fjárfestingarsjóðurinn yfirtók fastar vaxtagreiðslur í staðinn. Aukin hagkvæmni fyrir alla Þegar upp var staðið hafði hvor lán- taki um sig (ástralski bankinn og Evr- ópuráðið) fengið lán í þeirri mynt og með þeim vaxtakjörum sem hann vildi - en á lægri vöxtum en ef hann hefði sjálfur tekið lán beint á viðkomandi lánamarkaði. Jafnvel eftir að hafa greitt álitlega fjárhæð fyrir samningsgerðina er ekki ólíklegt að ástralski bankinn hafi fengið lán í dollurum á vöxtum undir Libor - sem hann getur síðan lánað aftur með álagi. Algengt er í skiptasamningum að banki eigi hlut að máli og taki ábyrgð á greiðslum þótt ekki hafi það verið í þeim samningi sem hér var greint frá. Margir skiptasamningar um þessar mundir eru gerðir til að nýta hagkvæm kjör á svissneska skuldabréfamarkað- inum. En þeir sem fjárfesta í Sviss þykja vandirað virðingu sinni og kaupa ekki skuldabréf af hverjum sem er. Þess vegna hafa þeir sem enn geta gefið út skuldabréf með góðum kjörum í Sviss getað orðið sér úti um mjög hagstæð lán-t.d. í dollurum með vöxt- um undir Libor - með því að skipta á lánum í svissneskum frönkum með föstum vöxtum og dollaralánum. Vextir í Bandaríkjunum án verulegrar vaxtalækkunar. Til marks um þetta er eftirspurn einkageir- ans eftir lánsfé í fyrra en hún var þá meiri í hlutfalli við þjóðarframleiðslu en yfirleitt á fyrsta ári eftir öldudal í efna- hagslífinu (sjá töflu). Það er því ekki svo að orsök misvægis á fjármagns- markaði í Bandaríkjunum séeingöngu lánsþörf Bandaríkjastjórnar. Misvægið stafar ekki síður af því að með frjálsum vöxtum og skattabreytingunum hafa lántökur og fjárfesting verið gerðar miklu hagkvæmari en áður en án þess að sparnaðarhneigð eða -venjur í hag- kerfinu hafi breyst að sama skapi. Til að halda í horfinu hefur Seðlabankinn ákveðið smávægilegar hækkanir á Lántökur í Bandaríkjunum í hlut- falli við verga þjóðarframleiðslu. Fyrstu ár í hagsveiflu eftir öldudal. Banda- Ein- Einka Alls ríkja- stök geiri (%) stjórn rlki 1958-59 . . . 10,9 2,0 1,2 7,6 1961-82 ... 10,3 2,2 1,1 7,0 1970-71 ... 14,3 2,9 1,6 9,8 1975-76 .. . 15,1 6,3 1,0 7,8 1980-81 . . . 17,4 4,7 0,5 2,2 Meðaltal . . . 12,9 3,1 1,1 8,6 1983 18,6 7,8 1,1 9,8 Heimild: Bandaríski seölabankinn, Financial Times forvöxtum en engan veginn nægilegar til að koma á jafnvægi á fjármagns- markaði og koma í veg fyrir vaxandi halla í viðskiptum við útlönd og auknar verðhækkanir síðar á þessu ári. Dökkar horfur Sé þessi greining rétt, þótt ekki væri nema að hluta, eru horfurnar heldur dökkar fyrir þær þjóðir sem skulda mikið í dollurum. Af ofangreindum ástæðum þolir bandarískt efnahagslíf miklu hærri vexti en flestar aðrar þjóðir. Sé þessi greining rétt verður að ger-

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.