Vísbending


Vísbending - 26.04.1984, Side 3

Vísbending - 26.04.1984, Side 3
VÍSBENDING 3 Framboóshliðarhagfræðin____________________________ Niöurstööur skattatilraunar Reaganstjórninni í hag Þegar stjórn Reagans Bandaríkja- torseta lækkaði skatta í hitteðfyrra var tekjuskattur í efstu þrepum lækkaður mun meira en í neðri þrepum skattstig- ans. Nam skattalækkunin að meðaltali 7,5% en skattar þeirra sem voru í efsta skattþrepi lækkuðu um 29%. Eftir öllum venjulegum kenningum hefði skattbyrði átt að færast frá þeim sem hæstar höfðu tekjurnar til þeirra sem minni tekjur höfðu og því hlutu ráðstaf- anir Reagans andbyr þeirra sem vilja beita skattkerfinu til tekjujöfnunar. Framboðshliðarhagfræðingar voru á annarri skoðun. í framboðshagfræð- inni er lögð áhersla á að nýta fram- leiðslugetu hagkerfisins sem best. Rétta leiðin til þess er að allir hafi hvata til að afkasta sem mestu og mikilvægt er að skattkerfið vinni ekki gegn áhuga manna á að ná sem bestum árangri. Framboðshagfræði er þannig að nokkru til mótvægis við keynesíska hagfræði en Keynesistar leggja sem kunnugt er allt kapp á að stjórna eftir- spurn í efnahagslífinu og telja sig geta beitt ríkisfjármálum og öðrum hag- stjórnartækjum til þess. Framboðs- hagfræðingar hafa lagt mikla áherslu á skattalækkanir til að örva fram- leiðslu. I Lafferskúrvunni svonefndu felst að skattalækkanir geti í reynd aukið tekjur ríkisins vegna þess að lækkanir á skattprósentum leysi úr læðingi nýja orku í hagkerfinu og auki framleiðslu og tekjur-og þannig skatt- tekjur þótt skattprósentur hafi verið lækkaðar. Framboðshagfræðingar töldu m.ö.o. að lægri skattar á hina auðug- ustu yrðu til að nýta betur þá fjármuni sem þeir hafa undir höndum - fé sem áður hafði verið stungið undan eða fjárfest í útlöndum kæmi i gagnið og yki framleiðslu sem aftur yki skatttekj- ur. Breytingar á skattbyrði við skattalækkun Reagans 1981-82 Hlutfall af greiddum sköttum 1981 1982 $0-10.000 3,0 2,7 $10-15.000 6,1 5,6 $15-20.000 8,0 7,2 $20-50.000 50,0 49,1 $50-100.000 17,9 18,1 $100-500.000 11,9 12,9 $ 500 -1.000.000 . . . 1,4 2,0 $ 1.000.000 og hærri . 1,7 2,4 Heimild: Bandarískafjármálaráðuneytiö, WSJ Meðfylgjandi tafla sem tekin er úr Wall Street Journal bendir til að fram- boðshagfræðingarnir hafi haft rétt fyrir sér. Með því að lækka skatta mest í efstu skattþrepum hefur skattbyrði í reynd ekki hækkað hjá þeim sem minni tekjur hafa heldur lækkað - og í stað- inn fyrir að lækka hjá þeim auðugu hafa skattgreiðslur þeirra hækkað. Taflan sýnir að einföldun á skattþrep- um er til tekjujöfnunar en ekki til hins gagnstæða eins og margir vilja halda fram, ekki síst hér á landi. Þess má einnig geta að í fyrra tóku gildi nýjar reglur í skattamálum í Bandaríkjunum sem áttu að stuðla að betri skattskilum, einkum hjá hinum auðugu. Hertu regl- urnar þykja hafa skilað litlum árangri og telur Wall Street Journal að þessar tilraunir bendi til þess að jöfnun skatt- þrepa sé vænlegri leið til tekjujöfnunar en hertar reglur. Þessar hugmyndir eru auðvitað ekki nýjar af nálinni þótt fátítt sé að geta sýnt fram á betri skattheimtu með ein- faldari skattstiga. Islendingar hafa um árabil greitt útsvar sem verið hefur fast hlutfall af öllum tekjum. Tekjuskattur- inn í núverandi mynd ereinkum skattur á launafólk, svo að notuð séu kunnug- leg ummæli úr hinni pólitísku umræðu. Það er því ekki úr vegi að einfalda tekjuskattstigann stórlega hér á landi - jafnvel taka upp flata prósentu. Enginn vafi leikur á því að skattskil yrðu miklu betri og innheimtan miklu ódýrari - og tekjujöfnun gæti jafnvel orðið betri I íka. breyta skattakerfinu í Bandaríkjunum til að jafnvægi náist aftur á fjármagns- markaði - ekki aðeins í Bandaríkj- unum heldur einnig á alþjóðlegum markaði. En ýmis rök hníga í þá átt að gagngerar breytingar í skattamálum kunni að vera á næsta leyti. I fyrsta lagi er flestum bandarískum stjómmálamönnum orðið Ijóst að ekki verður hjá þvi komist að hækka skatta verulega eftir kosningarnar í nóvem- ber. Gagngerar breytingar á skatta- kerfinu á sama tima mundu draga athygli skattgreiðenda frá sjálfum skattahækkununum. I þessu sam- bandi mun vera rætt um almennan neysluskatt og tekjuskatt með aðeins einu þrepi eða a.m.k. mjög einfaldan og án frádráttarliða til að auðvelda inn- heimtu og draga úr hættu á skattsvik- um. í öðru lagi er á það að I íta að ef vextir hækka svo að skuldugustu þjóðir geta alls ekki staðið í skilum þá verða það aðallega bandarískir bankar sem tapa fé. Raunar er ekki talin mikil hætta á að skuldugar þjóðir bregðist lánardrottn- um sínum vegna þess að um leið glata þær sjálfar lánstraustinu og öllum möguleikum til að taka aftur lán á alþjóðlegum markaði. I þriðja lagi mun áformað að leiðtogar Vesturlanda ræði vaxtamál og skattamál á fundi sínum í sumar. Munu vaxta- og skattamál talin meðal brýnustu úrlausnarefna leiðtoganna. Samræming í skattalegri meðferð vaxtagjalda og vaxtatekna er ekki síður nauðsynleg til að stuðla að eðli- legu streymi fjármagns á milli rikja heldur en samræming í peningamál- um og verðbólgu. En allar þessar breytingar munu taka sinn tíma jafnvel þótt samkomu- lag næðist og liklegt er að vextir i Bandaríkjunum haldist háir á næst- unni. Flest bendir því til þess að hag- kvæmt sé að dreifa erlendum lánum á aðra gjaldmiðla en dollara nema gjald- eyristekjur þær sem eiga að standa undir viðkomandi láni séu í dollurum.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.