Vísbending


Vísbending - 16.05.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.05.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Verðbólgan_________________________ Verðurhún 10%, 13-14% eða29%? í síðasta tbl. Vísbendingar var að finna eftirfarandi til- vitnun í fylgiskjal 2 með frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, peninga- og lánsfjármálum 1984: „Vísi- talan ernú talin hækka um 13-14% frá upphafi tilloka árs- ins og verða 29% hærri að meðaltali á árinu en í fyrra. Verðbólgan í árslok, mæld sem þriggja mánaða breyting framfærsluvísitölu, virðistþógeta veriðinnan við 10%“. Mun það hafa valdið lesendum nokkrum heilabrotum í fyrstu hvernig verðbólga, sem alltárið erábilinu 10-14%, getur valdið 29% hærra verðlagi í ár en í fyrra. Þetta skýr- ist með því að líta á myndina. Myndin sýnir framtærsluvísitöluna (1.1.1981 = 100) dregna á lógariþmaskala. Einnig eru sýndar tólf mánaða breytingar framfærsluvísitölunnar frá 1982 til 1984. Láréttu línurnar sýna meðaltöl framfærsluvísitölunnar á hverju ári. Á myndinni kemur skýrt í Ijós að það eru örar verðhækkanir í fyrra sem aðallega valda því að verðlag í ár verður (samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar) 29% hærra en í fyrra. Tólf mánaða meðaltöl og breytingar þeirra sýna mun hægari breytingar á verðbólgu heldur aðrir skalar sem notaðir eru, t.d. tólf mánaða breytingar (sem er hækkun til maí í ár frá maímánuði í fyrra, svo að dæmi sé tekið) eða þriggja mánaða breytingar. Framfærsluvísitalan (1.1.1981 = 100) er hér sýnd á lógariþmaskala. Lógariþmaskali er notaður til að sama hækkun verðlags hækki vísitöluna jafnan um sama bil á myndinni. Dæmi: Ef vísitalan er 100 og hún hækkar um 10% fer línan upp um 10 bil á myndinni. Ef vísitalan er 200 og hækkar um 10% færi línan upp um 20 bil á myndinni ef venjulegur skali er notaður og hækkunin sýnist þannig helmingi meiri en í fyrra tilfellinu þótt í bæði skiptin hafi verið um 10% hækkun að ræða, þ.e. sömu hlutfallslega hækkun. Ef lógariþmaskali er not- aður veldur sama hlutfallsleg breyting jafnan sömu tilfærslu á myndinni. von bráðar. Gefi þessar breytingar eins góða raun og allt útlit er fyrir mun norska stjórnin hafa í hyggju að draga enn frekar úr höftum á peningamark- aði. Erlendir bankar í Noregi Vegna breyttra viðhorfa nokkurra ráðamanna hér á landi gagnvart starf- semi erlendra banka hér var stuttlega greint frá því f Vísbendingu 2. maí s.l. að erlendum bönkum hefur nýlega verið heimilað að opna útibú í Portú- gal. i atkvæðagreiðslu í norskaþinginu í janúar s.l. kom fram að meirihluti þingmanna er því fylgjandi að erlend- um bönkum verði heimilað að opna útibú í Noregi. Búist er við að í byrjun fái aðeins fáir bankar starfsleyfi. Fram til þessa hafa sjö erlendir bankar starf- rækt skrifstofur f Noregi og er að sögn Financial Times ekki talið ólíklegt að sumir þeirra hefðu áhuga á að opna útibú. Tveir af þessum sjö eru sænskir bankar, en hinir eru Bank of Nova Scotia, Banque Nationale de Paris, Chase Manhattan, Citibank og Manu- facturers Hanover. Financial Times hefur einnig greint frá því að Spare- banken Oslo Akershus og Bank of America muni hafa hug á samstarfi þegar nýja löggjöfin um starfsemi er- lendra banka í Noregi hefur verið sam- þykkt. Aukin samkeppni frá erlendum bönkum hefur hleypt miklu lífi í banka- starfsemi í Noregi. Norsku bankarnir hafa raunar þegar þurft að spreyta sig í samkeppni við alþjóðlega banka vegna þess að í Noregi hefur verið einn helsti markaður svokallaðra „suit- case bankers", sem Islendingum eru ekki með öllu ókunnir. Engu að síður er búist við harðnandi samkeppni á öllum sviðum bankamala, ekki síst í gjald- eyris- og milliríkjaviðskiptum. Þá er búist við að norskum bankamönnum fari að berast atvinnutilboð frá erlendu bönkunum og áhrifin á kjaramál þeirra eru ekki talin geta orðið nema á einn veg... Þrír stærstu bankarnir í Noregi (og hugsanlega fleiri) stefna nú markvisst að því að færa út kvíarnar í milliríkja- viðskiptum sinum. Þessir bankar eru Den norske Creditbank, Cristania Bank og Bergen Bank. Munu þeir eink- um hafa í huga að veita aukna þjón- ustu ásviði siglingaog í olíuviðskiptum en þar hafa þeir mesta sérþekkingu. Þá er jafnvel búist við auknu frelsi í gjaldeyrisviðskiptum í kjölfar endur- skoðunar á gjaldeyrislöggjöf Norð- manna. Mikil breyting er því að verða á viðhorfi Norðmannagagnvartalþjóð- legum viðskiptum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.