Vísbending - 16.05.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING
2
ECU_________________________________
Evrópska mynteiningin að verða sjálfstæður gjaldmiðill
Vaxandi vinsældir
Evrópska mynteiningin ECU (Euro-
pean Currency Unit), sem nú er liðlega
fimm ára gömul, á sívaxandi vinsæld-
um að fagna í Evrópu. í síðasta tbl.
Vísbendingar var greint frá kostum
ECU sem samsettrar myntar. Venju-
lega er unnt að draga verulega úr
gengisáhættu með því að miða samn-
inga í alþjóðaviðskiptum við einhverja
myntkröfu-t.d. ECU.
Gengi ECU um þessar mundir er í
kringum 0,85 dollarar (þ.e. 1 ECU =
0,85 ECU). Upphaflega gegndi ECU
einkum hlutverki innan stofnana Efna-
hagsbandalagsins. Reikningar EBE
eru miðaðar við ECU og ECU gegnir
ákveðnu hlutverki meðal seðlabanka
Efnahagsbandalagslandanna (sjá
nánar í Vísbendingu 28. mars s.l.)
Notkun ECU tók þó fyrst að aukast
að marki er bankarnir fóru að sjá kosti
þess að miða fjárskuldbindingar við
ECU í stað einnar myntar. ECU mark-
aðurinn hefur stækkað síðustu árin úr
næstum engu árið 1980 í 10 milljarða
dollara í inneignum og 5,6 milljarða
dollara í skuldabréfum nú. Fjármagns-
markaðir í Evrópu voru löngum smáir
og lokaðir, að alþjóðlega markaðinum
í London frátöldum. Euroskuldabréfa-
markaðurinn myndaðist að hluta
vegna þess að verið var að fara í kring-
um þau höft sem ríktu á heimamarkaði
hvers ríkis, en búist er við að skulda-
bréfaútgáfa á Euromarkaði í ár nemi
alls um 50 milljörðum dollara. Til
skamms tíma voru skuldabréf í dollur-
um og þýskum mörkum alls ráðandi á
þessum markaði, en ECU-bréf eiga
nú vaxandi vinsældum að fagna, eins
og fyrr segir. Talið er að um það bil 5%
af nýjum skuldabréfum í ár verði gefin
út í ECU og er þá ECU orðin þriðja
stærsta myntin á Euromarkaði.
Sjálfstæöur gjaldmiöill
Skuldabréfaútgáfa í ECU það sem
af er þessu ári er því sem næst helm-
ingi meiri en á sama tíma í fyrra. Og
fjölbreytnin vex með stærri markaði.
Meðal nýjunga eru ECU-bréf með
breytilegum vöxtum og „zero-coupon“-
bréf (þ.e. skuldabréf sem bera enga
nafnvexti en eru seld með afföllum til
að ná ávöxtun, sbr. ríkisvíxlana hér á
landi). Nokkrir evrópskir bankar ásamt
Bank for Internationa! Settlements í
Basel í Sviss eru nú að undirbúa sér-
stakt reikningskerfi í ECU („clearing
system"). Þegar það kemst í gagnið
geta bankarnir annast og tekið við
greiðslum í ECU án þess að kljúfa
samsettu myntina fyrst upp í frum-
myntirnar.
Með notkun ECU minnkar gengis-
áhætta í erlendum viðskiptum eins og
taflan á bls. 3 í síðasta tbl. Vísbend-
ingar bar með sér. ECU-skuldabréf
bera hætti vexti en skuldabréf í þýsk-
um mörkum og gengisáhættan er
greinilega minni - fyrir flesta nema að
sjálfsögðu Þjóðverja. Reiknað hefur
verið að ECU-gengið sveiflaðist að
meðaltali 44% minna en meðalgengi
hverrar myntar í EMS-löndunum átta.
Sé miðað við dollaragengi hverrar
myntar þá hefur ECU-gengið sveiflast
74% minna að meðaltali síðustu fimm
árin.
meðaltali) er því naumast að vænta í
bráð. Búist er við að gengi NKR styrkist
gagnvart dollara á árinu, en falli
eitthvað gagnvart þýska markinu,
svissneska frankanum og hollensku
gylleni.
Markmið stjórnvalda er að halda
launahækkununum á árinu við 5%.
Launahækkanir í fyrra námu 8,5% og
10% árin tvö þar á undan. Verðbólga
var 8,4% í fyrra og 11,3% árið 1982,
en var komið niður í 6,5% á tólf mán-
uðunum til febrúar s.l. Markmiðið er að
ná verðbólgu niður í 6% í ár. Markmið
í peningamálum í Noregi þykja fela í
sér allríflegar hækkanir í ár eða um
10%. Markið er ekki sett lægra vegna
þess að ætlunin er að reyna að fjár-
magna hallann á opinberum rekstri án
þess að til verulegrar vaxtahækkunar
komi.
Atvinnuleysi - olíuauöur
Atvinnuleysi náði 4,7% (ekki
árstíðaleiðrétt) í janúar s.l. og voru þá
um 80 þúsund manns án vinnu. Norð-
menn eiga ekki að venjast atvinnuleysi
fremur en islendingar. Hafa tekjur af
Norðursjávarolíunni í vaxandi mæli
verið notaðartil að halda atvinnugrein-
um gangandi sem ella hefðu stöðvast.
Styrkir og niðurgreiðslur af ýmsu tagi til
ýmissa iðngreina, landbúnaðar, sjáv-
arútvegs og annarrar matvælafram-
leiðslu og samgangna nema nú allt að
8% af þjóðarframleiðslu. Stjórn Verka-
mannaflokksins tók að nota auðlinda-
tekjur í þessum tilgangi um miðjan síð-
asta áratug til að verja norskt efna-
hagslíf ytri áföllum og halda uppi at-
vinnu á samdráttarskeiði. Stjórn
íhaldsflokksins sem kom til valda á
árinu 1981 hugðist fara gætilegar í
sakirnar en hefur engu að síöur átt í
vök að verjast fyrir kröfum um atvinnu-
styrki. Hafa menn nú vaxandi áhyggjur
af minnkandi arðsemi atvinnuveganna
(utan olíuvinnslu). Norðmenn standa
m.ö.o. andspænis því að hagnýta
auðlindir sínar en gera um leið harðar
kröfur um arðsemi til annarra atvinnu-
greina til að standast samkeppnina við
aðrar þjóðir. Til að þetta takist þarf að
ávaxta auðlindatekjurnar - leggja þær
í sjóði til síðari tíma í stað þess að nota
þær strax til að halda uppi háum
tekjum nú og atvinnu í stöðnuðum og
óarðbærum atvinnugreinum. Bretar
stóðu einnig í sömu sporum, einnig
vegna Norðursjávarolíu, og hagstjórn-
arvandi Islendinga á síðasta áratug
var af svipuðum toga.
Aukiö frelsi á peningamarkaði
Stjórnvöld í Noregi vinna nú mark-
visst að því að aflétta ýmsum höftum
sem háð hafa eðlilegri starfsemi á fjár-
magns- og peningamarkaði. Sem
dæmf má nefna að þeirri kvöð hefur
verið létt af bönkum og lífeyrissjóðum
að festa stóran hluta af auknum eign-
um hverju sinni í ríkisskuidabréfum
með lágum vöxtum. Lækkaði þetta
hlutfall úr40% í 30% fyrir lifeyrissjóði
og úr 15% í núll fyrir bankana. Þá hefur
einnig verið stigið það skref í frjáls-
ræðisátt að láta vexti á ríkisskulda-
bréfum ráðast á frjálsum markaði i
auknum mæli. Hefur það þegar haft
þau áhrif að bankar og lífeyrissjóðir eru
nú farnir að kaupa meira af ríkis-
skuldabréfum en þeir þurfa, og ein-
staklingar sem um áratugaskeið höfðu
ekki litið á spariskírteini sem raunhæfa
ávöxtunarleið hafa nú bæst í hópinn
sem þátttakendur á verðbréfamarkaði.
Þá má einnig nefna að bein takmörk
á útlán bankanna hafa nú verið felld
niður, en þessar takmarkanir höfðu
mjög færst f vöxt á undanförnum árum.
Frelsið olli nokkurri aukningu í útlánum
bankanna fyrsta mánuðinn eftir breyt-
inguna en búist er við að jafnvægi náist